Pellegrino á leiðinni (uppfært)

pellegrino-rafa.jpgJæja, það virðist vera staðfest að [Mauricio Pellegrino er á leið til Liverpool](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4144837.stm). Valencia hafa gefið Liverpool leyfi til að tala við hann og hafa sagt að hann geti farið á frjálsri sölu, en samningur hans rennur út í sumar.

Við höfum talað [áður](http://www.kop.is/gamalt/2004/12/29/20.08.30/) um Pellegrino, en hann er 33 ára gamall argentískur varnarmaður og hefur verið lykilmaður í gríðarlega sterkri vörn Valencia alveg þangað til núna að Claudio Ranieri hefur ekki fundið þörf fyrir að nota hann í liðinu.

Það er augljóst að Henchoz er á leið í burtu (sennilega [til Rangers](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4144899.stm)), svo okkur veitir ekki af meiri breidd í vörnina og Pellegrino ætti að leysa sitt hlutverk vel.


**Uppfært (Einar Örn)**: The Guardian [fjalla aðeins betur](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,1563,1383000,00.html) um þetta mál og þar er m.a. viðtal við Mauricio sjálfan:

>”It’s an option that I like very much. I feel very satisfied as it’s a personal choice made by Benitez, who was the one to tell me of this possibility.

>”I think it could be a question of hours. At my age, it’s a great satisfaction that this opportunity comes along. I have always wanted to play in English football.”

Þá spyr ég bara, höfum við haft Argentínumann hjá Liverpool áður? Ég man ekki eftir neinum svona þegar ég hugsa útí þetta núna, en ég gæti þó verið að gleyma einhverjum augljósum.

Já, og [Liverpool.is fjalla um Pellegrino stuttlega](http://www.liverpool.is/frettir/frett.asp?id=6108). Mér líst persónulega verulega vel á að fá Pellegrino til liðs við okkur.

5 Comments

 1. Maður setur náttúrulega spurningarmerki við að kaupa 33 ára gamlan leikmann en hey ef hann fæst á free transfer og ef hann stendur sig vel þá spyr enginn um afmælisdaginn hans. Svo er líka ágætt fyrir Pablo Aimar að geta talað við einhvern um heimahagana þegar hann kemur 😉

  Hvernig er annars með Pellegrino hefur hann eitthvað spilað með landsliðinu ?

 2. Mér líst mjög vel á þetta. Ég hef séð Pellegrino spila oft og hann er mjög góður leikmaður, myndi jafnvel segja að hann minni mig svolítið á t.d. Carra hjá okkur eða Gary Southgate hjá Middlesboro. Aðalmálið er að hann er reyndur, fjölhæfur og mun eflaust reynast mjög góður út tímabilið. Gleymið því ekki að með komu hans er loksins hægt að gefa Hyypiä og Carra frí í einn og einn leik í deildinni sem er nauðsynlegt, enda sáu allir hvað þeir eru orðnir þreyttir í leiknum gegn Norwich í gær.

  Góðar fréttir. Flottur leikmaður sem mun hjálpa til við vörnina fram á vorið.

 3. Ég er sammála Kristjáni Atla síðustjóra þó að ég muni ekki mikið eftir leikmanninum. En við erum að tala um að við fáum hann á 0 já á 0 og Benitez hefur þjálfað hann áður og veit alveg uppá hár hvernig leikmaður hann er. Liverpool aðdáendur, ég ábyrgist hér með að Pellegrino eigi eftir að reynast okkur happafengur, klárir í það? 🙂

 4. Ekki hafa neinar áhyggjur af aldrinum. Við hjá Tottenham fengum hinn 33-4 ára gamla Naybet til okkar fyrir tímabilið, á næstum engan pening. Eins og menn muna myndaði hann, ásamt Jorge Andrade, eina sterkustu vörn evrópu hjá Deportivo La Coruna. Hann hefur spilað mjög vel, fyrir utan þá miklu reynslu sem hann hefur miðlað til yngri varnarmannanna. Hann verður væntanlega bara byrjunarmaður út þetta tímabil, en góð kaup engu að síður. Óska ykkur bara til hamingju með þessu stórgóðu kaup!

 5. Fint að fá Pellegrino, okkur veitir ekki að fá back up í vörnina. Þótt þetta sé eingöngu til vorsins. Hins vegar tel ég að leikmenn geti alveg verið á toppnum til ca. 36 árs (Gary McAllister) 🙂
  Hins vegar þurfum við að fá fleiri leikmenn til að geta gert raunverulega atlögu að topp 3!
  Aimar já takk.
  Morientes eða Anelka já takk.
  Ennfremur vil ég ekki sjá það að við seljum Biscan, ég trúi því ekki að við þurfum að selja góða leikmenn til að geta fjármagnað önnur kaup. Notum hann í stað Alonso og fáum Le Tallec tilbaka frá Frakklandi. Einnig spurning um að kalla Diarra tilbaka einnig.

  Hvort Henchoz, Diao og fleiri minni spámenn fari… flott… svo framanlega sem við borgum ekki með þeim.

  Að lokum… gefum Diouf til einhvers lands sem við þurfum aldrei að heyra frá þessum fávita framar!

Mat okkar á hópnum á fyrri hluta tímabilsins! (sóknin)

Mis-spennandi slúður