Chelsea skal það vera!

_40764559_jose.jpgJæja, Chelsea komust áfram í deildarbikarnum. Chelsea [unnu Manchester United](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/league_cup/4197611.stm) á nákvæmlega eins marki og Ryan Giggs skoraði gegn okkur um árið. Þá var Jerzy Dudek kennt um markið, en það verður þó að segjast Dudek og Howard til varnar að þetta er gríðarlega erfiður bolti fyrir markmenn, því allir eiga von á að einhver nái að skalla boltann.

Leikurinn verður því á Litla Anfield í Cardiff, sunnudaginn 27.febrúar eftir 32 daga. Ok, þorir einhver að veðja við mig. Ég skal veðja 1000 kalli á það að þulirnir í úrslitaleiknum minnist á “Gerrard til Chelsea” að minnsta kosti fimm sinnum í upphitun og yfir leiknum.

Það er alveg ljóst að þetta verður topp úrslitaleikur og ólíklegt að skipuleggjendur ensku bikarkeppninnar verði jafn heppnir með úrslitaleikinn í FA bikarnum.

Þetta Chelsea lið hefur verið svakalega gott og þeir hafa nánast ekki orðið fyrir einu einasta áfalli í allan vetur. Ef maður skoðar [meiðslatöfluna](http://www.physioroom.com/news/table_current.shtml), þá sést það að allir þeir, sem myndu komast í byrjunarliðið hjá Chelsea eru heilir fyrir utan Carvalho (Gallas er nú ekki slæmur varamaður). Liverpool mun hins vegar verða án Pongolle, Kirkland, Alonso og Cisse. Vonandi verða þá Hyypia, Josemi og Harry KEWELL orðnir heilir fyrir þenann leik. Ef þeir verða heilir munu þó sennilega aðrir þrír fótbrotna.

En án þess að vera að afsaka okkur, þá líst mér bara vel á þetta. Við vorum miklu, miklu betri en Chelsea á Anfield og á góðum degi getum við vel unnið þetta lið. Á Anfield voru hvorki Morientes né Baros með, en vonandi verða þeir með í Cardiff. Chelsea liðið er hins vegar ótrúlega sterkt og erfitt að finna veikan blett.

En allavegana, við getum merkt 27. febrúar inná dagatalið.

**Liverpool – Chelsea**
**Úrslit í deildarbikar.**

**Drogba gegn Morientes, Kewell gegn Duff, Carra og Terry, Gerrard gegn Lampard, Benitez gegn Mourinho!!!**

Þetta verður sko gaman! 🙂

4 Comments

  1. Hvor ykkar var það nú sem átti að éta hattinn sinn? Spurning um að fara varlega í allar yfirlýsingar og veðmál…

    Annars hef ég litlar áhyggjur af þessum leik, það versta sem gæti gerst væri að við myndum tapa honum og 7 leikmenn myndu meiðast 🙂

  2. 27.02.05 – Cardiff – 89. mínúta – Steven Gerrard gerir sig tilbúinn að skjóta úr aukaspyrnu sem að Frank Lampard fékk á sig eftir klunnalega tæklingu á Milan Baros. Gerrard stillir sér upp … og …. SKORAR!!! ÞVÍLÍKT MARK!!! Sjaldan hafa Liverpoolaðdáendur séð annað eins!!! …Gerrard hleypur að aðdáendum Chelsea fagnar markinu þar grípur skjaldamerki Liverpool á treyjunni sinnir og kissir það og öskrar, greinilega, F U C K O F F C H E L S E A ! ! ! !

    :biggrin:

  3. Ussss, hvað það væri flott ef hann gerði þetta 🙂 ég er ekki frá því að ég hafi fengið bullandi gæsahúð á því að lesa þetta 🙂

Le Tallec vill koma aftur til Englands

Viðtal við Gerrard