Didi við það að skrifa undir nýjan samning

Rafa segir í dag að Didi Hamann sé við það að skrifa undir árs framlengingu á samningi sínum með möguleika á öðru ári. Fyrir mig, þá eru þetta frábærar fréttir. Ég ætla gefa mér að Steven Gerrard verði áfram, og ég held að Rafa ætli sér að nota Xabi og Gerrard sem sitt aðal miðjupar, en við verðum að hafa alvöru cover og ég held að fáir séu betri en Hamann. Ég held líka að margir átti sig ekki á mikilvægi Hamann í spilastíl Steve G. Þegar Hamann er með, ver hann vörnina eins og honum einum er lagið. Í fljótu bragði er aðeins einn maður í enska boltanum sem kannski er betri en Hamann í þessari stöðu, Claude Makalele, og ég tel Real Madrid ennþá þjást vegna sölunnar á honum, hann gaf þeim þennan balance sem er svo mikilvægur. En með Hamann þarna fyrir framan vörnina, þá gefur það Gerrard meira sóknarfrelsi. Hann þarf ekki að hafa sömu áhyggjurnar af varnarskyldum sínum og styrkur hans nýtist betur.

Eins og ég sagði áðan þá held ég að Rafa sjái Xabi og Steve fyrir sér sem framtíðar miðjuparið, en ég skil hann samt vel að vilja halda Hamann. Bæði hlýtur hann að hafa lært af þessu tímabili varðandi meiðsli, og svo er kannski ráð að hafa reynslubolta eins og Hamann með þeim Xabi og Gerrard eitt ár til. Áttum okkur á því að hvorugur þeirra er mjög gamall, Gerrard fæddur ´80 og Xabi ´81.

Síðan er maður að heyra menn tala um að þeir sjái ekki fyrir sér Xabi-Gerrard miðjuparið fúnkera vel. Ég gæti ekki verði meira ósammála. Vissulega er Xabi ekki jafn góður varnarmaður og Didi, en hann er enginn aukvisi þó. Hver man ekki eftir Barcelona og spænska landsliðinu fyrir svona 7-10 árum síðan? ALLT spil fór í gegnum Joseph Guardiola. Hans sterkasta hlið var ekki varnarleikur, þó vissulega gæti hann varist, en samt spilaði hann sömu stöðu og Hamann hjá okkur, með allt öðrum áherslum þó. Hlutverk Hamann fellst í varnarleik, en hlutverk Guardiola fólst í sóknarleik fyrst og fremst. Barcelona og spænska landsliðið hélt boltanum vel og stjórnaði nær undantekningalaust leikjum. Þá var mikilvægt að hafa menn eins og Guardiola til að stjórna og dreifa spilinu. Stundum vorkenndi maður hinu liðinu því þetta varð að hálfgerðum eltingarleik vegna yfirsýnar og sendingagetu Guardiola. En sjá ekki allir hvað ég er að fara? Ég sé Xabi fyrir mér sem okkar Joseph Guardiola með Steve G. fyrir framan sig. Valencia spilaði svona og man ég vel eftir leikjunum tveimur gegn þeim í Meistaradeildinni fyrir nokkrum árum. Við áttum ekki breik. Þeir unnu okkur að vísu ekkert stórt, 2-0 heima og 1-0 á Anfield, en það voru ekki úrslitin sem slík sem hrifu mig, heldur hvernig þeir spiluðu. Þeir stjórnuðu leiknum algjörlega og okkar menn sáu nánast aldrei til sólar, hvað þá boltans. Þetta var eintómur eltingaleikur hjá okkar mönnum og það tók úr okkur alla orku. Endalaus hlaup og eltingaleikur á meðan Valencia lét boltann vinna. Þetta er sá spilastíll sem ég held að við komum til með að spila undir Rafa, gerist kannski ekki einn tveir og þrír, en mun gerast.

Okkur vantar reyndar kantmenn í þetta kerfi, allavega hægri kantmann því maður lifir alltaf í voninni með Kewell á vinstri. Einnig vantar okkur miðvörð eins og ég útskýrði í gærkvöldi.

Að lokum ætla ég að spá fyrir um leikinn í dag. Ég spái 3-1. Baros, Nando og Finnan fyrir okkur, Stern John fyrir þá. Við komumst í 2-0 áður en þeir minnka muninn. Baros mun síðan gulltryggja þetta. Vil samt taka það fram að ég er ógetspakur með eindæmum:)

4 Comments

  1. Góður pistill…
    Ég ætla að skjóta á 3-0 eða 3-1 og segi Moro, Gerrard og Riise.

  2. Já Rafa hefur breytt um leikaðferð hjá Liverpool, það er nokkuð augljóst, en það á eftir að koma reynsla á hvort hún er árangursríkari en gamla Houllier varnartaktíkin. Rafabolti er fallegri, það er alveg ljóst, en það unnust þó nokkrir bikarar undir stjórn Houllier á meðan Spánverjar hafa ekki verið þekktir fyrir að vinna mót, með eða án Guardiola. (Já ég veit að Rafa vann deildina á Spán og Uefa bikarinn en mér finnst þetta samt vera eitthvað sem er alveg í lagi að velta fyrir sér.)

    Ég styð Rafa samt algerlega og hef loksins gaman af því að horfa á Liverpool fótboltann en ekki bara Liverpool úrslitin :biggrin2:

  3. Af ógetspökum manni var þetta nú nokkuð gott, Baros og Morientes skoruðu, leikurinn fór 3-1 og Baros skoraði það síðasta. Hverjar eru lottótölurnar á miðvikudaginn?

Carra leikjahæstur og ætlar aldrei að fara

Liverpool 3-1 Fulham