Allt í blóma hjá Stevie G

Ja hérna!

Independent birtir á morgun viðtal við Steven Gerrard, þar sem hann er svoleiðis alveg himinlifandi með ástand sitt í Liverpool borg. Hann hrósar Benitez sem þjálfara og segist sannfærður um að hann muni færa liðinu titla.

Við Kristján höfum svo sem lært að vera ekki að [æsa okkur yfir því að leikmenn lýsi sig ánægða hjá liðinu](http://www.kop.is/gamalt/2004/06/05/18.02.29/), en að lesa þetta viðtal er vissulega nokkuð skemmtilegt. Þarna gerir fyrirliðinn okkar gott úr hlutunum, bendir á það sem liðið hefur að hlakka til á næstu vikum og svo vonandi reynir hann að peppa upp mannskapinn á sama hátt.

Nokkrir punktar úr viðtalinu:

>”To be captain of Liverpool is what I always dreamed of. I come from a family of Liverpool fans and I know what this club means and I am very happy. I am enjoying everything although of course I am desperate for things to get better, but I know this will happen under Benitez. He is a very good coach.”

>”This campaign has been up and down but we are in a cup final and we have a good challenge ahead in order to finish in the top four. It would be nice to be involved in the title race but we will give it our best shot in the other competitions.”

Og áfram heldur hinn afar jákvæði Gerrard:

>”It has been good. We are all mixing well and they have brought a lot of talent, like Morientes who is a nice guy and is picking up English. Obviously there have been a lot of changes and it is going to be a question of time until everything is rosy again.”

>”The manager has introduced good players but they have taken time to settle which is normal. I am certain that with time the manager will improve things. With a complete change in coaching staff and seven players in and seven out it is going to be difficult but the boys are enjoying training.”

Svo mörg voru þau orð.

Það er vissulega gaman að heyra jákvæð og skynsamleg orð frá Gerrard. Vonandi að þetta góða skap haldi áfram og að hann verði til í slaginn í næsta leik sínum, sem er einmitt gegn Chelsea í Cardiff. Það væri nú ekki leiðinlegt að sjá Gerrard lyfta titli þar!

Það mun taka tíma að laga hlutina á Anfield, en Gerrard hlýtur að sjá það jafn vel og við að Benitez er á réttri leið með þetta lið.

2 Comments

  1. Ég er orðlaus. Á listanum yfir ummæli sem ég bjóst ekki við að heyra í febrúarmánuðinum, þá var þetta #1, á toppi þess lista…

    …ég segi samt að hann sé að bíða og sjá hvort við náum 4. sætinu. Held að hann verði kyrr ef við komumst í Meistaradeild að ári, annars fari hann.

  2. ….eða þetta sé hans “get of my back” ræðan sem á að róa alla aðila fram á sumarið og síðan er hann horfinn á braut.

    Allavega er þetta EINMITT það sem við vildum heyra frá honum og að hann meini hlutina í framhaldinu. Það sjá það allir að Herra Benitez ER að gera réttu hlutina og að Herra Benitez ÞARF að taka mikilvægar ákvarðanir sem “gamlir hundar” sætta sig ekki við….en einhver þarf að hreinsa út ruslið og það er verk Herra Benitez og gerir hann það stoltur með eða án “fyrirliðans”!

Könnun

Hversu góðir eru Leverkusen?