Anders Frisk og Chelsea

Þetta snýst náttúrulega ekkert um Liverpool, en það er bara svo lítið að frétta af því liði. Langaði aðeins að fjalla um annað mál:

Atburðarrás síðustu daga í [máli Anders Frisk](http://footballmsn.skysports.com/list.asp?hlid=262255&CPID=5&CLID=&lid=2&title=Frisk:+Blues+fans+forced+me+out&channel=Football_Home):

* Anders Frisk tekur í höndina á Jose Morinho fyrir leik Barcelona og Chelsea á Nou Camp. Hann gleymir hins vegar að taka í höndina á Frank Rijkaard.
* Í hálfleik tekur Frisk í höndina á Rijkaard.
* Í seinni hálfleik yfirspila Barcelona Chelsea menn
* Frisk gefur Didier Drogba rautt spjald, sem sumir vilja meina að sé *strangur* dómur, en enginn dómari hefur haldið fram að sé rangur dómur
* Chelsea tapar og Morinho fer í fýlu. Hann krefst þess að fá Collina sem dómarar í næsta leik.
* Í stað þess að ræða leik sinna manna, eyðir Mourinho öllum sínum tíma í að kenna dómaranum um niðurstöðu leiksins, þrátt fyrir að Barcelona hafi átt 30 fleiri skot að marki Chelsea.
* Vælið í Mourinho heldur áfram í viku
* Collina er settur sem dómari í seinni leiknum
* Í seinni leiknum skorar Chelsea kolólöglegt sigurmark, en Mourinho minnist ekkert á að dómarinn hafi bjargað deginum í seinni leiknum.
* Chelsea aðdáendur um allan heim senda tuga hótunarbréfa heim til Anders Frisk í kjölfar fyrri leiksins.
* Frisk, einn besti dómari í heimi, hættir dómgæslu og lýsir því yfir að það sé vegna [hótana frá Chelsea aðdáendum](http://footballmsn.skysports.com/list.asp?hlid=262255&CPID=5&CLID=&lid=2&title=Frisk:+Blues+fans+forced+me+out&channel=Football_Home)

Ætli Mourinho sé sáttur núna?

15 Comments

 1. Eitt orð: skandall!

  UEFA hreinlega geta ekki látið þetta viðgangast, þeir hljóta að skarast í leikinn og fá Frisk til að halda áfram – og um leið fokking sekta Mourinho fyrir hálfvitalega framkomu og einstaka tapsárni í kjölfar fyrri leiksins.

  Finnst jafnframt að Mourinho ætti – auk sektarinnar – að biðja Frank Rijkaard afsökunar. EN það gerist sennilega aldrei.

 2. Er þetta ekki fullmikil einföldun að kenna Mourinho um þetta. Þó ég sé nú ekki mesti aðdáandi hans.(fullmikill vælukjói)

  Skil reyndar ekki allt þetta væl í honum eftir þennan leik þar sem Barca voru klárlega mörgum klössum ofar en hans lið. Og nóg vældi hann í byrjun tímabils þegar minni liðin á Englandi pökkuðu í vörn á móti honum. En svo gerir hann það sama. Það er hægt að líkja því við að mínir menn (Juventus) væru að væla yfir því að menn pökkuðu í vörn á móti þeim þegar það er akkúrat það sama og þeir gera.

  Wenger og Ferguson hafa nú kvartað mjög oft yfir dómurum ef þeir tapa leikjum. Ekki hætta dómararnir þá. Veit ekki betur en að dómarinn (held það hafi verið Urs Meier) sem dæmdi England-Portúgal síðasta sumar hafi fengið helvíti margar dauða hótanir.

 3. Fullkominn hneisa…..

  Hörmungas vitleysa er þetta bara…. 😡

  Það er alveg sama hvað kemur úr herbúðum rússherjana þessa dagana, hvort sem það er frá þjálfara, áhangendum eða leikmönnum þeir komast upp með bullið endalaust…….

