Liverpool búnir að bjóða í Morientes!!!

Jæja, þá er það staðfest: [Liverpool hafa boðið 3,5 milljónir punda í Fernando Morientes](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=14997680%26method=full%26siteid=50061%26headline=reds%2dbid%2d%2dpound%2d3%2d5m%2dfor%2dmorientes-name_page.html).

Talað er um að Real Madrid vilji fá 7 milljónir punda, en að líklegt sé að liðin mætist í miðjunni í um 5 milljónum punda. Það væru að mínu mati FRÁBÆR kaup. 5 milljónir punda fyrir spænskan landsliðsmann, sem var markahæsti maður Meistaradeildarinnar í fyrra og er á besta aldri (28 ára) er mjög gott verð.

Vonandi að þetta klárist sem fyrst og Morientes klæðist hinum fallega rauða búningi í janúar.

5 Comments

  1. Jú, en það eru bara tveir leikir. Við getum ekki látið þessa tvo leiki stjórna því hvern við kaupum. Ef við eigum að velja á milli þess að fá Morientes, og þurfa að nota Pongolle og Mellor með Baros í Meistaradeildinni … og þess að fá lakari framherja en Morientes sem við getum notað í Meistardeildinni, þá vel ég Morientes.

    Hins vegar má alveg spá í að redda Anelka á láni út tímabilið … 🙂

  2. Segi það! Hvers konar komment er þetta??? Tveir leikir??? We’re in it to win it! 🙂

Lið vikunnar

Hvað myndum við gera við 15 milljónir punda?