Liverpool 3-1 Fulham

Ég vil byrja á því að afsaka mynda- og liðsuppstillingarleysið, en vegna vankunnáttu minnar verður texti að nægja í þetta skiptið. Ef ég einhverntíman skrifa aftur leikskýrslu fyrir þá félaga lofa ég að vera búinn með myndainnsetningarnámskeið:)

En sigurinn var nokkuð fyrirhafnarlítill í dag. Eftir frábærar fyrstu 15 mínútur þar sem við spiluðum eins vel og hvaða lið sem er í heiminum, skoruðum meira að segja magnað mark þar sem Garcia klobbaði varnarmann og gaf síðan hárnákvæman kross á Nando sem kláraði með skalla í fjær, fengum við kalda vatnsgusu í andlitið. Fulham fékk sókn(og á þessum tímapunkti í leiknum var það fréttnæmt ef þeir fengu sókn) eftir klaufaleg mistök hjá Garcia og skoruðu mark. Hver annar en Andy Cole? Kannski hægt að setja spurningarmerki við staðsetningu Hyypia, en hann reyndi þó að blocka sendingaleiðina. Ég held að ef það á að skrifa þetta á einhvern þá er það helst Garcia, en kannski engin ástæða til að hengja menn. Mér fannst við lengi að jafna okkur á þessu marki. Fulham ógnaði okkur þó aldrei, en við einhvernvegin vorum lengi í gang aftur. Mér fannst þetta þó frekar vera spurning um hvort, ekki hvenær, við myndum skora annað marið. Eftir að það kom var þetta ekki spurning og við sýndum skólabókadæmi í markaskorun í þriðja markinu.

Maður leiksins: Ótrúlegt en satt, þá er ég rosalega ánægður með hvernig engin maður skaraði framúr, heldur var það gríðarlega sterk liðsheild skóp þennan sigur. Okkar aðal maður, Steven Gerrard, átti t.d. ekkert verri eða betri dag en næsti maður, og það finnst mér jákvætt. Ekki það að ég vilji ekki að Gerrard eigi góðan dag, heldur vil ég að liðið okkar byggi á sterkri liðsheild í stað einstaklinga. Ef ég yrði að nefna einhvern einn, þá hugsa ég að ég myndi velja Jamie Carragher. Ég var svo sammála Þórhalli Dan þegar hann talaði um hvað Carra væri allt annar maður þegar hann spilar í miðverðinum í stað bakverðinum. Hann átti ótrúlega solid dag í dag og var mjög traustur. En eins og ég sagði, þá var það frekar liðsheildin sem var maður leiksins en einhver einn af mínu mati.

En núna eru 4 stig í fjórða sætið en Everton spilar á morgun gegn Southampton á St. Mery´s, og eru það síður en svo örugg þrjú stig eins og við fengum að kynnast. Ég ætla að gerast svo djarfur að spá þeim tapi á morgun, 2-0, og okkar maður, Jamie Redknapp, hjálpar sínu liði(Liverpool er og verður alltaf hans lið, ekki eitthvað Soton eða Spurs!!!).

Að lokum verð ég aðeins að monta mig:) Ég spáði 3-1 og sagði að Nando, Baros og Finnan myndu skora. Well, ég var með markatöluna, Nando og Baros rétta, en klikkaði aðeins með Finnan. Þetta var þó varnarmaður sem setti markið, þið hljótið að gefa mér það:). Þarf aðeins að messa yfir ?my 8-Ball? fyrir þessar ónákvæmu upplýsingar:)

En Kristján Atli mun koma með mun nánari leikskýrslu á mánudagninn ásamt myndum, en eins og allir vita er kauði í Liverpool núna og var á leiknum. Ég persónulega get ekki beðið eftir þeirri leikskýrslu, og ekki síður myndunum. Ég reikna þó með að setja eitthvað inn á morgun, að því gefnu að eitthvað fréttnæmt verði til að segja frá. Góðar stundir, og gangið hægt um gleðinnar dyr í kvöld:) Ég er farinn á þorrahlaðborð knattspyrnudeildar FH:)

4 Comments

 1. Góður. Flott skýrsla. :biggrin2:

  Þú ert að sanna þig sem fínn fyrsti maður af bekknum þegar vantar penna…. :biggrin:

 2. Innvortis. þú átt mikla möguleika á að fá framfarir ársins á heimasíðu Páló. mikill heiður sem þú átt möguleika á 😉

 3. Ég er ekki vanur að vera með skítkast og ætla mér ekki að vera með það núna en Þórhallur Dan er M** U** maður og hann talaði jákvætt um LFC í dag aldrei þessu vant! Gaman að þessu….ekki satt?

  Annars hefurðu staðið þig vel, Benni Jó, síðan þeir bræður skelltu sér erlendis! Leikurinn í dag var sigur LIÐSINS en ekki sigur eins leikmanns eins og allir eru að tala um að LFC sé. Þetta er liðssigur sem að er styrkur Herra Benitez en það er einmitt það sem hann er að lemja inní liðið. Það er ENGINN sama hvað hann heitir sem er stærri en klúbburinn sjálfur no matter what! Ef Ronaldinho væri hjá Rochdale mundi hann ekki vera stærri en klúbburinn…klúbburinn heldur áfram rekstri þótt leikmaðurinn fari…bara svona til að koma því til skila hjá fólki sem er með þessar ranghugmyndir!

  En allavega þá líst mér vel á liðið eins og staðan er í dag og ég hef lúmskan grun um að Steven Gerrard fari ekki frá okkur í sumar eins og allar fréttastofur eru að tala um þar sem að hann hefur trú á gaurnum honum HERRA Benitez!

  ***WATCH THIS SPACE***

Didi við það að skrifa undir nýjan samning

Parry talar