Gerrard líklega ekki með gegn Juve (uppfært: Hann verður EKKI með)

Einar, ég veit þú varst að enda við að gefa skít í þessa helgi í síðustu færslu … en ég má bara til með að gera þig enn kátari:

LIVERPOOL VERÐUR LÍKLEGA ÁN STEVEN GERRARD GEGN JUVENTUS!

Má ég koma með uppástungu að byrjunarliði, ef við spilum án Gerrard?

Dudek/Carson

Finnan – Carra – Hyypiä – Traoré

Núnez – Welsh – Biscan – Riise
García
Baros

Hmmm? Auðvitað veikir það okkur fáránlega mikið að missa Gerrard og fá Welsh inn í staðinn (og kannski verður Alonso nógu heill til að byrja, þótt ég efi það) en eins og staðan er í dag þurfum við að passa okkur að tapa ekki.

Ef Gerrard er ekki með og Alonso er ekki nógu heill til að byrja, er ekki bara spurning um að vera raunsæir og pakka í fokking vörn? Skilja García og Baros eftir á toppnum til að reyna að stela einhverjum aukaspyrnum eða marktækifærum, annars bara leggja ofurkapp á að halda hreinu?

Það er ljót knattspyrna þegar maður þarf að horfa á annað liðið liggja í vörn, og mér finnst það aldrei skemmtilegt, sama hvaða lið á í hlut. En í þessu tilfelli, er þetta ekki bara spurning um að vera raunsær?

Veitiggi, við sjáum til hvort Gerrard & Alonso geta spilað og síðan kannski metur maður þetta betur. En ef þeir geta hvorugur byrjað inná þá viðurkenni ég fúslega að mig langar bara að setja Welsh og Núnez (líkamlega sterkari en García) inn, jafnvel bara Warnock líka á miðjuna eða eitthvað, og segja þeim að tudda Ítalina til andskotans! Bara halda hreinu, sama hvað það fokking kostar…

Gleðilegan mánudag, everybody!


**Uppfært (Einar Örn)**: Einsog einhverjir hafa bent á í kommentum við þessa færslu, þá hafa Liverpool menn staðfest það að [Gerrard verður **EKKI** með í Tórínó](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N148441050411-1308.htm). Einsog ég sagði, síðasta vika var alltof góð. Það hlaut einfaldlega eitthvað að koma uppá.

En núna er tækifærið, líkt og á móti Leverkusen á heimavelli, fyrir hina leikmennina að sanna aftur að þetta lið snýst ekki um Steven Gerrard, heldur liðsheildina!!!

12 Comments

 1. Ég hef alltaf hatað þannig knattspyrnu að annað liðið pakkar og hitt sækir. LFC hefur spilað svoleiðis knattspyrnu síðan Houllier tók við og eru ennþá að því með smá hléum inná milli. En þar sem ég hata ítölsk knattspyrnulið og ítalska knattspyrnu yfir höfuð, þá er mér sama þótt við höfum 2 markmenn í liðinu okkar á kostnað sóknarinnar! Ef það tryggir okkkur sigur gegn Juve þá verð ég mjög sáttur!

 2. Welsh hefur einfaldlega ekki reynsluna í þennan leik… frekar myndi ég láta Alonso spila hálfmeiddan með Biscan heldur en að láta Welsh byrja… og Warnock eða Nunez á miðjuna… guð minn almáttugur. Guð forði okkur frá því að Nunez spili bara yfir höfuð, hörmulegur leikmaður í alla staði.

  Annars er mjög týpískt að bæði Gerrard og Alonso verði heilir, og þetta sé einhver “media game” hjá þeim þarna.

