Gerrard, fjölskyldan og Chelsea

Frábær grein um Steven Gerrard og áhrif fjölskyldu hans á þá ákvörðun að vera áfram hjá Liverpool: [Why Gerrard did not sign for Chelsea](http://www.thisislondon.co.uk/sport/football/articles/16871939?source=Evening)

Mæli með því að allir lesi þetta. Bara ef að fleiri greinar í bresku pressunni væru jafn vandaðar og þessi í stað þess að vera með einhverjar fáránlegar upphrópanir útaf svipbrigðum eða leynifundum.

3 Comments

 1. Ég verð nú að segja eins og er, að mér finnst þessi grein ekkert ósvipuð öllum greinum um svipbrigði og leynifundi.

  Höfundur gefur sér ýmsar staðreyndir og vitnar í “einhvern sem þekkir vel til á Anfield”. Finnst það aldrei traustvekjandi.

  Engu að síður ágætis lesning

 2. Sammál BFI, ekkert sem kemur þarna fram sem tryggir SG né lætur hann fara.

  Og hinir Daðarnir þurfa að finna sér nýja síðu eða ég styttingu á nafninu mína. Ætti kannski að einbeita mér að lengingu?

 3. Merkileg lesning. Staðfestir í raun allt það sem er búið að vera í gangi hjá Gerrard.

  Ég kaupi það alveg að faðir hans hafi sannfært hann um að fara ekki frá Liverpool. Gerrard virðist samt hafa gert einhverskonar samkomulag um eitt tímabil enn.

  Ég er orðinn þeirrar skoðunar að Gerrard er búinn að halda Liverpool í háflgerðri gíslingu þetta tímabil. Vonandi vill hann vera áfram eftir þetta tímabil en ég held að hann sé á förum. Ekki verður hann áfram í Liverpool af því Pabbi hans vill það?? Það held ég ekki.

  Það kæmi mér mikið á óvart ef Gerrard gerir langtímasamning við Liverpool næsta sumar. Ég vona í það minnsta að hann geri ekki annað árssamkomulag …..!!!!! Ekki annað svona “Gerrard fara – ekki fara Timabil”. Nei takk.

  Ég spái því að hann fari til Spánar eða Þýskalands.
  Ég hef enga trú á að hann fari til Chelsea. Úr því hann fór ekki í fyrra þá fer hann ekki úr þessu. Honum yrði held ég seint fyrirgefið það af stuðningsmönnum Liverpool og að því mér virðist eftir að hafa lesið þess grein, af Pabba sínum!!!

Styttist í sunnudaginn…

Benítez vs. Mourinho