Nei, ekki Igor!!!

Southampton hafa hafið viðræður um að [kaupa Igor Biscan í janúar](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,1563,1380821,00.html). Samningur Igors við Liverpool rennur út í sumar.

Ok, ég ætla að leyfa mér að halda því fram að það væri stór mistök að láta Igor fara frá okkur. Ég tel að hann geti orðið mikilvægur partur af hópnum. Við höfum séð nokkrum sinnum í vetur hversu góður Igor getur verið.

6 Comments

  1. Samt tel ég alveg að hann geti spjarað sig ágætlega, en verður aldrei fastamaður. Man eftir Deportivo leiknum og þar var hann eins og kóngur á miðjunni

  2. Ég hef alltaf haft trú á Igor Biscan, jafnvel á meðan allir aðrir Liverpool menn hötuðu hann og kenndu honum um hvað sem fór úrskeðis…og ég vil EKKI sjá hann fara.

    Við höfum séð það í vetur þegar hann hefur loksins fengið að spila í sinni réttu stöðu, á miðri mðjunni, að þetta er GÓÐUR leikmaður….ekki bara ágætur…heldur GÓÐUR…og hann á bara eftir að verða betri!

    Að öllu óbreyttu þá er hann þriðji leikmaður inná miðjuna á eftir Gerrard og Alonso og mér líður alls ekki illa með hann þar þegar annar hvor þeirra er fjarri góðu gammni…annað en t.d. þegar Hamann og Diao eru þar…þeir mega báðir fara til Southampton eða einhvers álíka klúbbs…og það strax 1. janúar!

    …Já…og þeir mega taka Josemi með sér! …Það er spurning hvort við séum komnir með ágætis skiptipakka hérna uppí Beattie, Hamann, Diao og Josemi.

    Haldiði að Beattie sé nógu góður til að plumma sig hjá alvöru klúbbi eins og Liverpool?

  3. Það er eitt í þessu sem við megum ekki gleyma, Einar, og það eru fjármálin. Kannski hefur Benítez verið sagt að hann þurfi að selja einn eða tvo menn til að geta keypt tvo eða þrjá í janúarglugganum og kannski er hann því að leyfa söluna á Biscan – frekar en að missa hann frítt næsta sumar – til að safna pening fyrir manni eins og Morientes eða Anelka, sem mun eflaust kosta sitt.

    Auðvitað tek ég undir það með nánast öllum Liverpool-aðdáendum að ég myndi frekar vilja gefa þeim Diao en að selja þeim Biscan, en gleymum því ekki að Hamann er kominn á nýjan samning, Gerrard og Alonso verða aðalparið okkar og ég er nokkuð viss um að Benítez langar að kaupa sér einn sókndjarfan miðjumann í viðbót úr því að hann er farinn að spyrjast fyrir um Aimar.

    Því er ekkert eðlilegt að Biscan, sem er númer 4 í goggunarröðinni eins og er og verður jafnvel enn neðar en það í sumar, hugsi með sér að hann gæti alveg eins bara farið til liðs þar sem hann fær að spila reglulega. Við megum ekki gleyma því.

    Og Hannes – þú ert að verja Biscan sem var einhver hataðasti maður liðsins síðasta sumar … en í færslunni á undan þessari lýstir þú því yfir að það ætti að selja Josemi sem fyrst, þrátt fyrir að hann hafi bara verið hjá okkur í fjóra mánuði? Gefðu gaurnum séns og í guðanna bænum, ekki segja eitt um Josemi og gera svo annað með Biscan. Ef Biscan átti þína þolinmæði skilið þá á Josemi hana líka skilið!

  4. Kristján…Ég er ekkert viss um að Hamann sé kominn á nýjan samning. Ég giska á að hann fari í sumar ef ekki fyrr. Hann hefur unnið gott starf fyrir klúbbinn en þetta er orðið gott. Hamann út – og klassaleikmenn eins og Aimar inn! Þannig á þetta að vera!

Mat okkar á hópnum á fyrri hluta tímabilsins! (vörnin)

Morientes: ÉG FER TIL LIVERPOOL! (uppfært: NEi, HANN SAGÐI ÞETTA EKKI!)