Rafa á pöbbarölti

000649C7-E67C-122E-B03380BFB6FA0000.jpgÞetta er þjálfarinn okkar, Rafa Benitez [á írskum pöbb í Leverkusen í gærkvöldi](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15274890%26method=full%26siteid=50061%26headline=all%2dright%2drafa%2d%2d%2dit%2ds%2dyour%2dround%2dso%2dget%2dthe%2dbeers%2din-name_page.html).

Rafa vantaði stað til að horfa á Barcelona-Chelsea þegar hann sá þennan írska pöbb, sem var uppfullur af Liverpool stuðningsmönnum sem höfðu verið að syngja nafn hans allan daginn.

Hann ákvað að kíkja inn, horfði á leikinn, tók í höndina á öllum og lét taka myndir af sér með stuðningsmönnunum. Ef þetta kemur ekki okkur Liverpool mönnum í stuð fyrir kvöldið, þá er eitthvað mikið að.

Annars eru þeir alltaf jafn erfiðir þessir leikdagar. Núna eru bara 5 tímar í leik og ég er orðinn veeeeeerulega spenntur. Man U dottnir út og því höfum við tækifæri til að monta okkur af einhverju þetta tímabil. Við verðum að vinna þetta!!

**Áfram Liverpool** 🙂

3 Comments

  1. Þetta er einhver mesta snilld sem ég hef heyrt lengi lengi… fær mig til að brosa eins og froskur… viva Rafa :biggrin:

  2. Hehe… þetta er ógeðslega flott mynd af kallinum! Hann lítur út eins og versta bulla, steytandi hnefanum framan í aðra aðdáendur (eflaust verið að syngja einhvern LFC-slagarann þegar þarna er komið sögu)…

    Rafa Benítez = maður fólksins. You heard it here first!

Leverkusen á morgun!

Leverkusen 1 – Liverpool 3!