Burnley í kvöld!

Hmmm, Salif Diao er farinn til Birmingham. Takk fyrir mörkin þrjú Salif, en lítið annað því miður.

Allavega, við eigum leik við Burnley í kvöld og það er eiginlega ekkert mikið um hann að segja sem ég hef ekki þegar sagt. Ég skrifaði upphitun fyrir Burnley-leikinn sem var frestað fyrir tveim vikum, og í raun stendur hún bara enn. Þetta er leikur gegn neðrideildarliði sem gæti reynst skeinuhætt, en við ættum þó að vinna. Aðalmálið er samt það að sjá ungu strákana spreyta sig. Það verður gaman að sjá hvernig þeim tekst til.

Byrjunarliðið verður held ég eins og ég spáði fyrir um fyrir tveim vikum, fyrir utan tvær breytingar. Pellegrino þarf að spila sig í form og verður því í miðri vörninni með Whitbread, á meðan Diao er farinn og því kemur John Welsh væntanlega inn á miðjuna með Biscan. Liðið verður því væntanlega eitthvað á þessa leið:

Dudek

Raven – Whitbread – Pellegrino – Warnock

Potter – Biscan – Welsh – Rise

Mellor – Pongolle

Þá verður Jon Otsemobor væntanlega einhvers staðar á bekknum og mun örugglega taka einhvern þátt í þessum leik.

MÍN SPÁ: Ég held mig við mína fyrri spá – 4-2 fyrir okkur og Pongolle & Mellor skora tvö hvor … nema Potter læði einu inn. 😉

Það verður allavega stórskemmtilegt að horfa á þennan leik, held ég. Opinn baráttuleikur á milli tveggja áþekkra liða (varaliðið okkar sko) á drullusvaðsvelli. Áfram Liverpool! 🙂

5 Comments

  1. Pellegrino er ekki gjaldgengur, því hann hafði ekki verið skráðuir leikmaður LFC þegar leikurinn átti upprunalega að fara fram og það stendur.

  2. Nei sama gildir yfir þá báða, hvorugur fær að taka þátt í þessum leik.

  3. Eigum við að ræða þennan leik í kvöld?
    úff…. ekki byrjar nýja árið neitt sérstaklega vel….
    tap gegn Chelsea, gegn ManUtd og núna dottnir út úr FA Cup…..
    Hvar endar þetta…. með spænsku veikinni?

Rafa: Carson ætti að velja Liverpool!

Burnley 1 – L’pool 0