Henchoz gagnrýnir Benitez

Jæja, ég hefði átt að sleppa því að [hrósa](http://www.kop.is/gamalt/2004/12/29/22.49.47/) hinum síþreytta Stephane Henchoz fyrir það að hafa ekki kvartað í fjölmiðla yfir því að vera ekki nógu góður fyrir Liverpool liðið.

Hann kemur fram í dag [og hraunar yfir Benitez](http://www.goal.com/NewsDetail.aspx?idNews=40918)

>”I am the king of the outlaws at Liverpool and my time is up at the club. “As far as they are concerned, I no longer exist.

>”If I now leave it will be as a free agent and Liverpool won?t make a single penny from me. After what the manager has done to me, I?m not going to give him any presents.”

Jahá! Það vantar ekki dramatíkina hjá Henchoz. Ég get ekki séð hvað er svona svakalegt við störf Rafa varðandi Henchoz. Henchoz er einfaldlega fyrir aftan Carra, Hyypia og Traore í vörninni. Hingað til hafa þeir verið heilir (7,9,13) og því fá tækifæri fyrir Henchoz.

3 Comments

  1. Tek undir þetta. Henchoz hefur átt frábær ár hjá okkur og svo virðist sem klúbburinn ætli að gera það rétta í stöðunni og leyfa honum að fara núna í janúar svo hann fái að spila. Hann hefur ekki fengið að spila og er ekki inni í myndinni hjá Rafa en það er ekki ástæða til að láta feril sinn hjá Liverpool enda á svona súrum nótum.

    Hann vann mörg afrek fyrir okkur og var um tíma helmingur af besta miðvarðarpari Evrópu ásamt Sami Hyypiä og hann er mjög virtur meðal aðdáenda Liverpool. Hann var pottþétt á leiðinni að verða “goðsögn” á meðal leikmanna Liverpool og einn af þessum fyrrverandi leikmönnum sem maður ber alltaf taugar til áður en þessi ummæli komu. Nú veit maður ekki hvort hann verður jafn vinsæll að sínum tíma hjá okkur liðnum fyrir vikið.

    Þetta eru sorgleg ummæli, mér þykir bara virkilega leitt að Steph skuli leiðast út í svona vitleysu.

  2. Það er ennþá meiri dramatík í honum á http://www.planetfootball.com. Tékkið á því. Orðið “asshole” kemur meira að segja fyrir! :laugh:

    “There is a minimum level of respect that they should show me but, ever since Rafael Benitez arrived, he has treated me like the lowest a***hole on earth and I will never forgive him for that.

Mat okkar á hópnum á fyrri hluta tímabilsins! (miðjan)

Chelsea á morgun! (uppfært)