  Hver grefillinn er að gerast hjá UFEA og FA????

  Mér finnst það líka alveg út í bláinn að ef múrínó hefur beðið um Collina fyrir seinni leikinn að láta hann þá fá þann dómara…….
  Það nær bara ekki nokkuri átt. Það var strax búið að eyðileggja trúverðugleika Collina fyrir seinni leikinn með svona heimtufrekju…..

 4. Alveg fáránlegt og það verður mikill sjónarsviptir af þessum frábæra dómara! Ekki eru þeir nú nógu margir fyrir í þessum klassa.

  Maður er gjörsamlega búinn að fá ógeð á þessu fo*** chelskí olíufélagi! 😡

 5. Enn heldur Chelsea – vaelid afram 🙂

  Erudi skotnir i Mourinho eda? 😉

 6. Já, og enn svarar þú á gríðarlega málefnalegan hátt.

  Þið verðið einfaldlega að þola að vera í sviðsljósinu og þegar að liðið hagar sér svona ósæmilega, þá er eðlilegt að það sé gagnrýnt. Ef sama myndi gerast hjá Man U og Arsenal, þá máttu trúa því að við myndum gagnrýna það á sama hátt.

 7. Ekki tel ég að umræðan sem hér fer fram muni fá Anders Frisk (einn skásta dómara þessa heims í dag) til að breyta ákvörðun sinni en þið eruð með góða punkta þarna. Afhverju er ekki sagt neitt við því að Collina dæmi seinni leikinn AÐ ÓSK Mourinho?? Jú, Frank Ríkharðs, þjálfari Barcelona, er bara ekki í pollagallaleik eins og Mourinho. Það sýnir bara þroska að vera ekki að eltast við hluti sem í raun gerast á fótboltavellinum.
  Svona er boltinn bara orðinn í dag og gerir hann hundleiðinlegan fyrir vikið. Ef ekki verður tekið á svona kjaftæði (hatursbréf til dómara sem dæma illa, tapsárum þjálfurum, kynþáttarhatri etc etc etc etc) þá fer þessi fótbolti til helvítis rétt eins og hann er að stefna í. Peningarnir eru orðnir svo miklir að það í raun er gert allt til að blása allt upp í dag og helst á neikvæðan hátt. Því miður.

  PS: Það þýðir ekkert að segja neitt við þessu commenti mínu því ég hef rétt fyrir mér :biggrin:

 8. Sælir

  Það er alveg rétt að margt mætti betur fara sem snýr að famkomu Chelsea. Vonandi bregðast forystu menn í fótboltaheiminum stax við þessu, annars mun þetta enda með ósköpum.

  Spurninginn er bara hvort mafíu/olíu peningar séu í umferð á æðstu stöðum. Gæti verið búið múta þessum herramönnum? slíkt þekkist nú víða.

  Munum bara: “what comes around goes around” því miður fyrir Chelsea.

  En snúum okkur að jákvæðum og uppbyggjandi fréttum:

  Ég brosti út að eyrum þegar ég las að Alanso væri á leiðinni til baka. Hugsanlega 2 vikur í að hann geti byrjað að æfa á fullu. Jibbí! 🙂

  Fleiri jákvæðar fréttir takk. Þær eru mikli skemmtilegri.

  Kveðja
  Krizzi

 9. Eg vona ad tetta verdi ekki til tess ad mer verdi hent ut

  🙂

  http://www.b2.is/?sida=tengill&id=96816

  Veit ekki hvort tessi mynd er folsud, en ef svo er ekki, ta ma “cancel”-a ut tessari athugasemd ykkar :

  “Í seinni leiknum skorar Chelsea kolólöglegt sigurmark, en Mourinho minnist ekkert á að dómarinn hafi bjargað deginum í seinni leiknum.”

  Tek tad einnig fram ad eg er ekki Chelsea-madur ef tid haldid tad og mer fannst Einar Orn vera yja ad :

  Já, og enn svarar þú á gríðarlega málefnalegan hátt.

