Morientes skrifar undir 3,5 ár

**STAÐFEST**: Morientes búinn [að skrifa undir](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N147469050113-1711.htm) til þriggja og hálfs árs. Hann verður kynntur á blaðamannafundi klukkan 1 á föstudag.

8 Comments

 1. Kaupin á Morientes eru þau stærstu við LFC hefur gert í langan langan tíma ásamt kaupunum á Xabi Alonso.

  Rafa keep up the good work!!!!

 2. eru það ekki 3 og halft ar bara að hafa það á hreinu en goð síða og haldið áfram takk

 3. Kewell, Finnan, Le Tallec, Sinama Pongolle, Cissé, Alonso, García, Pellegrino, Morientes… eftir nokkur slæm leikmannakaup sumarið 2002 þá verður maður eiginlega að dást að því hversu góð kaup hafa verið gerð síðan sumarið 2003. Sérstaklega standa þau kaup sem gerð voru síðasta sumar, og svo Morientes núna, þar upp úr.

  Ef við bætum Gerrard, Carragher, Riise, Hyypiä, Hamann og Baros við þessa sem hafa verið keyptir síðustu tvö árin þá erum við bara komnir með nokkuð þéttan kjarna, að því gefnu að allir séu heilir.

  Þetta er þéttur og öflugur kjarni sem er vel hægt að byggja nokkra titla á á næstu árum :biggrin:

 4. 😯
  Hvernig líst ykkur á þetta? …Að Anelka gæti líka verið opinberaður sem leikmaður Liverpool á morgun… http://www.lfc-forum.co.uk/html/forumlatest.html – Er þetta kannski bara einhver bull síða sem ég er að vísa í hérna?
  Allavega…vá hvað ég er feginn að þessi endalausa saga um Morientes sé loksins á enda og maður getur farið að anda rólegar! :biggrin2:

 5. Jamm, ég sá þetta líka Hannes.

  Það bara gerist ekki að leikmaður sé keyptur, fari í læknsisskoðun og alles og sé svo “surprise signing” á einhverjum blaðamannafundi án þess að nokkur maður viti. Það bara gerist ekki.

  99,98% líkur á að þetta sé uppspuni :confused:

 6. Einar, það gerðist síðast þegar Anelka var kynntur á Anfield. Þá héldu allir að þeir væru að fara að hitta Baros sem nýjustu kaup okkar og það kom mönnum í opna skjöldu þegar Anelka var líka þarna!

  Ég nenni samt varla að velta mér upp úr þessu. Það væri snilld ef þetta myndi gerast en við fáum að vita það fyrir víst á morgun þegar Moro er kynntur. Ef Anelka er þarna líka verður maður ekkert hissa, en ef hann er ekki þarna þá skiptir það ekki öllu máli – að mínu mati er aðalmálið í dag að gleðjast yfir því að El Moro skuli vera kominn til L’pool! :biggrin2:

 7. Ég trúi því varla sem að ég les! Hvernig í ósköpunum getum við haft leikmenn á borð við Riise, Hamann og Hyypiä í kjarna sem að á að vinna titla ? Hvað þá Josemi, Nunez, Mellor, Pongolle, Traore, Dudek, Kirkland, Finnan, Garcia, Biscan og Diao ?

  Sumir af þessum leikmönnum eru fínir “squad players” en ekki reglulegir “first eleven,” COMMON !!! Ef að það er einhver “kjarni” sem að við eigum að byggja ofan á, þá er það Carragher-Alonso-Gerrard-Baros/Cissé/Moro.

  Okkur vantar nýja kantara, aðeins hægri kant ef að Kewell hunskast til þess að koma sér í form, miðvörð, hægri og vinstri bakvörð, markmann og einn sókndjarfan miðjumann. Þetta eru hlutir sem að LiverpoolFC vantar ef að það á að geta stillt upp ALMENNILEGU 11 manna liði. Riise er fínn leikmaður sem að er gott backup ásamt Garcia, Traore, Finnan, Biscan, Pongolle og jafnvel Nunez og Josemi. En enginn af þessum leikmönum eru leikmenn sem að munu vinna fyrir okkur Deildina.

  Það er ennþá mikið eftir í uppbyggingarstarfi Benitez þannig að þið skulið ekki fara að hlaupa frammúr ykkur þá svo að nokkur úrslit ganga okkur í hag.

Aðeins um Fernando Morientes

Gerrard leikmaður mánaðarins