Tilkynning

Það hryggir mig mjög að þurfa að tilkynna þetta, en frá og með gærkvöldinu er Einar Örn hættur að skrifa inn á Liverpool-bloggið. Opinber ástæða væri sennilega af “persónulegum ástæðum”, en í sannleika sagt þá vorum við bara ekki sammála um nokkurn skapaðan hlut undir það síðasta.

Þannig að ég sit einn eftir og vantar einhvern með mér til að skrifa inn á þessa síðu. Býður einhver sig fram? Endilega, ef einhver hefur áhuga þá bara láta vita í ummælunum við þessa færslu. Ég er að leita að nýjum Liverpool-penna!

(upphitun fyrir leik helgarinnar kemur seinna í dag)

8 Comments

 1. Vil endilega hvetja Einar til að halda áfram að skrifa á síðuna. Skiptir það einhverju máli hvort þið eruð sammála um efni hennar? Er ekki bara sem best að hafa sem flestar skoðanir á hlutunum?
  Sem Liverpool aðdáandi þá er þessi síða helber snilld og þið félagarnir eigið mikið þakklæti fyrir að halda henni gangandi. Keep on the good work!

 2. Já svona endar þetta bara þegar Chelsea stuðningsmaður þykist skrifa sem Liverpool aðdáandi.

 3. Noh stórfréttir þann fyrsta apríl 😯

  Hvert á ég að mæta til að skrá mig sem pistlahöfundur :laugh:

 4. Trúði þessu eins og nýju neti!!! Sé svo efst í ummælum að það er fyrsti apríl……

  Ætlaði að reyna að bera klæði á vopnin með því að hrósa ykkur báðum í hástert og hvetja ykkur til að sættast………. 🙂

 5. Hehe, það féll einn fyrir þessu hér á ummælunum og svo fékk ég heil þrjú eMail þar sem ég var hvattur til að láta ekki deigan síga þótt Einar væri hættur.

  Væri gaman að vita hvort þú fékkst einhvern póst Einar? 🙂

Mun Cisse spila?

Carlos Alberto