Carra

car.jpgÞað er orðin hefð hjá okkur að benda á pistla frá Paul Tomkins og ætlum við ekki að breyta útaf því. Hér er sá nýjasti: [King Carra: Jamie Of All Trades, Master of One](http://www.redandwhitekop.com/article.php?id=913338).

Þarna fjallar Tomkins um það hvernig Jamie Carragher hefur breyst undanfarna mánuði í hugum margra Liverpool aðdáenda og sé nú orðinn uppáhald ansi margra. Ég hafði mjög lítið álit á Carragher og var alltaf hálf svekktur yfir því að Christian Ziege hefði verið haldið fyrir utan liðið vegna Carragher. Mér fannst taktíkin hjá Houllier alltaf vera sú að koma Carragher í liðið, sama í hvaða stöðu það væri.

En meiðslin hjá Carra á síðasta ári gerðu það að verkum að ég og ansi margir Liverpool aðdáendur áttuðum okkur á mikilvægi Carragher fyrir liðið. Svo í ár í miðverðinum hefur hann virkilega blómstrað. Við erum búnir að einblína ansi mikið á sóknina undanfarið vegna meiðsla þar, en það verður einnig gríðarlega athyglisvert hvern Benitez mun hafa með Carragher í vörninni á móti Bolton. Það er augljóst að Carra er orðinn maður númer 1 í vörninni og hefur hann tekið við því hlutverki af Sami Hyypia.

Núna er einungis spurning hver er með honum. Pellegrino og Carra hafa virkað tryggasta parið hjá okkur, allavegana ef dæma má af síðustu leikjum. Núna er Sami Hyypia orðinn alveg heill (spilaði m.a. landsleiki um helgina), svo ef Pellegrino verður áfram í liðinu þá eru það að mínu mati sterk skilaboð um það að Bentiez telji að Hyypia sé ekki nógu góður kostur í miðvarðarstöðunni. Það verður spennandi að fylgjast með. Já, nema þá að einn af þessum þremur fótbrotni. Allar svona pælingar hafa allavegana leyst sjálfar sig í vetur með því að einn eða fleiri leikmaður meiðist.

9 Comments

  1. Carra er maðurinn!!! Hann hefur einfaldlega allan pakkann, það er alveg yndislegt að sjá hvað hann er orðinn mikilvægur í þessu liði núna! Gérard Houllier sagði einhvern tímann í fyrra að af öllum í Liverpool-liðinu væri Michael Owen sennilega líklegastur til að verða góður framkvæmdarstjóri, en ég get ekki ímyndað mér að Carra yrði mikið verri.

    Ég veit allavega hvern ég myndi vilja sjá taka við stjórninni af Rafa eftir 10 ár … og 9 titla. :biggrin:

  2. >Allar svona pælingar hafa allavegana leyst sjálfar sig í vetur með því að einn eða fleiri leikmaður meiðist

    Uss, ekki jinxa þetta meira 😯 7.9.13 :laugh:

  3. Liðið á móti Bolton:

    Dudek

    Finnan – Hyypia – Pello – Riise

    CARRA

    Nunez – Biscan – Gerrard – Garcia

    Smicer

    Topplið, að senter undanskildum…..eruð þið með betri hugmynd um senter??!!!!
    Það er einnig möguleiki á að Traore verði heill, þá færi hann í LB, Riise á LW og Garcia fram.
    Þessi leikaðferð verður a.m.k. notuð.

  4. Hvað á Carra að vera? Fimmti varnarmaðurinn eða fimmti miðjumaðurinn?

    Ég myndi spila einsog [Kristján lagði til](http://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/03/27/12.57.27/).

    Ef Traore er ekki heill, þá myndi Hyypia koma inní miðja vörn og Carra fara í bakvörðinn.

    Það er eins gott að Smicer standi sig núna. Hann á það skilið, við erum búin að borga honum laun í mörg ár og höfum lítið fengið tilbaka.

  5. Mikið rosalega held ég að García, Smicer, Núnez eða hverjir sem það verða sem spila frammi á móti Bolton eigi eftir að koma okkur öllum á óvart!

    Þeir verða allir alveg brjálaðir í að sanna sig og skora mörk. Við vitum nú þegar að García getur skorað mörk og Núnez hefur nú ekki verið langt frá því í all mörg skipti í vetur…og Smicer hann hefur leynda hæfileika til þess að taka menn á og annað slíkt, þó ég hafi reyndar sterka tilfinningu fyrir að hann eigi eftir að skora með skalla eftir fyrirgjöf frá Núnez!

    Ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik…Maður verður að reyna að líta á björtu hliðarnar! :biggrin:

  6. Carra á að vera djúpur miðjumaður (kemur úti vinstra megin þegar síðan er uppfærð!!!)

    Með þessu er liðið mjög öflugt varnarlega….það öflugt að Bolton skorar ekki….og svo er bara að treysta á að sóknarmiðjumennirnir okkar verði í “rétta gírnum”!!!

  7. Carra á að vera djúpur miðjumaður (kemur úti hægra megin þegar síðan er uppfærð!!!)

    Með þessu er liðið mjög öflugt varnarlega?.það öflugt að Bolton skorar ekki?.og svo er bara að treysta á að sóknarmiðjumennirnir okkar verði í ?rétta gírnum?!!!

Garica spilar fyrir landsliðið + slúður

Enginn Liverpool bjór?