Southampton 2 – “Liverpool” 0

Redknapp_MH.jpg
Ég ætla að breyta aðeins útaf venju og skrifa leikskýrslu í hálfleik til að reyna að ná að lýsa því hversu stórkostlega hrikalega lélegt þetta Liverpool lið er.

Í fyrsta lagi, ef við eigum að dæma hann bara af frammistöðu sinni hjá Liverpool, þá hlýtur Mauricio Pellegrino að vera lélegasti varnarmaður sem hefur nokkurn tímann spilað fyrir Liverpool. Björn Tore Kvarme lék aldrei jafn illa fyrir Liverpool einsog Pellegrino lék í þessum fyrri hálfleik. **Algjör hörmung**. Hann er seinn, dekkningin er hræðileg og hann getur ekki fyrir sitt litla líf komið einni sendingu á samherja. Ólýsanlega lélegur varnarmaður. Getur Phil Babb ekki tekið fram skóna og spilað fyrir okkur?

Fyrirliðinn okkar er alltaf í fýlu.

Markvörðurinn okkar fær á sig mark á fokking nærstöng.

Annars, þá stillti Rafa liðinu svona upp:

Dudek

Carragher – Hyypiä – Pellegrino – Warnock

García – Gerrard – Hamann – Riise

Baros – Morientes

Vorum við með kantmenn í leiknum? Ef svo er, þá missti ég af því. Já, og svo eru líka tveir framherjar hjá okkur, en miðað við það, sem þeir fá úr að moða, gætum við þess vegna verið með tvær keilur þarna frammi.

JAMIE CARRAGHER ER EKKI BAKVÖRÐUR

JOHN ARNE RIISE ER EKKI HÆGRI KANTMAÐUR

DIETMAR HAMANN ER EKKI NÓGU GÓÐUR FYRIR LIVERPOOL

**VIÐ ERUM YFIRSPILAÐIR AF FOKKING SOUTHAMPTON. ERUÐI EKKI AÐ FOKKING GRÍNAST Í MÉR?**

EINHVER GAUR, SEM HEITIR PRUTTON ER AÐ JARÐA “VÖRNINA” OKKAR!!!

Ef seinni hálfleikurinn verður ekki betri, þá ætla ég ekki að skrifa um hann, en láta þetta nægja.


**Uppfært (Einar Örn):** Lélegasti leikur, sem ég hef séð hjá Liverpool í mörg ár. Hörmung frá upphafi til enda. Allir leikmennirnir ættu að skamma sín.

Allir blaðamenn á Englandi hafa rangt fyrir sér. Mikilvægasti leikmaður Liverpool heitir ekki Steven Gerrard. Nei, hann heitir **Xabi Alonso**.

Eftir að Alonso meiddist höfum við leikið 5 leiki, sem allir hafa verið ÖMURLEGIR, á móti Norwich, Watford, Man U, Burnley og Southampton. Þegar Gerrard var meiddur vorum við að spila mun betri bolta en við spilum án Xabi.

VÁ HVAÐ PELLEGRINO ER LÉLEGUR!!! Ég meina VÁÁÁÁÁÁ!

Við erum búnir að skora 4 mörk í síðustu 7 leikjum. FJÖGUR MÖRK Í SJÖ LEIKJUM!!!

Þetta lið er í rúst, svo einfalt er það.

**Xabi**, við þurfum að fá þig aftur!

30 Comments

  1. ÞVÍLÍK HÖRMUNG !!!!!!!
    Selja Gerrard fýlupúka!!!! Hann er orðinn alveg eins og Owen var orðinn hjá okkur. Þeir hafa reyndar 45 mín. til að bæta ráð sitt, annað eins hefur nú gerst…..!!!!

  2. Í alvörunni hvað var þetta? úff LFC hefur aldrei verið jafn lélegt í mörg ár…. andskotans vitleysa…

    takk og bless

    Aggi

  3. Já það er erfitt að vera poolari þessa dagana.. en ég hef trú á því að eftir einhvern smá tíma er leiðin bara uppávið
    Áfram Liverpool

  4. Hvert getur hún legið? Nú t.d. í fallsæti, svona miðað við að bókað falllið var að yfirspila okkur.

    En já ég skildi ekki alveg talið í þessum ensku lýsendum “we are seeing Liverpool here at full strenght” þegar það vantaði Cisse, Alonso, Kewell og báða hægri bakverðina. Auðvitað átti Liverpool að gera betur, alveg eins og á móti Burnley, en það gerðist ekki og einhver þarf að taka ábyrgð á því og læra af þeim mistökum. Ég er farinn að efast stórlega um dómgreind Benitez fyrst hann lætur Pellegrino byrja inná, hvað þá að leyfa Garcia að skipta við Riise um kannta.

