Vignal mun fara frá okkur

Gregory Vignal, sem skoraði gott mark fyrir Rangers á móti Celtic í gær, hefur staðfest það að [Benitez hafi leyft honum að fara í sumar](http://skysports.planetfootball.com/Article.asp?id=257372).

Vignal hefur lýst því yfir að hann vilji vera áfram hjá Rangers, svo það er nokkuð ljóst að Rangers fær hann ókeypis í sumar.

Einu sinni hélt maður að Vignal yrði framtíðar bakvörður hjá Liverpool því á þrennutímabilinu þegar hann var aðeins 19 ára gamall, þá lék hann frábærlega á tíðum og samspil hans og Riise á kantinum var oft magnað.

En erfið meiðsli gerðu það að verkum að hann datt alveg útúr myndinni. Eftir að hafa verið í láni hjá nokkrum liðum hefur hann þó loksins náð sér á strik hjá Rangers.

Þar með eru enn ein Houllier kaupin farin frá liðinu. Benitez byltingin heldur áfram.

3 Comments

  1. Já, ég fletti í gegnum alla leikina hans Vignal á LfcHistory.net og taldi svo leikina þar sem Riise var á kantinum. Tók ekki langa stund þar hann hefur einungis spilað 20 leiki fyrir félagið.

Paul Tomkins um Gerrard

Leverkusen á morgun!