Blackburn (uppfært!)

Kæru Blackburn leikmenn,

Viljiði vinsamlegast [vinna Everton í dag](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/e/everton/live_text/default.stm), svo að við getum enn haldið í þá veiku von að þriðjudags- og miðvikudagskvöld næsta vetur verði ánægjuleg fyrir okkur Liverpool aðdáendur.

Kveðja,

Einar Örn


Viðbót (Kristján Atli): Ég veit ekki með ykkur hina Púllarana, en ég sit núna límdur við skjáinn og ætla að horfa á þennan leik af mikilli athygli. Gæti jafnvel laumað inn smá hugleiðingar um þennan leik í kvöld … mér finnst ég verða að horfa á þetta, ekki bara til að styðja Blackburn heldur einnig til að meta þetta Everton-lið. Eru þeir virkilega með nógu gott lið til að geta staðið sig í Meistaradeildinni á næsta ári, eða munu þeir hrynja út í forkeppninni strax næsta ágúst?

Sjáum til. Áfram Blackburn.

22 Comments

 1. Bara hafa það á hreinu að markið hans Stead var mér að þakka, ég var rétt að klára að úthúða honum fyrir að vera slappur sóknarmaður þegar hann skoraði.
  Takk fyrir takk fyrir.

 2. Ljós í myrkrinunu………….. mikið er ég ánægður með að Everton tapaði……. 🙂

  Hvernig ætli okkur gangi með þetta Blackburn lið?
  :confused:

 3. Núna er bara að standa samn og taka þetta á lokasprettinum, við fáum ekki endalaus tækifæri. 🙂

 4. Mér fannst þið félagar nú vera ansi hreint fljótir að afskrifa 4 sætið. Ef horft er í þessa leiki sem eftir eru, þá tel ég möguleika okkar bara nokkuð góða. Everton á klárlega mun erfiðara prógram eftir, við eigum mikið af heimaleikjum og það vita allir að lið Liverpool á heimavelli og lið Liverpool á útivelli, eru bara tvö gjörólík lið.

  Þetta ræðst mikið til á innbyrðis leik þessara liða. Ég tel að það lið sem sigrar þann leik muni enda í fjórða sæti í deildinni.

 5. Ég afskrifaði okkur í gær byggt á þeirri trú minni að Everton myndu ná a.m.k. jafntefli í dag. En úr því að þeir töpuðu líka þá er þetta ennþá opið…

  …hins vegar skal það alveg haft á hreinu, Steini, að Everton eru enn miklu, miklu líklegri en við til að ná 4. sætinu. Þeir eiga kannski erfiðari leiki eftir, en við þurfum að vinna upp átta helvítis stig. Og til þess að vinna upp 8 stig nægir ekki bara að vinna heimaleikina. Við verðum að vinna útileikina líka!

  Þannig að tap þeirra bláu í dag heldur lífi í voninni fyrir okkur … en ég er enn svartsýnn á þetta.

 6. Ok, en það sem hefur gert mig bjartsýnann á framhaldið í þessari baráttu er það að við höfum nánast undantekningalaust verið að spila afar vel á heimavelli. Í þau skipti sem við höfum ekki unnið þar, hefur verið um algjör slys að ræða.

  Það er auðvelt að tala um þessi 8 stig sem okkur vantar á að ná Everton. Eeeen…

  Þann 15. mars kemur lið Blackburn í heimsókn á ANFIELD. Ef við vinnum þann leik, þá er munurinn á liðunum kominn í 5 stig, því þetta er leikurinn sem við eigum inni á Everton.

  Svo þann 20. mars kemur svo lykilleikurinn. Þann leik verðum við bara að vinna, ekkert flóknara. Þá leikum við á ANFIELD við Everton. Ef það hefst að sigra þann leik, þá eru heil TVÖ STIG á milli liðanna.

  Þá hafa liðin spilað jafn marga leiki og Liverpool á eftir Arsenal á útivelli, en Everton á eftir að spila við Arsenal, Man.Utd og Newcastle.

  Þó svo að Everton hefðu unnið í dag, þá skil ég ekki af hverju menn afskrifa þetta. En Blackburn vann og því er ég nú bara assgoti bjartsýnn á framhaldið.