  5. Já, ég var nú að tala um frammistöðuna. Auðvitað er 5. sætið eða 6. ekki það versta í heiminum, en spilamennskan getur ekki verið hræiðlegri.

    Ef við myndum setja blindan simpansa inná völlinn, þá myndi hann í 90% tilfella skila nákvæmari sendingum en Pellegrino gerði í þessum leik. Ég hef aldrei séð annað eins! Ég trúi varla að Pellegrino hafi leikið lélegri leik á ævinni.

  6. Hræðilegt! 😡

    Ég skammast mín fyrir þessa frammistöðu liðsins í dag!

    Mér er alveg sama þótt vanti einhverja í hópinn, við eigum að gera MIKLU betur en þetta. Ég hélt að liðið myndi mæta úthvílt í þennan leik eftir að varaliðið fórnaði sér í FA-bikarinn fyrr í vikunni.

    Mér sýnist mórallinn vera hræðilegur í hópnum, ég bara trúi þessu ekki, sést á andlitum leikmannanna 😡

    Pellegrino, maðurinn hefur ekkert að gera í ensku premíuna.

  7. Spurning hvort við séum búin að vera aaðeins of hrokafull síðustu daga. Svo ánægð yfir að fá Morientes og nú átti Liverpool sko ekki að getað tapað neinum leikjum.
    Við höfum engan veginn efni á að halda þessu hrokafulla attitudi áfram. Þegar liðið er að tapa fyrir Southampton og Burnley (sem ég vissi ekki einu sinni að væri til) þá er eitthvað mikið að.
    Ég vil alls ekki kenna Rafa um. Þetta er liðinu að kenna. Þeir geta ekki unnið saman eins vel og úrvalsdeildarlið verður að gera.
    Eða það er bara mín hógværa skoðun…

  8. Ég hef nú ekki orðið mikið var við hroka af hálfu púllara undanfarið. Þótt Morientes sé mættur á svæðið þá hafði ég miklar efasemdir um að við myndum spila vel í dag sérstaklega ef tekið er mið af síðustu úrslitum.

    Held að menn hafi frekar orðið bjartsýnni en ekki hrokafullir með tilkomu Morientes.

  9. Eruð þið ekki að fokking pelle grínast í mér !!!! Ég meina hvað í andskotanum var þetta eiginlega sem maður var að horfa á ? Eina samspilið sem sást voru einhverjir háir boltar á Baros sem 5.flokkur hjá Fjölni hefði getað varist (með fullri virðingu fyrir 5. flokki hjá Fjölni). Ég hélt að Grínó ætti að vera cover fyrir Carra og Hypiia en ekki að ýta Carra úr stöðunni sinni, maðurinn hefur ekkert í takkaskó að gera í núverandi formi. Og miðjan ég meina Hamann var lang mest áberandi í öllum tilraunum til að spila boltanum og hvað segir það.
    Og sorglegt að sjá Gerrard í dag greinilega með hugann allt annars staðar en á vellinum og ef þetta er framhaldið hjá honum þá á að selja kallinn og fá þá allaveganna pening til að kaupa menn sem hafa áhuga á að spila fyrir klúbbinn. Algjör hörmung og maður fór úr því að verða reiður í að hlæja bara að liðinu sínu í dag. Einhverjir Southampton meðaljónar hreinlega rúlluðu upp vörninni hjá okkur í dag, þetta var bara út úr kortinu.

  10. Verður það ekki að teljast eðlilegt að tapa þessum “eftir hádegi” leikjum ? Ég meina spánverjar taka síestuna sína á þessum tíma……eins og sást vel í leiknum í dag. :confused:
    Bara gaman að vera poolari !

