Birmingham 2 – L’pool 0

_40822165_pandiani300.jpg

Da da da dara, við töpuðum fyrir Birmingham. Við lékum ömurlega og ég eyddi seinni hálfleiknum í að lesa DV. Við áttum varla skot á fokking markið í leiknum og liðið lék illa allan leikinn. Þetta var ekki alveg “[Southampton slæmt](http://www.kop.is/gamalt/2005/01/22/13.29.36)”, en mikið djöfull var þetta samt slæmt.

Liðið var svona:

Dudek

Finnan – Carragher – Hyypiä – Traoré

Baros – Gerrard – Biscan – Hamann – Riise

Morientes

Nennir einhver virkilega að skrifa um þetta? Kannski að Kristján bæti við þetta, en annars er ykkur velkomið að tjá hversu mikið ykkur leiddist yfir þessum leik. Ég nenni ekki að skrifa um þessa hörmung.

Kannski væri skemmtilegra umræðuefni að reyna að finna hluti, sem eru leiðinlegri en að horfa á þennan leik. Mér dettur í hug t.d. að strauja skyrtur og að horfa á Innlit/Útlit. Hvað finnst ykkur?


Viðbót (Kristján Atli): Einar, ég nenni ekki að ræða þennan leik í smáatriðum frekar en þú. Mér fannst allir 14 leikmenn okkar leika illa í dag, það gekk einfaldlega ekkert upp. En mig langar að segja eitt stutt atriði:

Af hverju getum við ekki barist fyrir stigum? Í alvöru, þegar okkur gengur vel á góðum degi og boltinn flæðir okkur í hag þá getum við yfirspilað hvaða lið sem er … en það spilar bara ekkert lið flæðandi og góðan bolta í hverjum einasta leik. Í morgun horfði ég á Chelsea sækja erfiðan útisigur gegn Everton þar sem þeir voru manni fleiri í 82 mínútur. Chelsea voru alls ekki góðir í þessum leik, sóknir þeirra voru bara ekkert að ganga fyrir mér og mér fannst þeir vanta einhvern neista í spilið hjá sér.

Engu að síður unnu þeir alla lausa bolta, börðust til síðasta blóðdropa og uppskáru á endanum sigur sem var kannski ljótur, en það gefur engu að síður þrjú stig.

Þeirra Plan A klikkar og þá fara þeir bara í Plan B: að berjast fyrir stigunum uppá gamla mátann. Af hverju höfum við ekkert Plan B? Ég meina, við höfum tapað fyrir liðum eins og Birmingham, Middlesbrough, Southampton, Bolton og Everton í vetur og í öllum þeim tapleikjum fannst mér við einfaldlega vera andlausir. Það vantar alla baráttu í okkur – þegar við spilum vel vinnum við, þegar við spilum illa töpum við. Þegar Chelsea spila vel vinna þeir, þegar þeir spila illa … vinna þeir samt, eða ná a.m.k. baráttujafntefli.

Þetta er í dag munurinn á okkur og þeim fjórum liðum sem eru fyrir ofan okkur. Okkur skortir getuna til að geta bitið í skjaldarrendurnar og bara barist fyrir því sem í boði er. Mér finnst ekkert jafn leiðinlegt og að horfa á liðið mitt sýna andleysi í 95 mínútur… huuuundleiðinlegt.

Ég legg það til að við sleppum því að ræða þennan leik frekar og förum bara út í göngutúr eða í heitt freyðibað í staðinn. Einar, meira að segja skyrtustraujun er skemmtilegri en þetta!

10 Comments

 1. :mad:Það er erfitt að finna eitthvað leiðinlegra en horfa á liðið sitt gjörsamlega áhugalaust, eigandi séns á að minnka mun í Everton niður í 2 atig. Fyrirliðinn er líklega farinn að halda að hann sé svo góður að hann þurfi ekkert að leggja sig fram til að vinna leiki. Annars var enginn að leika vel nema þessi eini sem aldrei bregst, Carra minn maður í þessu liði. Og svo hvað var Rafa að hugsa í uppstillingu á byrjunarliði í þessum leik og þessi uppstilling með ónýta miðju uppfulla af ónýtum miðjumönnum. Þvílík hörmung og skömm. Af hverju var hann ekki með sömu uppstillingu og í 3 sigurleikjum í röð og setti Smicer inn á miðjuna í stað Garcia. Að stilla upp einhverju varnarliði með það í huga að minnka muninn í Everton. Hver skilur þetta. A.m.k. ekki ég. Eg er drullufúlll útí Rafa ekki síður en liðilð. 😡 😡 😡

 2. Það, sem gerði mann alltaf brjálaðan eftir vonda tapleiki undir stjórn Houllier voru fáránleg viðtöl við hann í enskum fjölmiðlum eftir leikina, þar sem hann kenndi alltaf veðrinu eða dómurum um töp.

  [Rafa er þó allavegana heiðarlegur í viðtali](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N147812050212-1745.htm) eftir leikinn og segist einfaldlega vera hneykslaður yfir þessari frammistöðu.

  Ég er sammála punktinum hjá Kristjáni. Það vantar baráttuna!!!

