Benitez skammar Valencia útaf Milan

Athyglisverðir hlutir eru að gerast varðandi áhuga Valencia á Milan Baros. Rafa Benitez kom í dag fram í fjölmiðlum og hélt því fram að Valencia væru á [ólöglegan hátt að reyna að ná í Milan](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4424047.stm).

Juan Soler, forseti Valencia sagði nefnilega í útvarpsviðtali í vikunni: “”We are negotiating with the Czech (Baros) and with four or five players of the same quality.”

Þetta er náttúrulega kolólöglegt, enda Baros samningsbundinn Liverpool. Með þessum viðræðum meinar forsetinn væntanlega að hann hafi talað við umboðsmann Baros, en hann er nú ekki lítið yfirlýsinga- og viðræðuglaður. Það þarf þó ekki að þýða að nokkur áhugi sé hjá Baros við að skipta. Vel má vera að viðræðurnar séu einungis til að kanna hversu raunverulegur áhugi Valencia sé og hvort Milan sé tilbúinn að skipta. Við munum að svipað gerðist [síðasta sumar](http://www.kop.is/gamalt/2004/07/07/00.05.46/) þegar forsetaframbjóðandi hjá Real Madrid sagðist vera búinn að tryggja sér Baros.

En Benitez hefur AUÐVITAÐ ekki minnsta áhuga á að ræða við Valencia um einn mikilvægasta leikmanninn í dag þegar það eru gríðarlega margir mikilvægir leikir eftir af tímabilinu. Jafnvel þótt hann vildi selja Baros, þá myndi hann aldrei ljá máls á því núna, enda myndi það bara trufla gengi Baros restina af þessu tímabili. Þess vegna vill Rafa auðvitað slökkva allar sögur strax.

En spurningin er sú hvort Rafa hafi áhuga á að selja Baros í sumar. Ég nenni varla að fara útí þá umræðu, enda virðast menn skiptast í tvo hópa og litlar líkur á að menn skipti um skoðun þangað til að Baros skorar á miðvikudaginn gegn Juve 🙂

Það vita al

Djib spilar innan 10 daga!

Man City á morgun!