  11. Jæja Kristján Atli,

    Hvað vantaði marga leikmenn uppá að við gætum stillt upp byrjunarliði sem að væri jafn gott og byrjunarlið Chelsea ? Held að það hafi bara verið Alonso, Kewell og Finnan, nema að þú telur að Kirkland, Josemi og Smicer séu mikilvægir líka! :laugh:

    Þú ert kannski núna kominn aftur niður á jörðina og hættur að reykja grasið ? :tongue:

    Kannski ertu núna sammála mér um það að það er MIKIÐ sem að vantar uppá Liverpool FC þangað til að liðið fer að a.m.k. sækja á titilinn !

  12. Aron?

    Sterkasta miðjan okkar: García, Gerrard, Alonso, Kewell.

    Miðjan í dag: García, Gerrard, Hamann, Riise.

    Og þeir áttu allir lélegan dag.

    Sterkasta vörnin okkar: Finnan, Carragher, Hyypiä, Riise.

    Vörnin í dag: Carragher, Hyypiä, Pellegrino, Warnock.

    Vantaði hér tvo menn og sá þriðji ekki að spila í þeirri stöðu sem ég myndi vilja sjá hann í.

    Með öðrum orðum Aron, þá vantaði a.m.k. fimm af þeim ellefu bestu sem ég myndi stilla upp.

    Hinir sex ‘sterkustu’ sem voru inná vellinum áttu meira og minna allir dapran dag. Það gerist, og þa er ömurlegt.

    Hver var aftur spurningin, Aron?

  13. Spurningin var sú hvort að þú teldir ennþá að Liverpool geta stillt upp jafngóðu byrjunarliði og Chelsea ?

    Ef að sú væri raunin þá værum við ekki 24 STIGUM Á EFTIR ÞEIM!!!

    Í rauninni stilltum við ekki upp lélegu liði á blaði:

    Dudek (okkar besti maður í leiknum)
    Carra-Hyypiä-Pelle-Warnock
    Garcia-Hamann-Gerrard-Riise
    Morientes-Baros

    Ef að við lítum framhjá vörninni þá erum við með okkar sterkustu miðja á vellinum nema það að það vantar Alonso, 1 maður. Riise er búinn að vera miklu betri en Kewell á þessu tímabili þannig að ég sé ekki ástæðu til þess að taka hann út úr liðinu.

    Málið er það að við áttum lítið sem ekkert af færum í leinum. Vörnin skapar ekki mörkin, miðjan gerir það og það vantaði EINN mann, varla betra lið en Chelsea ef að það vantar aðeins einn mann og allt hrinur.

    Þú ættir að vita þetta, eða hvað ? :confused:

  14. Garcia er sennilega með slakari leikmönnum sem ég hef séð spila með Liverpool á seinni árum. Hann virðist hreint ekki skilja leikinn.
    Ég vona að við losnum við hann sem fyrst í meiðsli.

    Gerrard verður að fá að leika framar á vellinum til að við eigum möguleika á sigri. Hvað er Rafa að spá með Grínó? Og að taka Carra úr miðverðinum????

    Þetta var eins hræðlegt og það getur orðið.

  15. Baros segir:

    >Ég vona að við losnum við hann sem fyrst í meiðsli.

    Hvurslags djöfulsins vitleysis komment er þetta? Hvað myndum við hugsanlega græða á því að missa Garcia í meiðsli? Veist þú um einhvern frábæran hægri kantmann, sem bíður á bekknum fyrir okkur?

    Og Aron, burtséð frá því að þú haldir að þessi leikur sanni að þú hafir rétt fyrir þér og Kristján rangt, þá getur Dudek vart talist maður leiksins. Hann fékk á sig mark á nærstöng, sem meirihluti toppmarkmanna hefði varið.

    Ef að það ætti að hrósa einhverjum þá væri það sennilega Flo-Po, því hann lífgaði þvílíkt uppá spil liðsins. Það mætti alveg gefa honum sjens á kantinum aftur.

    Var ég annars búinn að minnast á það hversu lélegur Pellegrino var? Já, og Warnock maður. VÁ. Og Garcia. VÁ!

  16. Einar, Ég sagði ekki að Dudek hafi átt skilið að vera maður leiksins, en hann var (að mínu áliti) besti Liverpool leikmaðurinn enda bjargaði hann okkur oftar en einusinni og honum að þakka að við töpuðum ekki 3 eða 4-0.

