Hvað myndum við gera við 15 milljónir punda?

OK, við Kristján ákváðum að leika okkur aðeins. Við skrifuðum báðir greinar um sama hlutinn á sama tíma, þannig að við vitum ekki hvað hinn aðilinn skrifaði. Efnið var þetta: Ef þú værir Rafa Benitez og hefðir 15 milljónir punda til að eyða núna í janúar, hvað myndirðu gera? Þetta verður að vera raunhæft, þannig að það er ekki hægt að segja eitthvað einsog: “Skipta á Salif Diao og Ronaldinho”. Nei, þetta verður að vera raunhæft, bæði verð og hvort menn væru hugsanlega til í að skipta um lið.

Hægt er að sjá greinarnar okkar með því að smella hér fyrir neðan, og hafið í huga að við skrifuðum þær án þess að vita hvað hinn aðilinn skrifaði.

Og endilega, segið síðan YKKAR ÁLIT. Eruð þið sammála okkur eða ósammála? Er Einar vitlaus eða Kristján?


r16050_39520.jpg
**Einar Örn**: Einsog staðan er í dag er ekki hægt að búast við alltof miklum breytingum í janúar. Að mínu mati eru nokkrar stöður í liðinu, sem þarf að laga. Það er svo mismunandi eftir leikaðferðum hversu miklu þarf að breyta.

Ég ætla að gefa mér að Benitez ætli að halda sig við 4-5-1 leikaðferðina í flestum leikjum. Hann breytti þó gegn Newcastle, þannig að ég er ekki jafn sannfærður um að hann ætli að halda 4-5-1 til streitu.

Allavegana í þessu kerfi þá eru fyrst og fremst þrír veikir punktar: Hægri bakvörður, markvörður og þriðji miðjumaðurinn. Því myndi ég nota peningana til að bæta þær stöður. Einnig er ljóst að við þurfum annan framerja.

15 milljónir punda eru svo sem ekkert alltof mikill peningur. Hægri bakvörðurinn hjá Chelsea kostaði til dæmis meiri pening. En það er þó hægt að gera ýmislegt.

**Markvörður**: Þarna myndi ég vilja sjá reyndan markmann, sem gæti stokkið beint inní liðið. Ég myndi mæla með annaðhvort Santiago Canizares hjá Valencia eða Carlo Cudicini. Ég myndi verðleggja Canizares á 2 milljónir punda en Cudicini á fjórar. Báðir hafa þó spilað í Meistaradeildinni, sem er mikill galli. Ég vel þó Canizares.

**Hægri bakvörður**: Steve Finnan hefur reyndar leikið ágætlega, en ég hef samt ekkert alltof mikið álit á honum. Chelsea eyddi tugum milljóna í Paulo Ferrera og því hefur Glen Johnson setið á bekknum. Ég myndi reyna að fá hann til liðsins. 5 milljónir punda

**Þriðji miðjumaður**: Aftur horfi ég þar til Chelsea. Scott Parker er með bestu leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni, en hann hefur varla byrjað inná fyrir Chelsea í vetur. Tiago, Makalele, Lampard og fleiri virðast vera á undan honum. Hann hefur lítið spilað síðan hann kom frá Charlton og ætti því að hafa minnkað að verðmæti. Ég myndi tippa á 8 milljónir punda.

**Framherji**: Þetta er náttúrulega ekki jafn mikilvægt ef að Benitez vill bara spila með einum framherja. Þá er Baros maðurinn. En það þarf samt backup. Ég hefði viljað fá annaðhvort Morientes eða Anelka á lánsamningi út tímabilið. Talað hefur verið um að það komi til greina að þeir báðir geti fengist að láni. Ég myndi velja Anelka og sjá hvort hann stendur sig. Svo væri hægt að kaupa hann í sumar.

Þá erum við með þetta lið:

Canizares

Glen Johnson – Carra – Hyypiä – Riise

García – Gerrard – Parker – Alonso – Kewell

Baros

Og ef Benitez spilar 4-4-2, þá er hægt að stilla svona upp:

Canizares

Glen Johnson – Carra – Hyypiä – Riise

García – Gerrard – Alonso – Kewell

Baros – Anelka

Benitez getur þá róterað Parker, Gerrard og Alonso. Þeir eru allir góðir leikmenn og því væri aukin breidd á miðjunni.

