Og nei nei, hann brennir af!

Ef að Höddi Magg segir: “Einhvern tímann hefði nú Michael Owen…. bla bla bla” einu sinni enn, þá brýt ég sjónvarpið.

Má Michael Owen ekki klikka á einu færi án þess að það þýði að ferill hann sé á niðurleið? Ég veit ekki hver ástæðan er, en mér þykir ennþá ferlega vænt um Michael Owen. Ég hélt að ég myndi snúast gegn honum eftir að hann fór til Real, en það hefur ekki gerst. Ef hann hins vegar ákveður að spila með öðru bresku liði, þá mun það fljótt gerast.

Annars talandi um þessa landsleiki, þá hafa nú tveir Liverpool menn skorað í vikunni. Milan Baros skoraði um helgina og Stevie G í kvöld. Gerrard er þá búinn að skora í tveimur af síðustu þremur leikjum sínum. Ég væri alveg til í að veðja nokkrum krónum um það að hann myndi skora á laugardaginn.

**Uppfært (Einar Örn)** Í kvöld þá fiskaði Milan Baros víti, lagði upp annað mark og skoraði það þriðja. [Ekki slæmt](http://fifaworldcup.yahoo.com/06/en/050330/7/3dsd.html). En gleymum því samt ekki að Milan Baros getur ekki neitt í fótbolta!

10 Comments

 1. Og alou diarra leikmaður LIVERPOOL var í byrjunarliði frakka í kvöld ! Getum við virkilega ekki notað svona menn ?

 2. Það er gott að sjá að þú sért að koma til Einar :laugh:….

  Þótt að Milan Baros sé á leiðinni að verða einn markahæsti maður Tékka, þá þýðir það ekki að hann geti gert eitthvað fyrir Liverpool… Það jákvæða við að hann standi sig vel í landsleikjum er að við getum selt hann fyrir meira pening. Nú er bara vona að Valencia taki upp veskið og borgi þessar 10m punda fyrir hann.

  Kv. Stjani (Get bara ekki sætt mig við Milan)

 3. Æji Höddi Magg er bara _______. (Fyllið inn í eyðuna það sem þið viljið)
  Annars vildi ég fá Michael Owen aftur til LFC. No questions asked!

  PS: Látum frekar Herra Benitez ráða hverja hann fær inn í staðinn fyrir að draga eitthvað “Houllier reject” (Diarra) til baka.

  PSS: Milan Baros út…Michael Owen inn!

 4. Eða það sögðu menn á ynwa foruminu að minnsta kosti, en kannski skokkaði hann um á vellinum í nokkrar mínútur eins og þarna segir.

 5. Djibril Cissé mætti og horfði á þennan leik sem um ræðir, enda meiddur og má ekki sparka í bolta strax. Eftir leikinn fór hann síðan niður á völlinn og tók þátt í myndatökum og slíku með veikum börnum, en þetta var styrktarleikur fyrir þau.

  Þannig kom þessi misskilningur upp. Það eru til myndir, sem ég nenni ekki að grafa upp núna, af Cissé á vellinum með Zidane og félögum … en þær voru teknar eftir að leik lauk.

  Og Höddi Magg er snillingur. Þið eruð að tala illa um Michael Owen okkar FH-inga, þannig að hafið ykkur bara hæga hérna inni! :biggrin:

There was something in the air that night…

Mun Cisse spila?