    En á öðrum nótum þá held eg að þú hafir minnst á Pellegrino, en þú minntist ekki á hversu Gerrard var lélegur í þessum leik. Hann gaf boltann oftar en einusinni kæruleisislega frá sér, en hann var samt ekki versti leikmaðurinn í gulri (rauðri) skyrtu, þið voruð búnir að kovera þá. 🙁

  17. pellegrino var sér til skammar í dag…
    garcia var góður með barcelona… en hann er verri með liverpool en kewell hefur nokkurn tíman verið…
    afhverju fékk raven ekki séns í byrjunarliðið??? hann er bakvörður og carra er miðvörður.
    og hvað er málið með gerrard??? hann er ekki einu sinni skugginn af sjálfum sér… hann nær því varla að vera skugginn af hamann…

    baros, flo-po og raven voru þeir einu sem áttu skilið að vera í liverpool treyju í dag… arrrrgggg

  18. Spurningin með þetta að fyrirliðinn sé alltaf í fýlu….ég meina hann rétt mátti spila leikinn vegna meiðsla sem hann átti í…en persónulega hefð iég bar hvílt helvítið þar sem að hann gat ekki meira en tussa í helvíti!! Það sem mér fannst vera virkilega sárt í leiknum var að það virtist ENGINN vera að hafa áhuga á því að vinna HELVÍTIS LEIKINN! Þetta var nákvæmlega sama viðhorfið og gegn Viðbjóðnum í síðasta deildarleik. Svo er annað sem ég var virkilega ekki sáttur við. Það eru þessari löngu spyrnur bara EITTHVAÐ FRAM VÖLLINN sem öftustu leikmennirnir voru greinilega óðir í að framkvæma. ÉG MEINAÐA! ANDSKOTINN HAFI ÞESSA FRAMMISTÖÐU! Ég er orðinn leiður á að allt fari beint framan í gafferinn þar sem að hann er að reyna að breyta annars vonlausum hóp leikmanna yfir í góðan hóp.

    Við þurfum reiðufé (Angry sheeps) til að enda þetta kjaftæði og það strax! Það er ekki auðvelt að taka við liði þar sem svona 30% leikmanna hafa getuna en hinir eru vitleysingar sem kæmust ekki í kvennalið Vals (með fullri virðingu fyrir valsstelpunum..sérstaklega þessari sætu ljóshærðu í framlínunni..eða var hún á miðjunni? Æji man ekki hvar..hún er allavega sæt!)! Ég held að þessir leikmenn sem eru að þiggja laun frá LFC ættu að skammast sín og drullast til að spila fótbolta svona einu sinni eins og þeim er gert að gera! Persónulega er ég farinn að vonast til að við endum í fyrir neðan fjórða sætið svo Moores selji klúbbinn til L4 bara til þess eins að það komi fjármagn inn í klúbbinn. Við þurfum að koma okkur úr þessari helvítis fortíðarvitleysu og drullast til að segja “HÆ” við 21.öldina! Við unnum alla þessa titla fyrir mörgum árum og erum ENNÞÁ sigursælasta lið helvítis Englands en með þessu áframhaldi fer Preston North End fram úr okkur eftir fáein ár!

  19. “Hvurslags djöfulsins vitleysis komment er þetta?” segir Einar þegar ég óska eftir því að Garcia meiðist sem fyrst.

    Mín skoðun er sú að hann geri meira ógagn en gagn. Þess vegna mættum við bara bæta við varnarmanni og henda honum út. Hann er í sífellu að reyna eitthvað sem hann ræður ekki við. Hann er að reyna að bregða sér í hlutverk leikstjórnanda og ráfar um miðjuna eins og vitstola gimbur. Missir svo boltann og vælir og lagar hárbandið. Við eigum betra skilið. Getur þú nefnt mér eitthvað sem Garcia er góður í?

    -Hann er ekki markaskorari
    -Hann er ekki að leggja upp mörk
    -Hann heldur boltanum illa
    -Hann er afar dasaður í að byggja upp sóknir

    Hvað gerir þessi kappi svo vel að það verðskuldi sæti í liðinu?

    Ekki bætti úr skák að Pellegrino ákvað að fara á draumasendingaflipp og sendi alltaf vonlausa bolta yfir miðjuna og beint á andstæðinga.

    Ok, það er einfalt að blóta mönnum endalaust, en hvaða lausn sé ég á málinu?