  Spili liðið áfram eins og það hefur verið að gera á heimavelli, þá tel ég að við náum þessu fjórða sæti, engin spurning.

 7. Við getum allavegana bókað það að ef Liverpool spilar áfram einsog þeir spiluðu í gær, þá fara Everton eða Middlesboro í Meistaradeildina. :confused:

 8. Það gæti vel verið að Everton komist í meistaradeildina, en er ég sá eini hérna sem er ekki að sjá Everton – AC Milan eða Everton – Real Madrid fyrir mér á Goodison Park? Bara smá pæling.

 9. Pointið mitt Einar er að Liverpool hefur ekki verið að spila svona á heimavelli.

  Everton eru núna búnir að tapa þremur heimaleikjum í röð og Boro er ekki á neinu skriði heldur. Ég tel okkur því eiga fínan séns.

 10. Jamm, ég náði point-inu. Ég er bara ekki sammála.

  Við höfum spilað 12 leiki á þessu ári:

  **Heima**
  Leverkusen
  Man United
  Watford

  **Úti**
  Newcastle
  Birmingham
  Fulham
  Charlton
  Watford
  Southampton
  Burnley
  Norwich

  **Cardiff**
  Chelsea

  Þetta eru tólf leikir.

  Af þessum tólf leikjum höfum við spilað vel í eftirfarandi leikjum: Leverkusen og Charlton. Í hinum leikjunum höfum við spilað sæmilega, illa, mjög illa og hræðilega.

  2 leikir af tólf höfum við spilað vel. TVEIR AF TÓLF. Við höfum spilað fjórum sinnum á Anfield á árinu. Af þeim leikjum höfum við spilað vel einu sinni, gegn Leverkusen. Það er mikil einföldun á gengi okkar að segja að við spilum vel á heimavelli en illa á útivelli. Við leikum einfaldlega illa alls staðar. Svo einfalt er það.

 11. Steini – síðast þegar við áttum “leik til góða” á Anfield kostaði Dudek okkur 2 stig á síðustu sekúndunum gegn Portsmouth.

  Ástæða þess að maður er ekki jafn bjartsýnn og þú, þótt þessir mikilvægu næstu leikir séu Á ANFIELD, er sú að við höfum áður átt “leik til góða” og klúðrað því.

  Og eins og Blackburn spiluðu á Goodison í dag? Það er nákvæmlega ekkert víst að við náum að sigra það lið næstu helgi.

  En auðvitað vonar maður. Þetta er jú Anfield og allt það … en þangað til við erum búnir að leggja Blackburn ætla ég ekki að leyfa mér að hlakka til “úrslitaleiksins” gegn Everton.

  Pæli ekki einu sinni í þeim leik fyrr en við erum búnir að vinna Blackburn, ef við vinnum þá.

 12. Já, þetta var gert á örstuttum tíma, þannig að ég gerði tvö mistök. Breytir samt ekki point-inu. Við erum ekki að spila vel. Punktur.

 13. Við verðum þá bara sammála um að vera ósammála. Mér finnst alveg gríðarlega stór munur á liðinu á heimavelli og útivelli. Kannski eru þau gleraugu sem ég nota svona skrítin (kannski ástæða fyrir mig að byrja að nota gleraugu :laugh:). Við höfum spilað fimm sinnum á heimavelli:

  Chelsea – Spiluðum virkilega vel í þessum leik, um það eru flestir sammála.

  Man.Utd. – Persónulega fannst mér við spila bara all vel í þessum leik, en úrslitin ekki eftir því.

  Watford – sigur, en sammála því, dapur leikur.

  Fulham – Vorum mjög aggressívir og mér fannst liðið vera langt frá því að spila illa. Vorum að sundurspila þá lengi vel.

  Leverkusen – Spiluðum mjög vel.

  Að mínum dómi höfum við bara einu sinni spilað illa á heimavelli og það var gegn Portsmouth, en þó við höfum ekki spilað vel þar, þá glutruðum við þeim leik niður fyrir algjöran klaufaskap á síðustu sekúndum leiksins.

  Kristján, ég var ekki að tala um að neinn leikur væri unninn fyrirfram. Það er heldur enginn leikur tapaður fyrirfram. Ég tel okkur vera í fullum séns í þessu. Ég nenni heldur ekki að tapa mér í eitthvað svartsýniskast þegar möguleikarnir eru fyrir hendi. Ég hef fulla trú á að við klárum Blackburn á heimavelli eftir rúma viku. Ef það gengur eftir, þá lítur dæmið bara alls ekki illa út.

