Le Tallec vill koma aftur til Englands

Anthony Le Tallec, sem var fyrir ekki svo löngu talinn vera efnilegasti knattspyrmaðurinn í Frakklandi og einn sá allra efnilegasti í heimi, vill núna [koma aftur til Liverpool](http://www.footballrumours.info/article.php?artid=5853) en nákvæmlega ekkert hefur gerst hjá honum í lánsdvölinni hjá St. Etienne.

Núna þarf hann að setjast niður með Rafa og ræða málin. Það var án efa lygilega heimskuleg ákvörðun hjá Le Tallec að biðja um að fara til St. Etienne í sumar, því það er alveg ljóst að hann hefði fengið fullt af tækifærum á þessu tímabili.

Við höfum séð að Le Tallec hefur hæfileikana og það væri algjör synd ef hann næði ekki að uppfylla þær vonir, sem voru bundnar við hann. Vonandi að hann og Rafa geti ráðið fram úr málum og að Le Tallec verði mikilvægur leikmaður fyrir okkur í framtíðinni.

7 Comments

 1. Eigum við ekki bara að búast við því að hann komi núna í kjölfar þeirra miklu meiðsla sem hrjá leikmenn Liverpool? ..Ég held það geti varla annað verið! :tongue:

 2. ég vil fá hann ekki seinna en strax. sá eitt á official síðunni Pongolle’s name can now be added to the list including Xabi Alonso, Milan Baros, Djibril Cisse, Chris Kirkland, Steven Gerrard, Harry Kewell, Vladimir Smicer, Luis Garcia, Antonio Nunez, Steve Finnan and Josemi – all of whom have missed large chunks of the season with various injury problems.

  það er eru ekki nema 12 leikmenn sem hafa verið eða eru í langverandi meiðslum á tímabilinu 😡

 3. Sko, það getur vel verið að Le Tallec sé í ónáð og allt það hjá okkur … en eins og staðan er núna erum við ekki í aðstöðu til að velja og hafna.

  Anthony Le Tallec snýr heim í þessari viku og kostar okkur því ekkert. Hann má spila í bikarúrslitunum, deildinni og Meistaradeildinni með okkur.

  Pongolle var að meiðast út tímabilið (og jafnvel lengur), því er nú fjandans verr. En það þýðir að við eigum bara þrjá framherja, og þar af aðeins tvo fyrir Meistaradeildina. LE TALLEC HLÝTUR AÐ VERA Í HERBÚÐUM LIVERPOOL FRAM Á SUMARIÐ, svo einfalt er það bara.

  Og bara svo það sé á hreinu, þá myndi ég kalla El-Hadji Diouf aftur til Anfield ef ég gæti. Ekki af því að ég vilji endilega sjá hann spila aftur fyrir Liverpool – hann og Tony Le Tallec hafa báðir hegðað sér heimskulega gagnvart Liverpool í haust – heldur af því að við erum ekki í fokking aðstöðu til að velja og fokking hafna!!!

  Svo einfalt er það bara. Ef Tony fer til annarra liða á láni og við kaupum ekki mann fyrir 31. janúar sem getur spilað í Meistaradeildinni … þá hlýtur það að teljast einhver svakalegustu mistök í sögu Liverpool-þjálfara, segi ég og skrifa. Ég myndi frekar leggja það á liðið og þjálfarann að þurfa að “þola” Le Tallec fram á vorið (ef vandamálin eru til staðar, sem við vitum ekkert um) en að lenda í að missa annað hvort Morientes eða Baros í meiðsli á næstunni og vera búnir að vera.

  Áttið ykkur á því að ef Baros meiðist á næstunni, þá gætum við þurft að spila í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar með engan annan framherja í öllum fokking hópnum nema Neil Mellor?

  Fá Tony heim, strax!!!

 4. Ég er 90% viss um það að Le Tallec mun ekki snúa aftur á þessu tímabili til Bítlaborgarinnar! Hann er í ónáði hjá Rafa og ég veit að Benitez er mjög ákveðinn maður og gefur aldrei undan. Þegar að einhver fer á lán í ónáðinni, mun hann ekki koma heim fyrr en eftir tímabilið. Le Tallec var heimskur að fara og vona ég að hann sjái hvað mikilsmennska getur gert! 😡

 5. Við vitum það ekki almennilega. Málið var að Benitez sér Le Tallec sem striker og tilkynnti honum víst að hann sæi ekkert alltof mörg tækifæri fyrir hann þetta árið.

  Þá varð Le Tallec víst fúll og fór fram á sölu. Hann endaði svo að láni hjá St. Etienne. Ef einhver er með betri útgáfu af þessu, endilega senið það inn.

Craig Bellamy (uppfært)

Chelsea skal það vera!