Liverpool og Real BÚIN AÐ SEMJA! (uppfært)

[STAÐFEST](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N147454050112-1252.htm): Liverpool og Real Madrid hafa samið um verð á Fernando Morientes.

Núna þarf bara að klára samning við leikmanninn sjálfan og hann þarf svo að klára læknisskoðun.


**Uppfært (Einar Örn)**: Morientes [tjáði sig á blaðamannafundi í Madrid í morgun um málið](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=249360&CPID=23&CLID=&lid=2&title=Moro+excited+by+Reds+switch&channel=Football_Home):

>”I am going to Liverpool and it was not a decision that I took in a second. My family and I thought about it a lot. I told the club (Real Madrid) that I wanted to play, I had various offers but I thought the most interesting one was Liverpool.

>”Now all I can do is hope that the medical goes well and I am registered in time to play (on Saturday). You can’t ask for more than a debut against Manchester United. It would be a great debut for me and even better if the team wins.

>”I am grateful the club have accepted my wishes to go to Liverpool rather than other better offers they could have had.

Gott mál. Voooonandi spilar hann á móti Man U. Mikið væri gaman að sjá þá Baros og Morientes frammi á móti taugahrúgunum í marki Man U (hvor sem að verður nú í markinu).

8 Comments

  1. Þetta er ljómandi skemmtilegt myndband. Markið á móti Chelsea er í sérstöku uppáhaldi hjá mér 🙂

    Annars varðandi Hyypia-cam, þá hefur Antonio Nunez verið langhætulegastur í hornum að undanförnu. Þrisvar (Chelsea, Olypmiakos og W.B.A.) hefur verið bjargað á marklínu frá honum eftir skalla. Hann þarf nauðsynlega á því að halda að einn bolti fari inn.

  2. Flott myndband, þetta eru væntanlega öll mörkin sem hann skoraði fyrir Monaco í meistaradeildinni. Morientes er náttúrulega topp quality og ekkert annað. Baros og Morientes inná og Pongolle til að skipta inná, nú erum við að tala saman. Vonandi að Mellor komist í eitthvað lið sem hentar honum betur fljótlega því hjá Liverpool bíður ekkert annað en varaliðið (nema að Morientes detti og fótbrotni á leiðinni út á flugvöll 7-9-13)

  3. Heyrði orðróm um að hann hefði fengið raflost af míkrofónunum á blaðamannafundinum hjá Real. Svo tognaði hann á læri þegar hann hrökklaðist aftur á bak, datt síðan og hálsbrotnaði. Verður frá keppni til 2010. :rolleyes:

  4. Við getum allavegana sagt að ef að Morientes meiðist og Michael Owen haldi sér heilum heilt tímabil hjá Real Madrid, þá er einhver konar bölvun á Liverpool.

  5. Þegar hann var hjá Real áður en hann fór til Monaco þá fannst manni einhvern veginn að hann væri bara svona vítateigs striker sem tæki skallaboltana. En hann sýndi svo ekki verður um villst hjá Monaco að hann hefur miklu meira að bjóða en bara kollinn á sér. En það er ekki spurning að Liverpool hefur sárlega vantað mann eins og Morientes sem skapar virkilega hættu í fyrirgjöfum. Baros tekur stunguboltana og Morientes fyrirgjafirnar. Alonso og Gerrard að mata upp miðjuna og þá vantar bara að skapa virkilega hættu upp kantana því eins og staðan er núna eru kantmennirnir ekki nógu stöðugir/góðir/hættulegir/flinkir eða eitthvað. Allaveganna eru fyrirgjafirnar ekki að skila sér nógu vel inn í boxið.

Rafa staðfestir komu Morientes!!!

Aðeins um Fernando Morientes