Mourinho sleppur, Carson gæti spilað

Það þarf svosem ekki að koma okkur neitt sérstaklega á óvart, en Mourinho [slapp við allar frekari kærur](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/league_cup/4312567.stm) eftir að hafa espað upp aðdáendur Liverpool á sunnudaginn.

Einnig þá gæti verið spennandi hlutir að gerast fyrir Newcastle leikinn. Jerzy Dudek er víst tæpur fyrir leikinn og því gæti [Scott Carson þurft að fylla í skarðið](http://www.liverpool-mad.co.uk/news/loadnews.asp?cid=TMNW&id=208894). Það væri spennandi að sjá hvernig hann myndi spjara sig.

5 Comments

 1. þetta er í annað skiptið sem leikmaður/stjóri sleppur eftir að hafa ögrað Liverpool-aðdáendum á þessu ári sem hefði verðskuldað bann. **** Rooney og Mourinho 😡

 2. Það vekur undran að hann sleppi. Greinilegt að hann heitir ekki Rio og þarf ekki að pissa í bauk.

  Var að lesa af YNWA að Liverpool skuli vera kærðir vegna Millwall leiksins, vitið þið um hvað það mál snýst!

 3. Siggi – ég hef heyrt af þessu máli og mun skrifa ítarlega grein um leið og þessi orðrómur fæst staðfestur. Vona samt að þetta sé ekki satt.

  Í stuttu máli, þá segir orðrómurinn að Liverpool FC klúbburinn verði kærður fyrir að “mistakast að hafa hemil á stuðningsmönnum sínum” í leiknum gegn Millwall, en Púllararnir á vellinum á þessum leik í haust hófu víst slagsmál við Millwall-stuðningsmenn eftir að þeir síðarnefndu höfðu sungið haturssöngva sem innihéldu m.a. kynþátta- og svæðisfordóma, og svo söngva þar sem gert var grín að Hillsborough-harmleiknum.

  Millwall FC klúbburinn mun ekki fá neinar ákærur eða sektir, ekki einu sinni opinbera áminningu, fyrir hegðun stuðningsmanna sinna.

  Þetta er málið í hnotskurn. Það á að kæra okkur fyrir slagsmál en ekki þá fyrir að hafa egnt okkur til slagsmálanna með ógeðslegum aðköllum. Fáránlegt, og ég vona að þetta sé ekki satt.

 4. Sælir

  Þessi niðurstaða er vonbrigði fyrir enskan fótbolta.

  Að Mourinho skuli sleppa svona auðveldlega frá þessu öllu saman sýnir að enska knattspyrnusambandið, hefur ekki þor eða einfaldlega vilja til að bregðast við yfirgangi peningaliðsins Chelsea. Það er greinilega munur á því að vera séra Jón eða Jón hjá þessum köllum.

  Eins og kom fram hjá mér í skrifum mínum eftir leikinn þá hef ég aldrei séð svona hegðun áður hjá framkvæmdastjóra stórliðs. Hef nú samt verið límdur við skjáinn í ein 20 ár.

  Skilaboðinn hljóta að vera þau að ef þú ert tengdur Chelsea þá kemstu upp með meira en þekkst hefur áður í enskum bolta.

  Kveðja
  Kristján

 5. Skandall!!

  Réttlætið mun sigra að lokum.

  Vonandi fáum við chel$kí í CL og slátrum þeim þar. 😡

  YNWA!

Er Baros búinn að fá nóg? (Uppfært: NEI!)

Varúð! Stormur nálgast…