 3. Ekki veit ég hvort þið séuð í beinu email sambandi eða símasambandi við Herra Benitez, en ef svo væri þá vinsamlegast segið honum eftirfarandi:

  “VILTU DRULLAST TIL AÐ HÆTTA AÐ SPILA 4-5-2 KERFIÐ ÞITT ÞEGAR ÞÚ ERT EKKI MEÐ MANNSKAP Í ÞAД!!!!!!

  Bless!

 4. Eiki, ég er reyndar fullviss um að við myndum vinna deildina með 4-5-2 kerfi 🙂

  En já, 4-5-1 með þessa miðju er ekki að virka. Já, og Milan Baros er ekki kantmaður, ekki frekar en Emile Heskey.

 5. Til að yfirbuga ógleðistilfinninguna sem þessi leikur olli mér þá kem ég með þá kenningu að þessi rassskelling var það besta sem gat komið fyrir okkar ástkæra lið!

  Jú einfaldlega vegna þess að næsti leikur er einhver mikilvægasti á tímabilinu só far gegn Leverkusen og síðan er það leikur á Þúsaldarvellinum í Cardiff gegn rússneska olíufélaginu!

  Ennþá er bullandi séns á að ná fjórða sætinu og everton virðast ekki ná sér eftir að hafa misst dönsku bjórtunnuna af miðjunni.

  Ef þetta skítatap þjappar ekki saman Liverpool liðinu okkar þá mun ég hundur heita! 😯

 6. Málið er að þetta tímabil tekur of langan tíma að klárast! Það eru klárlega of margir jólasveinar af “Houllier” tímabilinu sem ennþá eru að gera okkur að þessu miðlungsliði sem við í raun erum (á evrópumælikvarða). Við erum léttilega eitt af betri liðum ensku deildarinnar en það er ekki mælikvarðinn sem við viljum. Við viljum vera með besta liðið í Englandi og ná árangri í evrópu líka!

  Við gerum það ekki með jólasveina eins og Hamann og Biscan í liðinu og svo er Traore enginn bakvörður nema til að sinna varnarhlutverkinu…annað slagið!

  Það að Everton er með lélegt lið en góða liðsheild sem fleytir liðinu áfram verður nóg til að þeir endurheimta þetta 4.sæti. Allavega er það mín spá ef mið er tekið af þessum leik liðsins í dag. Ef við reynum ekki að nýta okkur hikstið, öllu heldur “Gravesen-leysi” Everton manna þá getum við alveg eins bara lagt árar í bát og farið að plana fyrir sumarið.

  Við þurfum að losa okkur við 10 leikmenn úr þessum hópi okkar og fá aðra 10-12 í staðinn til að gera þetta lið að einhverjum challenger að bikurum heimafyrir og hvað þá í evrópu.

  Ef Steven Gerrard ætlar að spila svona miðlungsleik eins og í dag þá getum við bara sætt okkur við þessar milljónir sem við fáum fyrir hann og farið að búa okkur undir framtíð með leikmönnum sem vilja spila í LFC búningnum. Þvílíka andleysið sem reið yfir í dag er hreint út sagt ömurlegt og að upphefja miðlungslið Birmingham á þennan hátt er hrein hörmung..HÖRMUNG! Það áttu ALLIR slæman dag…líka Herra Benitez með sitt 4-5-1 og furðulegar innáskiptingar.

 7. Traoré er góður og verður bara betri! Ekki fara að rakka hann niður takk fyrir! Ég myndi frekar kenna Gerrard um þetta fyrir að rífa ekki liðið upp með sér frekar en að draga það niður með sér í þetta þunglyndi sem hann er greinilega í. Sá Gerrard sem við sjáum þessa dagana er alls ekki sá sem við eigum að þekkja, djöfull er ég þreyttur á honum! Hér áður fyrr, þegar liðið tapaði boltanum á miðjunni, þá hætti Gerrard ekki fyrr en hann var búinn að vinna hann aftur! Hann er kannski að taka þessu sóknarhlutverki sínu of alvarlega og horfir bara á þegar liðið tapar boltanum! 😡

 8. Tilvitnun Kristján Atli:

  “Þetta er í dag munurinn á okkur og þeim fjórum liðum sem eru fyrir ofan okkur. Okkur skortir getuna til að geta bitið í skjaldarrendurnar og bara barist fyrir því sem í boði er. Mér finnst ekkert jafn leiðinlegt og að horfa á liðið mitt sýna andleysi í 95 mínútur? huuuundleiðinlegt.”

  Þetta dregur saman það sem ég er að hugsa eftir þennan leik……..

  Maður verður bara einhvernveginn kjaftbit yfir svona frammistöðu.
  😡

  Ég óskaði þess sem heitast eftir fyrri hálfleikinn að ég gæti “beamað” eitt stykki Guðjón Þórðar inn í búningsklefann hjá okkar mönnum til að ræsa þá!

  Hvað er í gangi hjá okkar mönnum?? Hvað veldur þessu andleysi reglulega? Mér finnst eins og ég sé að horfa á 11 einstaklinga en ekki lið…
  Það er bara alveg furðulegt að okkar menn skuli ekki hafa það í sér að leggjast í skotgrafirnar þegar með þarf.

  Í það minnsta var Benites ekki með neinar afsakanir og það er að heyra á honum að það fari fram naflaskoðun fram að næsta leik.

Liðið á móti Birmingham

Stevie (+viðbót)