CARSON BYRJAR!

Liðið gegn Newcastle er komið. Ekki nokkrum manni gæti hafa tekist að spá þessu liði fyrir leikinn

CARSON

Finnan – Hyypia – Pellgrino – Carra

García – Gerrard – Biscan – Riise

Baros – Smicer

Bekkur: Dudek, Le Tallec, Nunez, Warnock, Welsh.

Ja hérna, þetta verður fróðlegt. Hyypia og Pellegrino í miðri vörninni, Biscan á miðjunni, Carra í bakverðinum og tékkarnir tveir í framlínunni. Ja hérna. En þetta virkar sókndjarft lið. Morientes og Hamann eru ekki í hópnum, sem er gríðarlega athyglisvert.

Áfram Liverpool. Við verðum að vinna þennan helv. leik! 🙂

6 Comments

 1. Hehe jú Einar ætlaði sér sem sagt að setja Hyypiä í miðja vörnina með Pellegrino. Þegar maður er orðinn svona líka vanur að skrifa bara Finnan Carra Hyypiä Traoré er erfitt að breyta útaf þeim vana 😉

  En ég spáði fyrir um tvo hluti í upphituninni minni: byrjunarliðið og lokatölur. Ég vona innilega að ég hafi jafn svakalega rangt fyrir mér með lokatölurnar og ég hafði með byrjunarliðið… :blush:

 2. Segi það enn og aftur, við vinnum ekki með 4-5-1 uppstillingunni, höfum einfaldlega ekki mannsskap í það.

  Best að skipta yfir á sýn og horfa á Barcelona spila alvöru fótbolta. 🙂

  Kv Stjáni

 3. shi.. eftir að hafa horft á leikinn hefði ég kanski betur keypt mér sýn og horft á alvöru lið spila…
  það var enginn að nenna að spila sókn í þessu liverpool liði í dag…
  baros var hættur að nenna að reyna gegn 2 miðvörðum sem eru nánast jafn fjótir og hann og miklu sterkari… hann átti ekki séns í þá einn og enginn nennti að hjálpa honum…

  ég er einhvern veginn búinn að gefa upp á bátinn meistaradeildarsætið að ári með þetta lið… rafa verður að fá fleirri menn sem geta spilað fótbolta… garcia verður líka að fara að átta sig á því hvaða liði hann er í… mótherjinn á ekki að fá yfir helminginn af sendingunum hans…
  mest er ég þó svektur því að liðið á að geta betur… bara nennir því ekki……… :confused:

 4. Sammála, Árni. Sammála, Stjáni. Kristján er að klára skýrsluna.

  Þessum leikmönnum er einfaldlega skítsama um þetta lið og ætlast til að Everton klúðri einfaldlega Meistaradeildarsætinu sjálfir.

  Það er enginn áhugi, engin barátta, engin leikgleði. Svo einfalt virðist það vera. 😡

Newcastle á morgun!

Newcastle 1 – L’pool 0