Le Tallec: meiddur!

ATH: Framherji óskast!!!

Þetta er náttúrulega orðið fáránlegt: Nú er Anthony Le Tallec líka meiddur, maðurinn sem margir héldu að myndi leiða línuna í næsta leik!

Ég veit ekki hvað er til ráða … á liðið kannski bara að gefast upp? Leggja árar í bát og biðja sér vægðar? Nú er enginn framherji eftir í liðinu, það næsta sem við komumst að eiga framherja eru García og Smicer.

Hvernig verður liðið þá eftir 6 daga, gegn Bolton??? Ég ætla að giska á…

Dudek

Finnan – Carra – Pelle – Traoré

Núnez – Gerrard – Biscan – Riise

García – Smicer

…nema hvað, ég er skíthræddur við að láta tvo miðjumenn spila frammi! Þetta er náttúrulega ótrúlegt.

Já, Le Tallec reif vöðva og verður frá í sex vikur, eða þangað til í maí! Hvað gerðum við af okkur í fyrra lífi???

3 Comments

  1. SHIT. En hérna strákar er þetta ekki bara í þjálfunaraðferðum okkar manna eða?!? Það hlýtur að vera! Þetta er ekkert eðlilegt…. Þurfum við að hringja í Mark Walters, Ronny Rosenthal og Istvan Kozma og fá þá aftur eða? :biggrin:

    En svona án gríns á maður ekki að skrifa þetta á þjálfarateymi Liverpool?

  2. ÉG TRÚI ÞESSU EKKI!!!

    Eða jú, ég trúi þessu alveg. Alveg einsog ég myndi ekki einu sinni kippa mér upp við það að Gerrard myndi fótbrotna og Luis Garcia togna á nára á miðvikudaginn. Ég myndi verða hoppandi vitlaus, en það myndi ekki koma mér á óvart.

    Varðandi þjálfunina, þá hlýtur Benitez að skoða þau mál mjööög alvarlega. En ég efast að til dæmis Chelsea sé með svo miklu fullkomnari þjálfunaraðferðir og það sé ástæðan fyrir að þeim vanti bara tvo menn, en okkur 11. 90% af þessu er bara óheppni. Stundum getur maður sjálfur spilað 20 leiki í röð án þess að neitt gerist, en svo meiðist maður tvo leiki í röð. Þetta er að miklum hluta til óheppni.

    Bolton er ekki með einn einasta [meidda leikmann](http://www.physioroom.com/news/table_current.shtml). Það er magnað!

  3. ekki einu sinni ég gæti spilað gegn Bolton vegna meiðsla, a.m.k. er það mjög tæpt 🙁 það hljóta að vera einhverjir yfirnáttúrulegir galdrar á liðinu, bara spurning hvað gerist ef Baros meiðist fyrir Juve-leikinn, þá mun ég labba til Akureyrar án djóks 😡

Gerrard ætlar ekki að fara neitt!

Garica spilar fyrir landsliðið + slúður