Enn versnar meiðslavandinn

Ja hérna. Það ætlar ekki af þessu liði að ganga. Læknar hafa nú staðfest að Xabi Alonso verði ekki frá í 5 vikur. Nei, hann verður frá í [**10 vikur**](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15040889%26method=full%26siteid=50061%26headline=benitez%2ds%2dinjury%2dworries%2dcontinue-name_page.html). Tveir og hálfur mánuður. Hann spilar ekki aftur fyrr en í enda mars.

Einnig, þá þarf Chris Kirkland að fara í aðgerð og verður frá í **3-4 mánuði**. Hann hefur þar með endanlega sannað það fyrir mér að það þurfi að láta hann fara frá liðinu. Getum ekki treyst á mann, sem er heill í mánuð á ári.

Mis-spennandi slúður

Mat okkar á hópnum á fyrri hluta tímabilsins! (þjálfarinn)