  Ef þeir ætla að verjast þá ættu þeir að spila með þessa 5-manna miðju (að því gefnu að þeir verði báðir með… sem gæti alveg eins gerst):
  Garcia Alonso Gerrard Biscan Riise
  -Baros—-

  Annars held ég nú því miður að við töpum þessum leik… gátum ekki haldið hreinu á heimavelli… og ef maður ber saman liðin þá eru Juventus einfaldlega allt of sterkir.
  Zlatan er t.a.m. betri en Baros… Nedved betri en Riise (þar sem hann spilar nú vinstri kant, þótt hann geti líka spilað miðju og þá er hann einnig betri en Gerrard). Emerson er nú betri en Alonso… og svo má ekki gleyma því að Juventus vörnin er ein sú besta í heiminum (Zebina verður reyndar ekki með á miðvikudaginn)… auk þess sem þeir hafa besta markvörð í heimi. Ég er því ekki vongóður… en hvað veit ég svo sem :confused:

 3. Benitez hefur gefið það út að deildin er mikilvægari en CL… þar með ef Gerrard og Alonso eru eitthvað tæpir þá spila þeir 100% ekki og eru í það mesta á bekknum…

  Lykilatriðið er að ná 4. sætinu í deildinni og þar þurfum við á Gerrard og Alonso greinilega að halda.

  Að ungu leikmennirnir okkar Le Tallec, Welsh o.s.frv. fá svona ómetanlega reynslu núna á lokasprettinum í deildinni og CL er ómetanleg reynsla sem nýtist félaginu á komandi árum.

 4. Ég legg til að Pétri verði bannað að skrifa hérna í framtíðinni. Ég hef sjaldan séð jafn mikla neikvæðni í einu kommenti! 😡

 5. Jæja, tha er thad stadfest… Gerrard verdur ekki med a moti Juventus 😡 😡 😡

 6. Það að pakka í vörn á móti liði eins og Juventus á þeirra heimavelli, er bara slæmt. Þó Gerrard sé ekki með, verður Benitez og Liverpool að koma með svipað hugarfar í leikinn og á móti Leverkusen á útivelli, þétt miðja og pressa Juve frá fyrstu mínútu.
  Ef liðið leggst í skotgrafirnar, er bara tímaspursmál hvenær Juve skorar!

 7. Ég verð nú að leyfa mér að undrast þá ´fullyrðingu´ Péturs að Emerson sé betri en Alonso.. finnst mér hún í meira lagi standa höllum fæti.

  Fyrir það fyrsta er Emerson kominn af léttasta skeiðinu, tel ég mig ekki einan um þá skoðun. Xabi Alonso lofar gífurlega góðu og miðað við framistöður hans fyrir meiðslin þá hræðist ég ekki samanburð við Emerson. Alonso er að mínu mati á langtum æðra plani en Emerson, var og er..

  Annars þá hræðist ég Juventus liðið ekki mikið ef menn mæta bara jafn samstillir og í fyrri leiknum. Vörnin þeirra var eins og belja á svelli og stífgreiddur Buffon átti sér ekki viðreisnar von. Það var ekki amarleg sjón!

  Hinsvegar þá mun missir Gerrard´s vissulega finnast inná þungamiðjunni, enda hornsteinn liðsins. En með elju og einug þá tel ég Juventus liðið ekki standa enskum baráttuhug snúning.

  Við skulum vona að dómari leiksins verði eins “umburðalyndur” og í fyrri leiknum..

 8. >Er fjarvera Gerrards lokaprófið á Ewing kenninguna?

  Gæti verið… myndi allavega ekkert kvarta þótt okkar menn myndu sanna hana enn og aftur. 🙂

 9. Ég er sannfærður um að við (Liverpool að sjálfsögu)munum komast áfram og að við eigum eftir að vinna þennan leik 0-1. Þeir eiga eftir að sækja og sækja en við munum verjast vel og ná að að skora eitt mark.

  Það verður liðsheildin sem verður sigurvegari kvöldsins, maður kemur í manns stað, jafnvel þó um Gerrard sé um að ræða.

  Áfram Liverpool

  Liverpool – AC Milan hljómar ekki ílla sem úrslitaleikur!! 🙂

 10. Ég ætla að spá því (með þeim forsendum að Alonso verði með OG ekki algerlega úr öllum takti) að Biscan muni eiga stórleik.

 11. Breytt spá.

  Cisse kemur af bekknum í þann mund sem leiktíminn rennur sitt skeið og skorar mark nr. 2 fyrir okkur og því endar leikurinn 2-0. 🙂

Helgin búin

CISSE Á BEKKNUM Á MÓTI JUVE!!!