Lið vikunnar

Það kom mér vissulega verulega á óvart að sjá að Mauricio Pellegrino komst í lið vikunnar hjá [BBC](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/eng_prem/3569808.stm) ásamt Luis Garcia! Þetta kemur eflaust mörgum á óvart.

Neeeei, djók! Ok, og hér með lýkur gagnrýni minni á Pellegrino fyrir frammistöðuna á laugardaginn. Ég læt hér með einsog sá leikur hafi ekki gerst og mun því gefa öllum sjens á ný. Ég verð reyndar að viðurkenna að ég gerði þetta oft með Emile Heskey, en það virkaði ekki alltaf. En þar sem Pellegrino er með svo svipaða hárgreiðslu og ég (reyndar aðeins síðara sko), þá fær hann sjens hjá mér. Svo er hann líka frá Argentínu og Argentína er jú æði.

En annars, í liði vikunnar hjá BBC eru þrír Southampton leikmenn. Hversu dapurt er það? Jamie Redknapp er sá eini, sem er líka í [Soccernet liðinu](http://soccernet.espn.go.com/feature?id=322760&cc=5739)

3 Comments

  1. Og núna er Heskey að spila vel. Og Redknapp. Og Murphy. Good times.

    (Gaman að byrja setningar á Og.)

  2. skoðið þetta. svona hefur verið leyft á tímabilinu áður þegar Henry skoraði gegn Chelsea en er ekki leyft núna þegar Dunn, leikmaður Man City skorar gegn WBA. hvað er í gangi? er spilling meðal enskra dómara?

  3. Ef ég skildi það mál rétt þá var dómarinn búinn að tilkynna að hann ætlaði að flauta af því að leikmaðurinn hafði beðið um að veggurinn yrði færður aftar. Ég er reyndar ekki búinn að sjá þetta atvik svo ég þori ekki að staðfesta neitt. En annars kemur það náttúrulega Liverpool ekkert við.

Yfirvegaður málflutningur…

Benitez VILL fá Solari í sumar!