Morientes kemur líklega ekki… Anelka?

nico_liverpool.jpg Ókei, skv. Sky Sports mun Morientes, sem spilaði einmitt allar sjö mínúturnar með Real í gær, ekki fá að fara frá félaginu þar sem Luxemburgo þjálfari þeirra vilji hafa hann, telji hann vera mikilvægan hlekk í þessu liði.

Maður spyr sig enn: Ronaldo er brasilískur, Raúl er ósnertanlegur í Madríd og Owen er nýji hot-shot framherjinn. Þá er Robinho á leið til Real í sumar … vill Morientes vera áfram þótt þeir vilji hann?

Allavega þá er talað um að Morientes muni ræða við Real og Luxemburgo og hugsa sig um og pæla í málunum og … og … og …

Þessi hringavitleysa á víst að taka einhverja 10-15 daga skv. heimildum og ef – EF – Morientes vill enn fara eftir þann tíma gæti hann verið tilbúinn í félagaskipti upp úr 20. janúar.

Málið er bara það að ég efast stórlega um að Benítez sé reiðubúinn að láta teyma sig áfram, fyrirgefið bíða í 10-15 daga. Ef svarið sem kæmi svo frá Morientes væri “nei”, þann 20. janúar, gætum við lent í stórkostlegum vandræðum þar sem við hefðum mjög knappan tíma til að finna annan framherja.

Þannig að ég ætla að gerast djarfur og leyfa mér að lýsa því yfir hér með að – þótt Morientes kunni enn að vilja koma – þá sé Benítez núna búinn að fella hann niður í “þriðja kost” í leikmannakaupum á eftir þeim Nico Anelka og David Villa hjá Real Zaragoza.

Enn og aftur: við munum kaupa framherja. Spurningin er bara hver – og miðað við þróun mála síðustu vikuna þá er svarið við þeirri spurningu mjög líklega, “ekki Morientes”.

Því miður. En samt eru enn spennandi möguleikar þarna úti. Þetta kemur allt í ljós … það er bara biðin sem er svo fjandi erfið. 😉

8 Comments

 1. taka anelka, hann er yngri og getur spilað í meistardeildinni, eins hann þarf ekki mikinn aðlögunartíma og hefur sannað sig í þessari deild. Að hugsa sér að við keyptum helvítis rottuna Diouf( afsaka orðbragðið) fyrir sama pening og við hefðum geta fengið anelka, þarna gerði houllier sín stærstu mistök. Hann eyddi 20 milljón pundum í Diouf, Diao og cheyrou og þessir menn eru 0 krónu virði í dag. Frábært
  Drífa sig að versla Anelka og síðan tókum við Shaun Wright Phillips í sumar og þá fer þetta að verða klárt. Cisse, Baros, Anelka og Pongolle frammi Kewell, Gerrard, Alonso, Hamann, biscan, Garcia, Nunez og S. Wright phillips á miðjunni og Riise, traore, Hyypia, Carra, Pellegrino, Josemi og finna í vörninni og síðan Dudek í markinu og kannksi Cudicini með honum. Þetta er liðið sem ég vill sjá á þessu ári og taka titillin vorið 2006. Takk fyrir

 2. Ég trúi ekki að Morientes sé svo vitlaus að hann láti plata sig tvisvar á sama tímabilinu.

  Fyrst vildi Camacho (held að þetta sé rétt skrifað) ekki missa Morientes til Liverpool þegar Owen var keyptur. Þá sagði hann Morientes vera mikilvægan hlekk í liðinu. Ekki stóðust þau stóru orð. Og nú er nákvæmlega það sama upp á teningnum, Luxemburgo er að reyna að telja Morientes trú um það að hann sé mikilvægur liðinu og þeir megi ómöglega missa hann. Hvernig er hægt að kaupa svoleiðis rök, eins og Kristján Atli nefnir hér réttilega þá eru fyrir leikmenn eins og Ronaldo, Raul, Owen og nú á að kaupa Robinho. Þar að auki er á hverju sumri keyptur einn heimsklassa sóknarmaður.

  Vonandi sér Morientes ljósið og fylgir því til Anfield.

  Kveðja
  Krizzi

 3. Maggi, ég var að lesa að Biscan sé að fara. Allaveganna má hann fara og kíkja eftir öðrum liðum.
  Benites hefur sagt honum að hann verði að fara að ákveða sig.
  Ég hef ekki séð Biscan spila í deildinni síðan hann var að spila í vörninni hjá Houllier, en eftir því sem ég hef lesið það væri það grátlegt að missa hann núna. 🙁

 4. Skil bara ekki hvað er verið á púka uppá Diao, hann getur ekkert það er bara heppni ef hann nær sendingu á samherja. Biscan hefur verið að spila vel þá leiki sem hann hefur spilað. Hann er enginn varnarmaður heldur miðjumaður það sjá það allir. ‘Eg vill gefa honum séns því álagið fer bara að aukast í nýju ári og Gerrard verður að fá einhverja hvíld. Vill ekki sjá Diao meira í þessu liði frekar gefa ungum leikmönnum séns.

 5. Sammála þér með Diao, finnst hann ekki merkilegur pappír. Endilega að gefa Biscan fleiri sénsa.

 6. Fínt mál að fá Anelka, vil hann eiginlega frekar en Morientes. Anelka er ungur, þekkir til á Anfield og flestallir stuðningsmenn voru ánægðir með hann á sínum tíma.

  Sé alveg fyrir mér franska sóknarlínu í framtíðinni; þ.e. Anelka og Cisse.

 7. Hvað er Luxemburgo að tala um að hann vilji ekki selja Moritentes til Liverpool því það væri eins og að rétta óvini hjálparhönd?

  Hann er að rétta okkur hjálparhönd, en ekki í meistaradeildinni því hann mætti ekkert spila fyrir okkur þar! Þá ætti þetta ekkert að skipta Madrídinga neinu máli! :tongue:

 8. Ég held að hann hafi sagt þetta við fjölmiðla til að hækka verðið á Moro. Hann er líklega að fjármagna kaup á Robinho.

Pellegrino orðinn Liverpool leikmaður

Cudicini?