Salif Diao að fara? LOKSINS!

salif_til_birmingham.jpgYes!!!

Skv. öllum helstu fréttamiðlum gæti Salif Diao verið á leið til Birmingham á næstu dögum, þar sem Liverpool hafa tekið tilboði þeirra um að fá hann að láni út tímabilið. Nú á Diao bara eftir að samþykkja kaup og kjör … og þá er þetta gengið í gegn og Diao gæti verið orðinn Birmingham-leikmaður um næstu helgi, for all we know.

Ef þetta gengur eftir er Diao komin í hóp með mönnum á borð við Cheyrou, Diouf, Vignal, Medjani og jafnvel Diarra sem að ég tel að muni líklega fæstir, ef nokkrir, spila aftur fyrir Liverpool FC.

Og maður verður því miður bara að segja: farið hefur fé betra. Don’t let the door hitcha on the way out og allt það… Diao er einfaldlega ekki nógu góður fyrir Liverpool og ég er búinn að bíða lengi eftir fréttum af brottför hans – eins slæmt og það kann að hljóma.

Þessi maður á bara ekkert erindi í Liverpool-liðið í dag og því er best fyrir alla að hann sé að sendur í burtu frá okkur.

Góðar fréttir svona í upphafi langrar viku. 😉

4 Comments

  1. YEAH!!! :biggrin2:
    Sammála þér í einu og öllu! …Nema kannski með Diarra..ég hef trú á honum þó ég hafi aldrei á ævinni séð hann spila…hann er allavega að standa sig vel í Frakklandi og eitthvað að banka á dyrnar hjá landsliðinu. Hann gæti verið efnilegur. Það vona ég allavega! 🙂
    Það eina slæma við þetta Diao mál er að hann er bara í láni…sem þýðir að hann gæti komið AFTUR!!! 😯 …Það ætla ég nú að vona að gerist aldrei nokkurn tíman! 😉

  2. Ég er aftur á móti ekki sammála með Vignial, þegar ég sá hann spila í vinstri bak með Riise á kantinum hélt ég að framtíðin væri björt á þeim væng. Svo var hann sendur í lán og meiðsl og hefur ekki sést á Anfield í langan tíma. En það er þó gott að einhver vill eiga þessa aula sem Houllier keypti, vonandi kaupir einhver Diouf í sumar (þó ekki væri nema bara til að losa hann af launaskrá).

  3. hvernig væri bara ef við mundum gefa Senegalana til góðgerðarmála :confused:

  4. Þó svo að menn fari á lánssamninga þá hljóta að sparast einhver pund á að borga þeim ekki laun á meðan, losa bara sem flesta af þeim sem ekki eru að fara að vera með í þessum hópi og nota peningana til að ná í topp kalla eins og Aimar. Hvernig var annars með það dæmi er það alveg kólnað eða hvað.

Meistarahópur: hvað vantar mikið uppá?

Rafa: Carson ætti að velja Liverpool!