Enginn Liverpool bjór?

Ég hef rekist á nokkrar greinar að undanförnu um að sambandið milli Liverpool og Carlsberg, helsta styrktaraðila liðsins, fari versnandi. Independent halda því fram um helgina að [öllum líkindum muni Liverpool leita sér að nýjum styrktaraðila](http://sport.independent.co.uk/football/liverpool/story.jsp?story=623949) fyrir næsta tímabil.

Independent leggja þetta upp einsog það sé aðallega Carlsberg menn, sem eru ósáttir við gengi Liverpool og finnist því þeir ekki fá jafnmikið útúr samningnum og þeir áttu von á í upphafi. Þrátt fyrir að Liverpool sé vinsælasta enska liðið hér á Íslandi, þá þarf ekki að ferðast mikið um heiminn til að sjá að það er mun auðveldara að nálgast Arsenal og Manchester United treyjur í búðum erlendis.

Slakur árangur Liverpool að undanförnu hefur gert það að verkum að liðið er ekki jafn vinsælt og áður og á það helst við árangur í Meistaradeildinni, þar sem Liverpool hefur oft ekki komist inní keppnina.

Allt þetta gerir það að verkum að Liverpool getur ekki selt auglýsingar á búningana fyrir nálægt því sömu upphæðir og Man U og Arsenal. Carlsberg menn eru víst búnir að gefast upp og talið er að farsímafyrirtækið LG muni koma í staðinn. Ég man reyndar bara eftir Liverpool búningum með vörumerkjum, sem byrja á “C” (Crown Paints, Candy, Carlsberg), þannig að þetta yrði mikil breyting. Því gæti farið svo að strax á næsta tímabili myndu búningar Liverpool breytast.

Eitt gott við þetta er að margir hafa gagnrýnt Liverpool fyrir að hafa bjór auglýsingu og sumar mæður vilja ekki gefa börnunum sínum búninga með bjór auglýsingu. Það vandamál yrði úr sögunni ef að Carlsberg myndu hætta með Liverpool.

8 Comments

  1. Er það einhver skemmtileg hefð hjá ykkur félögum að skrifa alltaf manchester united með litlum stöfum? Ég held hreinlega að þetta hafi alltaf verið skrifað svona frá því ég byrjaði að lesa síðuna hjá ykkur! :laugh:

  2. Afsakið..Þetta er örugglega bara einhver villa í tölvunni hjá mér. Allavega sé ég núna að það kom líka með litlum stöfum, það sem ég skrifaði.

  3. Þetta gerist sjálfkrafa. Við stilltum það þannig að þegar stimplað er inn Man U, þá breytist það í Manchester United með litlum stöfum. 🙂

  4. Mér er svo nokk sama hvaða fyrirtæki styrkir okkur. Bara svo framarlega svo þeir eru gjafmildir á peninga :biggrin:

  5. Þetta var eitt af skilyrðunum sem ég setti fram við Einar við stofnun þessarar síðu, ellegar myndi ég ekki taka þátt. Ég vildi ekki þurfa að formatta nafn M.U. í hvert sinn sem ég skrifaði það.

    Að auki er þetta nú bara það minnsta sem maður getur gert. Á eftir punkti kemur stór stafur, á eftir kommu kemur lítill stafur, og Liverpool skal ætíð skrifað með stærra letri en Man U … einfaldlega spurning um reglur og hefðir. :tongue:

  6. Þetta eru góð og sjálfsögð skilyrði…

    Varðandi styrktaraðila fyrir LFC þá tel ég að það yrði ekkert alslæmt að skipta um á þessu tímapunkti…

    Var ávallt hrifinn af hugmyndinni að Coke yrði aðalsponsorinn
    Heima (rautt): Coke
    Úti (hvítt): Coke Light
    Annað (grænt): Sprite

  7. Hef heyrt því fleygt að CANDY séu að koma aftur sterkir inn. Það myndi náttúrulega bara þýða að ný gullöld væri á næsta leiti!

    p.s. ef carlsberg hætta að sponsora Liverpool þá mun ég hætta að drekk’ann :tongue:

  8. Ég hef heyrt að Carlsberg ætli að hætta að styrkja félagslið og einbeita sér að stórmótum. Ég hef líka ekkert á móti því að losna við þá. Liverpool hefur eki verið það sigursælt með þá á búningnum. En takk fyrir skemmtilegt blogg.

Carra

Nei, Le Tallec er ekkert meiddur!