CISSE Á BEKKNUM Á MÓTI JUVE!!!

Jæja, nú á Kristján Atli eftir að flippa út, því [Djibril Cisse verður á bekknum á móti Juve](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N148449050412-0942.htm). Rafa hefur gefið það út að ef að Liverpool þurfa nauðsynlega að skora þegar stutt er til leiksloka, þá komi til greina að henda Cisse inná!

Snilld!

9 Comments

 1. Ég er ekki að flippa út………

  ………en ég er ekki frá því að það hafi komið tár þegar ég las þetta.

  Ég elska þennan dreng. Elska hann. 🙂

 2. Þvílíkar gleðifréttir!! Afskrifaði Cissé út tímabilið og var heilt yfir svartsýnn á að hann myndi jafnvel vera lengur frá en áður var áætlað, enda var hroðalegt brot eins og allir vita..

  Hjartað í mér á eftir að slá óreglulega þegar/ef hann kemur inná, fyrsta tæklingin/samstuðið/návígið hans mun segja mikið um framhaldið hjá honum…. mun hann fara í hana til að vinna hana eða mun hann hlífa sér??? Það á eftir að vera mjög stressandi að sjá hann, á undan áætlaðri endurkomu….hræðslan mun láta vita af sér big time!

 3. Vissulega góðar fréttir að hann sé að ná sér, en…
  Hversu illa er liðið statt meiðslalega þegar maður sem hefur ekki sparkað bolta í einhverja x mánuði þarf hugsanlega að spila sinn fyrsta leik á móti Juventus í Torino í 8 liða úrslitum meistaradeildarinna. Ef hann fer inná og hugsanlega Alonso, Carson (í raun 3 choice keeper með hina tvo meidda) og jafnvel Welsh (veit ekki hvort hann er í hópnum samt) þá er þetta náttúrulega frekar fyndið.

  Persónulega er maður ekkert alltof bjartsýnn en auðvitað er alltaf séns, ein hornspyrna, ein aukaspyrna, eitt víti gæti gefið mark og þá er allt upp í loft hjá Juve. Áfram Liverpool.

 4. Carson (í raun 3 choice keeper með hina tvo meidda)

  Nei, Kristinn J, að mínu mati á Carson að vera markvöðrur númer 1 og Dudek númer 2.

  Carson er ungur og það er alveg gríðarleg reynsla sem hann er að fá með því að spila þessa leiki. Þarna er án efa framtíðarmarkvörður Liverpool á ferð og að mínu mati er það besta í stöðunni að láta hann spila alla leiki okkar það sem eftir er af tímabilinu.
  Það á eftir að koma að góðum í framtíðinni!

 5. Ekki spurning að hann er framtíðar markvörður nr.1 og má auðveldlega færa rök fyrir því að hann sé bestur af þeim 3 sem klúbburinn hefur yfir að ráða.
  En ef Dudek og Kirkland væru báðir heilir á þessum tímapunkti og miðað við þá reynslu sem Carson hefur núna þá tel ég ekki ólíklegt að Benitez tæki hina tvo framyfir akkúrat í þessum leik. Auðvitað græðir hann rosalega á því að spila svona leiki og hann hefur sjálfur sagt að ástæðan fyrir því að hann hafnaði Chelsea væri m.a. að hjá LFC ætti hann meiri möguleika á að spila akkúrat svona leiki í stað varaliðsleikja hjá Chelsea.

  En spurningin er hvort að akkúrat fyrir þennan tiltekna leik sé það besti kosturinn fyrir klúbbinn (ef við gefum okkur að allir 3 væru heilir) að setja yngsta og reynsluminnsta markvörðinn í liðið.

  Sumir gætu sagt að það hafi bitið Benites í rassin í fyrri leik liðanna þar sem auðveldlega væri hægt að klína eina marki Juve á mistök hjá Carson. En ég er þeirrar skoðunar að hugsanlega sé Carson besti markvörður Liverpool í dag en fyrir Juventus í Torino er ekki nóg að vera tæknilega og líkamlega í góðu formi. Hausinn og taugarnar verða að vera algjörlega í toppstandi. Hver veit svosem, kannski er Carson bara með bestu taugarnar líka, what do i know !

 6. Chris Kirkland verður ALDREI aðalmarkvörður Liverpool! Þurfum að vera með markvörð, sem getur spilað 2 leiki í röð án þess að meiðast.

  Að mínu mati þá á Carson að fá sjens út tímabilið. Mér líst verulega vel á það, sem ég hef séð til hans.

 7. Carson á framtíðina fyrir sér en ég vil spara yfilýsingar, nógu mikið var Kirkland nú hrósað en það hafa reynst litlar innistæður fyrir því hrósi.

  Ég held samt að Dudek muni spila þennan leik. Hann er klárlega reynsluboltinn og það veitir nú ekki af 1-2 slíkum í allri þessari meiðslahrinu.

 8. Ég spái því að ef við gerum 2 mörk á morgun eigum við séns. Eitt mark mun ekki duga þar sem Juve gerir meira en 1 mark. Ég ætla mér að spá 4-1 á morgun fyrir Juve.

Gerrard líklega ekki með gegn Juve (uppfært: Hann verður EKKI með)

Juve á morgun, 2. lota! (uppfært)