¡Que viva España! (uppfært)

  • Hæ, ég heiti Fernando og hann Einar Örn stal þessari mynd af mér af BBC. Mig langar að spila fyrir Liverpool, enda halda stuðningsmenn Liverpool úti skemmtilegustu bloggsíðu í heimi.

Jæja jæja, það virðist allt líta út fyrir það að markahæsti maður Meistaradeildarinnar sé á leið til Liverpool. Garcia Remon, þjálfari Madrid hefur viðurkennt að hann vilji fara.

Og núna hefur Morientes aukið mjög á pressuna á Madrid því hann segir [í viðtali](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4100677.stm): *”I like Liverpool and I am pleased that a club of their stature want to buy me. I have told Madrid that I want it to happen.”*

Jahá, skýrara verður það ekki. Þetta er náttúrulega gríðarlega mikilvægt fyrir Liverpool, því það styrkir mjög samningstöðu liðsins að fá Morientes til að setja svona pressu á Real Madrid. Það er vonandi að þetta verði til að lækka það verð, sem Madrid vill fá fyrir Morientes.

Florentino Perez, forseti Madrid segir ennfremur: *”I had a meeting with Morientes and his agent this morning and we agreed that, given he has not played much this season, we would study any future offers,”*

Einnig segir Morientes: *”I haven’t spoken to Rafa Benitez but I have always appreciated his work and I would like to play for him.”* Hæ hó jibbí jei. Þannig að við erum að tala um að Benitez er að fara að kaupa 5. Spánverjann til liðsins.

Það er bara eitt, sem ég vil benda á. Ef að það verður af þessu, þá verðum við með hjá Liverpool:

**Markakóng EM 2004
Markakóng Champions League 2004
Markakóng frönsku deildarinnar 2004

**Það er helvíti magnað!!!


**Uppfært (Einar Örn)**: Chris Bascombe er með smá viðbót við þetta allt saman: [Toon out to scupper deal for Morientes](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15004299%26method=full%26siteid=50061%26headline=toon%2dout%2dto%2dscupper%2ddeal%2dfor%2dmorientes-name_page.html). Hann segir að Newcastle hafi líka áhuga á að fá Morientes til sín.

Athyglisvert er að hann fullyrðir að ef Morientes lætur það í ljós að hann hafi minnsta áhuga á öðrum liðum, þá muni Rafa draga boð sitt tilbaka og einbeita sér að Nic Anelka, sem Bascombe segir að Man City séu tilbúnir að selja á 6 milljónir punda í janúar.

3 Comments

Hvað myndum við gera við 15 milljónir punda?

S.G. verður kyrr, og hana nú!