Craig Bellamy (uppfært)

Ok, þetta er slúður, en ég hefði viljað heyra skoðanir manna á þessu:

[Craig Bellamy orðaður við Liverpool fyrir 4 milljónir punda](http://soccernet.espn.go.com/headlinenews?id=322967&cc=5739)

Viljum við Bellamy á Anfield?


**Uppfært (Einar Örn)** Liverpool hafa gefið upp að [Bellamy sé EKKI á leið til Liverpool](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N147632050126-1239.htm). Svo einfalt er það.

13 Comments

 1. Ég fæ nú ekki séð að hann sé maðurinn fyrir okkur. 4 milljónir finnst mér ansi hátt verð, sérstaklega fyrir leikmann sem verður fjórði striker eftir þetta tímabil. Auk þess er það nú eins og að slá Flo-Po utanundir að kaupa enn eina varaskeifuna í framlínuna þegar hann er búinn að vera að spila ágætlega. Svo á Bellamy bara eftir að fara í fýlu og rífast við Benítez, þannig að mér persónulega líst alls ekki á þetta. Má ég þá heldur biðja um Robert http://www.eoe.is/myndir/smilies/wink.gif

 2. ég held að leikmaður sem spilar bara vel ef hann nennir því sé ekki liverpool leikmaður…
  liverpool leikmaður, að mínu mati, er leikmaður eins og carra sem gefur sig allan í leikinn, alltaf…
  ekki að sjá bellamy fyrir mér að fórna sér fyrir liðið…

 3. Ég þoli ekki Bellamy..en honum fylgir samt gífurlegur kraftur..það er alveg spurning hvort hann myndi gera það gott hjá Liverpool..Ég held samt að hann sé of mikill hálfviti fyrir minn smekk! :confused:

 4. Málið með Bellamy er að hann er leikmaður sem getur unnið leiki og 4 millur fyrir svoleiðis leikmann er svo sem ekkert svo hátt verð, kraftur og snerpa vs skapið og stjörnustælarnir, spurning hvort hann þroskist eitthvað og sýni sig undir öðrum stjóra.

  Annars væri ég til í að sjá hann á Anfield út af knattspyrnunni en ég spyr bara til hvers að fá enn einn strikerinn??

 5. Ég held að það að kaupa Craig Bellamy sé eins og að pissa í skóinn sinn í frosti. Ágætur skammtímavermir en til lengri tíma litið fer skórinn að frjósa.
  Akkúrat núna væri ágætt að fá hann til að leysa meiðslavandræði en hann er algjört fífl sem yrði pottþétt til vandræða síðar.
  Hefur ágæta knattspyrnuhæfileika en virðist vera óttalegur bjáni. 🙁

 6. Það hefði verið fínt að fá hann þegar hann var með síða hárið…

  … veit ekki alveg með þessa nýju klippingu.

  En hann er vel tenntur.

 7. MITT ÁLIT: Craig Bellamy er frábær sóknarmaður og getur spilað bæði í framlínunni og á köntunum. Hann er skotfljótur, klárar vel og mjög alhliða leikmaður. Hann er líka mjög skapstór sem gæti verið neikvætt.

  Pongolle er meiddur og verður líklega ekki meira með á þessu tímabili, þannig að skyldilega höfum við stórkostlega mikla þörf fyrir að fá annan framherja, að mínu mati.

  Að kaupa Bellamy fyrir 4-5 milljónir punda yrðu kostakaup að mínu mati, og þótt hann sé skapstór held ég að það yrði ekki vandamál hjá Liverpool. Hann myndi stökkva á sénsinn á að spila fyrir okkur (uppalinn Púllari víst) og við gætum vissulega notað hann fram á vorið.

  Líst bara ekkert illa á þetta. Myndi samt frekar vilja fá hann að láni fram á sumarið með möguleikann á sölu þá, þar sem hann er svolítil áhætta vegna skapstyggðar, en ef við fengjum hann fyrir minna en 5 milljónir punda þá yrði ég hæstánægður með kostakaup.

  Eitt neikvætt: Hann hefur spilað fyrir Newcastle í Evrópu og má því ekki spila í Meistaradeildinni. Eins og staðan er í dag geta bara Baros og Mellor spilað í Meistaradeildinni fyrir okkur, af framherjunum að telja, þannig að ef Baros meiðist á næstunni erum við svo til búnir að vera í þeirri keppni. Þannig að þótt Bellamy ódýrt væru ekki slæm kaup myndi ég frekar vilja sjá einhvern sem getur spilað í Meistaradeildinni.

  En mér líst samt alls ekki illa á það ef Bellamy kæmi.

 8. hmm virðist líka sem annar sóknarmaður sé horfinn út tímabilið 🙁 flo po að slít liðband í leiknum…… kemur annar sóknarmaður eða er le tallac nó?

Komnir í úrslit Deildarbikarsins!!!

Le Tallec vill koma aftur til Englands