Liverpool mun vinna Chelsea!

Jæja, þunglyndissjúklingurinn Mark Lawrenson er búinn að [spá okkur tapi](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/europe/4444367.stm) á móti Chelsea alveg einsog hann spáði því að við myndum pottþétt detta út gegn Leverkusen og að við myndum pottþétt detta út gegn Juventus.

Hann segir í dag

>”I can’t see how Liverpool can beat Chelsea in Europe”

Semsagt, Liverpool mun vinna Chelsea.


Annars rakst ég á þetta á [Liverpool.is spjallborðinu](http://www.liverpool.is/forum/tm.asp?m=161223&mpage=15) og leyfi mér að kópera hingað:

**1978**
Páfinn dó
Wales vann stóru slemmuna í Rugby
Liverpool tapaði úrslitaleiknum í deildarbikarnum fyrir liðinum sem síðan varð Englandsmeistari um vorið (N. Forrest)
Liverpool F.C. varð Evrópumeistari í fótbolta

**2005**
Páfinn dó
Wales vann stóru slemmuna í Rugby
Liverpool tapaði úrslitaleiknum í deildarbikarnum fyrir liðinum sem síðan verður Englandsmeistari í vor (Chelsea)
Liverpool F.C. verður Evrópumeistari í fótbolta….

Og

**1981**
Charles prins kvæntist
Liverpool varð Evrópumeistari

**2005**
Charles prins kvæntist
Liverpool verður Evrópumeistari…

3 Comments

 1. 1955: Chelsea Englandsmeistari, Newcastle bikarmeistari.

  2005: Chelsea Englandsmeistari, Newcastle bikarmeistari.

  Álíka líklegt að Newcastle verði bikarmeistari og að Liverpool verði Evrópumeistari (no pun intended).

 2. Ok, þessi skilaboð segja mér aðeins eitt……..”YOU´LL NEVER WALK ALONE”!!!

 3. “I’m starting to think they could win it”
  Alan Hansen on Liverpool’s Euro bid

  Þessir tveir menn, Alan Hansen og Mark Lawrenson, skipuðu besta miðherjapar LFC allra tíma og eru á báðum áttum með útkomuna gegn Chelsea. Ég hinsvegar ætla að fara eftir hjartanu og spá því að Lampard fái vænan marblett (ef ekki tábrotni gegn Alonso), Eiður fari grenjandi heim (og þ.a.l. íslenskir fjölmiðlar líka) og Liverpool labbi í burtu með flugmiða til Istanbul báðar leiðir!!

Næstu leikir

Gerrard meðal 6 bestu