    Dudek
    Raven – Carra – Hyypia – Traore
    Biscan – Gerrard – Riise
    FSP – Morientes – Baros

    Með Morientes fremstan og Gerrard framarlega á miðjunni.

    Auðvitað eru helvítis meiðslin að drepa okkur. Hrikalegt að missa Alonso.
    Vonandi fer þetta að skána hjá okkur, djöfull sem það er frústrerandi að sjá svona marga góða fótboltamenn skíttapa fyrir botnliðum.

    Þakkir fyrir skemmtilega síðu.
    -Baros

  20. Ég held að menn þurfi aðeins að slaka á, anda djúpt og setja hlutina í rétt samhengi. Þetta var slæm vika og liðið okkar á í erfiðleikum með sjálfstraustið núna, en fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Innkoma Pongolle og Raven í dag var jákvæður punktur, sem og hungrið sem Baros sýndi í leiknum.

    Þá held ég að menn þurfi að hafa í huga að Gerrard var að spila meiddur í dag. Hann er fyrirliði liðsins og ef hann getur mögulega leikið þá leikur hann, þótt hann sé ekki 100% heill. Til þess er ætlast af fyrirliðum. Þannig að í dag var hann ekki að vinna út um allan völl, farandi í tæklingar og brunandi að vörn andstæðinganna. Þess í stað reyndi hann að vera sniðugur og stjórna spilinu, Alonso-style, og skapa svæði með útsjónarsömum sendingum. Það bara gekk ekki hjá honum í dag, hvort sem það er dagsformi eða meiðslunum að kenna veit enginn nema hann sjálfur.

    Hins vegar, í fjarveru hans þá þurftum við á öðrum miðjumönnum að halda til að draga vagninnn fyrir okkur. Í haust þegar Gerrard vantaði í liðið höfðum við menn á borð við Alonso, Kewell og góðan-García til að skapa hættu á vallarhelmingi andstæðinganna, sem sýndi sig í slatta af mörkum og yfirhöfuð góðri spilamennsku.

    Í dag var García í stórkostlegu óstuði og Hamann & Riise sönnuðu enn og aftur að þeir eru ekki skapandi miðjumenn. Því sást “fjarvera” Gerrards miklu, miklu, miklu betur í dag heldur en í haust.

    Ég hef oft sagt að við söknum Alonso þessa dagana, en staðreyndin er sú að við söknum Kewell líka. Þótt hann hafi ekki verið upp á sitt besta í haust verða menn að muna að hann er kominn með einhverjar 5-6 stoðsendingar á þessu tímabili, auk marksins sem hann skoraði gegn Aston Villa. Þá býður hann upp á góða vinnslu og fjölhæfni á miðjunni og í sókn, sem fáir aðrir í hópnum okkar geta boðið uppá.

    Eftir svona tvær vikur verða þeir Kewell, Josemi, Finnan og Smicer byrjaðir að æfa á fullu á ný með Liverpool. Þá strax verður þetta betra, bæði í vörn og sókn.

    Og já ég er sammála þér með fyrsta markið, Einar: Dudek átti að verja þetta á nærstönginni. Hann fékk líka á sig slæmt óþarfamark á nærstöng gegn Tottenham í fyrsta leik tímabilsins – þannig að maður hlýtur að spyrja sig hvort þetta sé einhver akkilesarhæll hjá honum? Er Dudek lélegur í að loka fyrir nærhornið?

  21. Það veit Guð, Jésús Kristur og allir þeir félagar að ég hef verið jákvæður gagnvart öllu tengdu Liverpool í gegnum tíðina og meira að segja skammaður fyrir það að vera of mikil Pollýanna af félögum mínum ekki jafn trúuðum mörg síðustu ár, en ég verð að koma eftirfarandi á framfæri:

    “Í dag var García í stórkostlegu óstuði” sagðirðu… Þetta er eiginlega meira “Síðan í byrjun OKTÓBER” var Garcia…

    Ég var alveg jafn mikið og allir aðrir hrifinn af Garcia í haust, kannski ekki tilbúinn til að kalla hann hinn nýja Keegan eða Dalglish eins og var gert í sumum fjölmiðlum eftir frábæra heimaleiki, en verulega ánægður með hann engu að síður. En GUÐ MINN GÓÐUR hvað hann hefur verið lélegur síðustu tvo mánuði. Ég var öskrandi á sjónvarpsskjáinn um að skipta gæjanum út þegar hann skoraði snilldarmarkið á móti Norwich, hafandi fengið nóg af honum allan þann leik og næstu leiki á undan.

