Janúar 2004 og 2005

Án þess að kommenta neitt á þetta allt saman, þá tók ég saman lista yfir þá menn, sem hafa farið frá og komiðp til Liverpool eftir að Rafa Benitez tók við. Ég skal leyfa ykkur að meta hvort við séum á réttri leið. Skoðun mín ætti að vera kunnug öllum þeim, sem lesa þessa síðu, en það virðast ekki allir vera sannfærðir.

Út: El-Hadji Diouf (lán)
Inn: Luis Garcia

Út: Danny Murphy
Inn: Xabi Alonso

Út: Michael Owen
Inn: Fernando Morintes

Út: Emile Heskey
Inn: Djibril Cisse

Út: Markus Babbel
Inn: Mauricio Pellegrino

Út: Bruno Cheyrou (lán)
Inn: Antonio Núnez

Út: Salif Diao (lán), Alou Diarra (lán), Anthony Le Tallec (lán), Gregory Vignal (lán)
Inn: Scott Carson

Langvarandi meiðsl: Alonso, Kirkland, Smicer, Cisse.


Tökum svo þau lið, sem ég tel að GH og RB hafi viljað stilla upp ef allir væru heilir í janúar 2004 og janúar 2005:

Byrjunarlið fyrir ári:

KIRKLAND

FINNAN – HYYPIA – BISCAN – CARRAGHER

MURPHY – HAMANN – GERRARD – KEWELL

OWEN – HESKEY

Bekkur: Baros, Smicer, Cheyrou, Traore, Diao, Dudek

Besta byrjunarliðið í dag (ég geri ráð fyrir því að Carson sé betri en Dudek, það bara hlýtur að vera!):

CARSON

FINNAN – HYYPIA – CARRA – RIISE

GARCIA – ALONSO – GERRARD – KEWELL

BAROS – MORIENTES

Bekkur: Kirkland, Cisse, Pellegrino, Smicer, Núnez, Biscan

Hvort liðið velur þú?

8 Comments

  1. Mundi velja RB liðið, efast samt um að Carson sé betri en Dudek. Aðeins búinn að spila 3 byrjunarliðsleiki fyrir Leeds: Man Utd, Middlesborough og Chelsea. Hefur ekkert spilað á þessu tímabili en “is highly rated!” (hljómar kunnuglega).

    Held að Houllir hefði sett Diouf á hægrivænginn í staðin fyrir Murphy.

    Það er augljóst hvort liðið er batra, en það er hægt að bæta það lið mun betur!

  2. Einar, ég myndi pottþétt velja lið Benítez en ég verð samt að segja að ef hann hefði alla heila myndi hann sennilega velja Cissé sem félaga Morientes í framlínunni. Ég er nefnilega ekkert svo viss að Baros verði átómatískur fyrsti kostur með Moro í haust, held að Benítez hafi séð Cissé fyrir sér sem framherja #1 áður en hann meiddist. Það sést vel á því að hann byrjaði fleiri leiki í byrjunarliðinu en Baros áður en hann fótbrotnaði, og þegar hann brotnaði var hann búinn að skora 3 mörk og Baros 4.

    En að öðru leyti þá sé ég ekki að það hafi verið ein einasta breyting til hins verra á liðinu síðasta árið… 🙂

  3. Ef allir senterarnir eru heilir, þá hlýtur Baros að vera fyrsti kostur.

    En annars myndi ég velja Benitez liðið, en spila 4-3-3 á heimavelli…. henda þá Garcia út fyrir Cisse.

  4. Jammm, Baros hlyti að vera númer 1. Cisse á algjörlega eftir að sanna sig í enska boltanum, þrátt fyrir að ég sé fullviss um að hann geri það einn daginn.

  5. Jamm ég er sammála ykkur í því að þangað til Morientes og Cissé hafa sannað sig í enska boltanum eins og Baros hefur gert ætti Baros að vera #1. Hann er líka uppáhaldsleikmaðurinn minn og allt það. Ég var hins vegar bara að segja það sem ég held að Benítez hefði valið, ef hann hefði Cissé heilan núna. Ég held að Benítez hefði viljað byggja lið í kringum leikstíl Cissé, ekki í kringum leikstíl Baros.

  6. Ég held að Hamann og Traore séu hærra skrifaðir hjá RB en þið látið í veðri vaka með uppstillingunni.

    Ég get vel trúað að Hamann og Traore séu kostir fram yfir Pellegrino og Biscan. :confused:

    En skemmitleg pæling….. :biggrin:

    Mér finnst það oft gleymast í umræðunni að Houllier skilað titlum til Liverpool… Og hverjir höfðu ekki tröllatrú á Houllier til að byrja með?
    Mér finnst Houllier stundum vera málaður sem heldur mikill skúrkur….

    Ég persónulega hef tröllatrú á Rafa en er ekki alveg tilbúinn í einhvern voða samanburð fyrr en Rafa hefur sannað sig. 😉

  7. af hverju í ósköpunum er carson settur í byrjunarliðið? hefur einhver séð hann spila?

Carson kemur til okkar!!!

Carson búinn að skrifa undir