  Þið verðið einfaldlega að þola að vera í sviðsljósinu og þegar að liðið hagar sér svona ósæmilega, þá er eðlilegt að það sé gagnrýnt.

  Bless bless
  🙂

 10. Ég er kannski sljór, en ég sé ekki alveg hvað þessi mynd hefur með sigurmark Chelsea að gera. Hvort sigurmark Barcelona var löglegt eða ekki er ekki spurningin, enda kvartaði Moro nóg yfir því. En hann kvartar náttúrulega ekki þegar úrslit og ákvarðanir falla honum í hag.

 11. Sammála Daði, ég skil ekki hvað Kallinn er að fara.

  Markið hans John Terry, sem var sigurmark Chelsea, er kolólöglegt vegna þess að Carvalho hélt niðri Vazquez, markmanni Chelsea.

  Þessi mynd, sem þú sendir inn, hefur ekkert með það mark að gera.

 12. “Í seinni leiknum skorar Chelsea kolólöglegt sigurmark, en Mourinho minnist ekkert á að dómarinn hafi bjargað deginum í seinni leiknum.”

  “Cancel”-ar tetta ekki ut hvort annad? Tvo kolologleg mork? Af hverju minnist tid bara a Chelsea-markid?

  Annars er eg personulega hlynntur myndavelum og ollu tvi tengt, til ad taka ut vafaatridi, saudi t.d. “markid” hja Chievo i gaer a moti Juve?

 13. Ég skil hvað þú ert að benda á Kallinn, en að mínu mati liggur munurinn í því að í Chelsea-markinu hefur aðilinn sem er brotlegur (Carvalho) bein áhrif á getu markvarðarins til að stöðva skallann, þar sem hann rífur í hann.

  Í Barcelona-markinu hins vegar, þótt Börsungurinn hafi verið fyrir innan, hefur brotlegi aðilinn ekki bein áhrif á markið. Cech hefði að mínu mati aldrei varið þetta skot, hvort sem það voru 50 menn að skyggja sýn hans eða enginn. En auðvitað er það alltaf matsatriði dómarans hvað hefur áhrif á leikinn og hvað ekki.

  Hins vegar tel ég ólöglega sigurmark Chelsea vera minnsta skandalinn í þessari umræðu, þar sem það var nær ógjörningur fyrir dómarann að sjá þetta brot. Carvalho var mjög lúmskur og það var ekki fyrr en í annarri eða þriðju endursýningu að ég fattaði að það var brotið á Victor Valdes. Dómarar sjá því miður ekki allt og því stóð markið.

  Enda tapaðist þessi leikur að mínu mati ekki á sigurmarkinu. Barcelona töpuðu þessu þegar þeir fengu á sig 3 mörk á 20 mínútum … lið sem gerir sig sekt um slíka varnarvinnu á ekki skilið að slá lið eins og Chelsea út, því hef ég ekkert út á úrslit leiksins að setja.

  En ég er samt með það á hreinu að framkoma Mourinho fyrir, á meðan og eftir þennan leik er ekki aðeins vítaverð fyrir sínar eigin sakir, heldur gaf hann MJÖÖÖG slæmt fordæmi fyrir aðdáendur Chelsea, sem svöruðu kallinu með hótunum til Frisk, með fyrrnefndum afleiðingum.

  Samt eru Chelsea-menn ekkert einir um hótanir. Við munum enn eftir því þegar Liverpool-aðdáendur, nokkrir óprúttnir aðilar, hótuðu Gérard Houllier lífláti hvað eftir annað ef hann ekki segði af sér. Því miður þá er það bara staðreynd í dag að hótanir eru orðnar allt of algengur hluti af leiknum og það hreinlega verður að gera eitthvað til að stöðva þessa hættulegu þróun!

  …og auðvitað á að sekta Mourinho, hann á að vita betur en að hegða sér svona.

Einar Örn í útvarpinu (uppfært)

Leikmannakaup