    OK, þar sannaði hann vissulega að ég hafi ekki alltaf rétt fyrir mér fyrir framan sjónvarpsskjáinn, en að þessu marki undanskildu þá verð ég að segja að ég hef sjaldan séð leikmann sem sóar boltanum jafn rosalega og Louis Garcia.

    Ég vona óendanlega mikið að hann nái að koma sér í takt við boltann í Englandi og að þetta verði svona Pires dæmi þar sem hann eigi ömurlega byrjun en verði svo afburðamaður… En ómægod, hvað vaxtarverkirnir eru þá erfiðir.

  22. En hvað haldiði annars um commentið hjá öðrum þeim sem lýsti leiknum að samkvæmt einhverjum gaur sem væri “nátengdur” Mourinho þá væri “Gerrard til Chelsea in the summer a done deal”. Miðað við frammistöðuna í þessum leik þá er það helvíti trúlegt. Maður gat nánast lesið úr augunum á honum “Ég nenni ekki að vera lengur í þessu liði sem er ekki að fara að vinna neitt”. Eins og hann er góður þegar hann er í gírnum þá kom ekkert út úr honum í gær.

  23. Ef þetta comment er rétt þá eigum við að selja hann fyrr en seinna til að fá meiri pening fyrir hann.

    Ég myndi telja rétt verð fyrir Gerrard sé á bilinu 35-40milljónir punda. Ekki pensi minna. Fyrir þennan pening er hægt að kaupa 3 heimsklassaleikmen.

    Annars fer þessi umræða mjög í taugarnar á mér og sérstaklega þegar hann sjálfur stígur fram og segir að hann muni ekki vera áfram í Liverpool ef þessi og hin markmið nást ekki. Hann sjálfur er stór factor í því að þessi markmið náist þannig að hann getur kennt sjálfum sér um ef ekki gengur sem skyldi.

    Baros? Hvað meinarðu með því að vilja losna við leikmenn Liverpool í meiðsli, maður vill engum svo illt, ekki einu sinni viðbjóðnum roy keane hjá manjú, vil frekar sjá hann í banni en ekki meiðast.

    Varðandi Dúdek og nærstangafóbíuna! Ég hef sagt í allan vetur að hann er of passívur. Með því að mæta aðeins meira út þá lokast fyrir möguleikana hjá sóknarmanninum og markið minnkar. Því miður er Dudek ekki nógu traustur markmaður fyrir LFC. Bláköld staðreynd.

    Við megum samt ekki gleyma því að Rafa er að “byggja upp liðið sitt” og það er lágmarkskrafa að gefa honum smá tíma og fyrirgefa lægðir eins og þessi vika er búin að vera.

    Við erum jú ennþá í bullandi séns um 4sætið, eigum góðan möguleika á Deildarbikarnum og gætum farið mun lengra í CL.

  24. Alveg rétt Svavar ef taflan er skoðuð þá lítur þetta ekki eins illa út, Everton byrjaðir að hiksta og einhvernveginn finnst manni að þeir ættu að hirða af þeim 4 sætið fljótlega.

    En ég bara get ekki skilið hvernig þessi hópur af leikmönnum sem gat sýnt þessa líka brilliant frammistöðu á móti Arsenal, Chelsea og restina af Olympiakos leiknum, getur dottið niður á þetta handónýta level eins og í þessum leik. Ég meina menn gátu varla gefið boltann á hvern annan.

  25. Já, en þetta er ekki sami hópur og í þessu leikjum, sem þú telur upp Kristinn J. Án efa lang, lang, lang, lang, langlélegasti leikmaðurinn, Pellegrino var til dæmis ekki með.

    Ég neita að trúa því að ég sé að skrifa þetta, en ég sakna Steve Finnan! Mestu mistök, sem Benitez hefur gert í vetur er að brjóta upp miðherjapar Hyypia og Carragher.

    Og auðvitað er það rétt hjá Kristjáni að við söknum Kewell líka mikið.

Southampton á morgun!

Santiago Solari?