Garica spilar fyrir landsliðið + slúður

Jæja, smá góðar fréttir í tilefni páskanna. Landsliðsþjálfari Spánar er greinilega ósammála mörgum lesendum þessarar síðu því Luis Garcia kom inná sem varamaður í gær í [vináttuleik](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N148284050327-1311.htm).

Þetta þýðir tvennt. Í fyrsta lagi var þetta fyrsti landsleikur Garcia og hann var víst nálægt því að skora mark. Svo þýðir þetta líka að hann er orðinn heill af meiðslunum, sem hrjáðu hann gegn Everton. Það er nokkuð ljóst að Luis Garcia verður einn allra mikilvægasti leikmaðurinn okkar á næstu vikum því það er nokkurn veginn undir honum komið að halda sóknarleiknum okkar uppi í næstu leikjum.

Dudek, Hyypia, Baros (sem skoraði mark!), Gerrard, Carson, Welsh og Finnan spiluðu einnig landsleiki í gær.


Já, og svo smá óábyrgt slúður í tilefni páskanna. Ítölsk blöð halda því fram að [Liverpool eigi í viðræðum við Inter](http://www.goal.com/NewsDetail.aspx?idNews=53677&progr=0) til að fá Christian Vieri til Liverpool. Vieri hefur fallið í skuggan af Adriano í ár og hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Inter. Vieri er 32 ára gamall. Það er alveg ljóst að ef við eigum að trúa þessu þá mun Milan Baros fara, því það verður að teljast ólíklegt að Benitez losi sig við Morientes, Cisse eða Pongolle.


Einnig er Harry Kewell orðaður við sölu frá liðinu í sumar. Í síðustu viku orðuðu [Mirror hann við](http://www.sundaymirror.co.uk/sport/tm_objectid=15313097%26method=full%26siteid=106694%26headline=kewell%2ds%2da%2dtarget%2dfor%2dspurs-name_page.html) Tottenham, Southampton og Man City og í þessari viku þá orðar sama blað hann við [Bayern Munchen](http://www.mirror.co.uk/sport/sporttop/tm_objectid=15335030%26method=full%26siteid=50143%26headline=herr%2dy%2dkewell-name_page.html).

Þrátt fyrir að Kewell hafi verið verulega slappur í ár, þá væri sumarið HRÆÐILEGUR tími til að selja hann, því hann myndi pottþétt fara fyrir lítinn pening. Að mínu mati verðum við að gefa Kewell tækifæri annan vetur. Þessi vetur er búinn að vera grín, því hann hefur verið meiddur nánast allt tímabilið. Hann hlýtur að vera æstur í að sýna hvað í sér býr fyrir uppáhaldsliðið sitt! Ég hreinlega trúi ekki öðru.

Ein athugasemd

 1. Nei nei nei ekki selja Kewell í sumar…
  Nei nei nei ekki kaupa Vieri í sumar…

  Við þurfum að kaupa eitthvað af ungum og efnilegum leikmönnum til að styrkja hópinn en hins vegar er einnig ljóst að við þurfum að kaupa heimsklassa:
  Markmann!
  Varnarmann!
  Miðjumann!
  Kantmenn (fleirtala)
  en sóknarmenn vantar okkur ekki nema að við seljum Baros (sem ég vona að gerist ekki).

Le Tallec: meiddur!

Carra