  Ég ætla mér allavega að halda áfram að vera bjartsýnn á framhaldið. Fyrirfram var þetta mjög erfitt að fara upp til Newcastle. Gríðarlega erfiður útivöllur og bjóst ég ekki við nema í mesta lagi stigi þar. Ég bjóst reyndar við sigri Everton í dag á Blackburn, en þar fengum við óvæntan glaðning.

  Þetta er fljótt að gerast, og það er nú ekki eins og að Everton og Boro séu nú á einhverri geðveikri siglingu þessa dagana frekar en við. Þetta gæti ráðist á því hvert liðanna verður “minnst lélegt” :biggrin:

  Nando, Harry, Djimi, Didi og Dudek ættu að vera orðnir klárir fyrir næsta leik í deildinni. Ég mun allavega vera á áhorfendapöllunum og öskra mig hásann á næstu 2-3 leikjum á Anfield og hef þá trú á að staðan gæti verið orðin mun svo vænlegri eftir þá.

  YNWA

 14. Steini, við skulum bara semja hér og nú. Ef þú hefur rétt fyrir þér þá skal ég ánægður hringja í þig og leyfa þér að monta þig eins lengi og þú vilt… :biggrin:

 15. Ef mið er tekið af frammistöðu Everton og LFC um helgina þá fer hvorugt þeirra í undankeppni CL. Það er alveg hrikalega lélegt að sjá að deildin er bara 3 lið sem geta eitthvað og er himinn og haf þar á milli.

 16. he he, Kristján minn. Það er óþarfi að hringja, við verðum saman að fagna á Players í lok tímabils ef mín bjartsýni gengur upp :biggrin:

  En Eiki, heldur þú jafnvel að England missi 4 liðið vegna þess að ekkert lið kemst í fjórða sætið, að það verði hreinlega autt :laugh:

  Ekki eru Boro nú að springa út heldur. Man.Utd náði svo stórmeistarajafntefli gegn Palace, þannig að það virðast fleiri lið geta dottið niður á plan meðalmennskunnar.

  Nú er bara að rífa sig upp á rasshárunum og tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar og nýta svo það sjálfstraust sem kemur með því til að klára það verk sem við þurfum að klára í deildinni.

  Einn sem er ennþá í bjartsýniskasti.

 17. Þessi leikur gegn Everton verður vart úrslitaleikur ef förum að fá Bolton, Charlton og Boro upp að hlið okkar eða upp fyrir okkur. Það verður að segjast eins og er að þrátt fyrir þá staðreynd að liðið sé að reyna að fóta sig undir stjórn Rafa, þá tel ég að það hjálpi okkur ekki að missa þessa fáu lykilmenn sem við höfum.

  Ef við náum sæmilegri summu í kassann fyrir þá 9-12 leikmenn sem hægt er að losa sig við, þá gætum við jafnvel keypt 5-6 í viðbót fyrir utan bosman regluna og jafnvel tekið næsta tímabil í að byggja ofan á það sem við höfum og verið öruggir með 4.sætið þá.

  Ég ætla ekki einu sinni að fara út í umræðuna um “Dr Jekyll & Mr. Hyde” umræðuna….a.k.a heimavöllur vs útivöllur því þetta lið hefur splað mun oftar illa á útivelli en á heimavelli.

  Ég er í raun EKKI bjartsýnn fyrir hönd neins af þeim ensku liðum sem hlaupa út á knattspyrnuvellina í CL í þessari viku. Ljótt að segja það en ég tel að við dettum út eingöngu af þeirri staðreynd að við höfum hreinlega ekki mannskapinn í að skjóta á markið (sbr. newcastle-leikurinn) eða svo virðist vera. Spurning hvort það verði varnarsinnað 4-5-1 lið sem Rafa sendir á Leverkusen eða hvort það verði sprækt 4-5-1 lið sem mætir tilbúið í skyndisóknir. Ég tel að Arsenal eða Chelsea verði eina liðið sem fari áfram

Tölfræði dagsins

Hversu mikið söknum við Xabi Alonso?