Djib spilar innan 10 daga!

djib_is_back.jpg

Ég er svo ánægður að ég meika það varla. DJIBRIL CISSÉ ER AÐ KOMA AFTUR! Hann mun spila fyrir varaliðið innan 10 daga og eftir það er þetta bara spurning um hvenær Rafa vill nota hann fyrir aðalliðið. Það eru náttúrulega stórkostleg tíðindi fyrir Liverpool FC … ef við komumst í undanúrslit í Meistaradeildinni gæti Cissé fengið að spila í þeim leikjum. Hugsið ykkur!?!?!?

Snilld. Hreinasta snilld. Það verður yndislegt að sjá hann aftur og ég spái því hér með að Cissé eigi eftir að skora a.m.k. eitt mark áður en tímabilið er úti! 😀

9 Comments

 1. Hvað er að gerast?

  það hrúast upp góðar fréttir dag eftir dag!!!

  það skyldi þó aldrei verða að þetta tímabil yrði á endanum sögulegt. (evrópumeistarar)

  Miðað við það sem á undan er gengið er ég sannfærður um að við séum með einn besta þjálfar sem völ er á í dag.. og þá á ég við að það er ekkert í hans fari sem pirrar mann. hann er svo pró.

  það eru ekki margir sem gætu staðið uppréttir og stoltir af sinni framistöðu miðað við öll þau áföll sem við höfum mátt þola.

 2. Vá Stjáni, you just made my day! Ég elska Cissé minn og ég er búin að sakna þessarar elsku svo mikið!

 3. Góðar fréttir, bara vil ekki að það séu teknir neinir sénsar með hann.. Vill frekar fá hann 100% heilan á næsta tímabili en að láta hann spila núna og lenda strax aftur í meiðsli. 😯

 4. Sammála því Jonni … hins vegar lítur út fyrir að hann verði orðinn 100% miklu, miklu, miklu fyrr en jafnvel bjartsýnustu menn þorðu að vona. 🙂

 5. Já, Ferguson er líka hálviti. Hann setti hann beint í liðið því hann var svo hræddur við Milan.
  Við erum búnir að sjá að Rafa geiri ekki svoleiðis vitleysu, þegar hann notaði Alonso ekki gegn Juve. Hann nýtur sér einungis þá leikmenn sem eru 120 % tilbúnir til að spila og við höfum oft séð það í vetur.
  Ég elska Rafa og segi það hér og skrifa, Rafa á eftir að komast á sama stall og Paisley og Shankly :biggrin: :biggrin:

 6. Yfirleitt hendum við út ummælum með skítkasti hér en ég ætla að leyfa þínum ummælum að lifa Alli…

  …það er lágmark að geta stafsett hálFviti rétt þegar maður ætlar á annað borð að kalla einhvern hálfvita. 🙂

Þú ert velkominn aftur!

Benitez skammar Valencia útaf Milan