Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum (uppfært)

Samkvæmt [Rick Parry eru Real og Liverpool](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15059977%26method=full%26siteid=50061%26headline=reds%2dstill%2dhopeful%2dover%2dmorientes-name_page.html) enn að þræta um kaupin á Fernando Morientes. Parry segir við Echo: *”We remain hopeful of bringing the deal to a conclusion. Further talks took place over the weekend but we are still some way off reaching an agreement.”*

Í sömu frétt segir að Liverpool neiti því að hafa áhuga á markverðinum Cesar, sem og Andy Johnson.


Mauricio Pellegrino mun vera í treyju [númer 12](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N147408050110-1137.htm) og mun að öllum líkindum spila sinn fyrsta leik gegn Watford á morgun í undanúrslitum deildarbikarsins.


Í FA bikarnum [dróst Liverpool gegn Bournemouth](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N147410050110-1338.htm). Til að fá að spila á móti þeim þurfa Liverpool að vinna Burnley, en sá leikur verður 18.janúar. Bournemouth eru í [6. sæti í fyrstu deildinni](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/eng_div_2/table/default.stm), sem var einu sinni önnur deild og líka einu sinni þriðja deild.


Uppfært (Kristján Atli): Mauricio Pellegrino mun ekki spila gegn Watford á morgun, þar sem Rafa segir hann vera of nýbyrjaðan að æfa með liðinu til að koma til greina. Hins vegar ætlar Rafa að velja sterkt byrjunarlið gegn Watford og vill því greinilega vinna þennan bikar. Já, og hann ætlar að kaupa Morientes á næstu tveimur dögum, ellegar snúa sér annað.

En hverjar eru þá bestu fréttir dagsins, spyrjið þið? Jú: MILAN BAROS verður í byrjunarliðinu á morgun!!!

Það þykir mér stórkostlegur léttir … vonandi fáum við að sjá Baros og Pongolle spila saman frammi, sé ekki að Watford muni ráða við þá sóknarlínu… 😀

5 Comments

 1. fann þessa grein á netinu…

  ég vissi ekki að houlier hafi verið að skoða heiðar… (er reyndar bara slúður… en hann hefur allavegna sannað sig hjá watford…)

  hvernig væri að kaupa hann til liverpool??? ég trúi ekki öðru en að hann myndi standa sig vel… íslendingar hafa séð það margoft hversu öflugur framherji hann er… og hann hefur sýnt það í vetur að hann er sennilega besti framherjinn í fyrstu deildinni…

  spurning hvort hann gæti gert góða hluti í úrvalsdeildinni með stóru liði… 😉

 2. Já Heiðar Helguson maður, er Veigar Páll og Ívar Ingimarsson ekki líka falir fyrir rétt verð? Bamm bamm tssss……….

 3. Frábært að Baros skuli vera með. Við erum búin að sakna hans verulega í síðustu leikjum.

  Svo nenni ég ekki að fylgjast með þessari Morientes vitleysu. Gott hjá Rafa að setja deadline á þetta. Það er óþolandi að bíða eftir þessu.

 4. Hann hefur nú þegar gert “góða” hluti í efstu deild. Meðal annars skoraði hann 2 mörk á móti Liverpool í einum af sínum fyrstu leikjum hjá Watford ef minnið svíkur mig ekki. 😡

 5. Frábær grein Árni og gaman að sjá hvað Watford menn hafa mikið álit á Heiðari.
  Annars var ég eiginlega að vona að Charlton eða eitthvað lið myndi kaupa Heiðar fyrir leikinn því miðað við lukku Liverpool og hversu geðbilaður Heiðar er á velli þá er ég eiginlega viss um að hann á eftir að fótbrjóta einhvern varnarmanninn í leiknum.

Meira af Cesar og Morientes + annað slúður

Watford í undanúrslitunum í kvöld!