Kevin Keegan hættur hjá Man City

Fyrir einu ári þá hefði hjartað í manni tekið kipp við þessar fréttir: [Keegan ends his reign at Man City](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/m/man_city/4338665.stm).

Kevin Keegan, einn allra besti leikmaður Liverpool er semsagt hættur að þjálfa. Þegar ég var í versta Houllier þunglyndinu þá talaði ég um að Kevin Keegan væri [óskaþjálfarinn minn fyrir Liverpool](http://www.kop.is/gamalt/2003/10/21/05.35.20/index.php).

Síðan þá hefur margt breyst og í dag er ég auðvitað fegin því að Liverpool réðu Rafa Benitez í staðinn fyrir Alan Curbishley, Martine O’Neill eða Kevin Keegan

Leverkusen 1 – Liverpool 3!

Næsta umferð