Þannig að kaupin eru svona:

**Anelka: 0 (lán)
Johnson: 5 milljónir
Parker: 8 milljónir
Canizares: 2 milljónir**

Samtals 15 milljónir og aukin breidd komin í markavarðarstöðuna, í vörnina, miðjuna og sóknina.


Kristján Atli: Ókei Einar hefur væntanlega skýrt tilgang greinarinnar í sínum hluta þannig að ég bæti mínu bara við: hvað myndi ég, Kristján Atli gera við 15 milljónir punda í janúar? Hvern myndi ég vilja kaupa til Liverpool FC?

Fyrir það fyrsta þá myndi ég vilja staðsetja þær stöður í leikmannahópnum sem þarf að bæta og síðan forgangsraða þeim stöðum. Ef við setjum liðið mjög snögglega upp, eins og hópurinn er í dag:

Mark: Dudek, Kirkland, Harrison

Hægri bak: Finnan, Josemi, Raven

Vinstri bak: Riise, Traoré, Warnock

Miðverðir: Hyypiä, Carragher, Henchoz, Whitbread

Hægri kant: Núnez, García, Potter, Partridge

Vinstri kant: Kewell, García, Warnock

Miðjan: Gerrard, Alonso, Hamann, Biscan, Diao, Potter

Frammi: Baros, Pongolle, Mellor

Ég kem strax auga á þrjár algjörar vandamálastöður: framlínan, vængirnir og síðan miðvörðurinn. Ef við forgangsröðum því er það einhvern veginn svona:

1. Framherji
2. Kantmaður, hvorum megin sem er
3. Miðvörður
4. Markvörður (lúxuskaup ef hægt er)

Við þurfum nauðsynlega á framherja að halda. Mellor hefur skorað 5 mörk og Pongolle 2 í vetur og þeir hafa staðið sig vel þegar þeir fá sénsinn, en þeir eru ekki af því kalíberi sem þarf til að komast í Meistaradeildarsæti og svo til að ná árangri í Meistaradeildinni gegn Leverkusen. Til þess eru þeir of ungir.

Þannig að okkur sárvantar heimsklassa-framherja. Við höfum verið orðaðir við nokkra, Morientes, Anelka, Berbatov og David Villa til dæmis, þannig að ég ætla að einbeita mér að þeim. Ég veit að Morientes getur ekki spilað í Meistaradeildinni með okkur en Anelka getur það, og að því leytinu til myndi ég hallast að því að við ættum að reyna að kaupa Anelka. En við verðum að hugsa þetta rökrétt og Morientes hefur reynsluna fram yfir Anelka, sem er eitthvað sem Baros þarfnast, auk þess sem hann er akkúrrat þessi framherji sem hentar með Baros. Baros er út um allt, vinnur rosalega mikið og vill sóla og fá boltann út um allan völl í fæturna. Hann þarf að hafa mann með sér sem er fyrst og fremst sterkur í boxinu og Morientes er sá maður, að mínu mati.

Þannig að fyrstu kaup mín væru: Morientes fyrir 7,5m punda, sem er nokkurn veginn það verð sem rætt hefur verið um. Ég myndi vilja eyða helmingnum af buddunni minni í Morientes, en helst ekki meira.

Þá eru 7,5m punda eftir og næst þurfum við að leysa tvær stöður sem er ekki brýn þörf á að fylla í, en okkur vantar breidd í. Ef t.d. Kewell OG García myndu meiðast þá ættum við bara Núnez eftir, hver ætti þá að spila hinn kantinn? Riise? Hann getur það, en er ekki heimsklassakantmaður.

Mér dettur nokkrir kantmenn í hug en enginn þeirra væri fáanlegur á undir 7,5m punda. Wright-Phillips, Vícénte og fleiri myndu aldrei fara svo “ódýrt”.

Þannig að ég væri til í að skoða möguleikann á því að versla Victor frá Deportivo, sem væri fáanlegur á vel undir 7,5m. Deportivo eru í erfiðleikum þessa dagana og vitað er að Victor er óánægður, þannig að ég myndi vilja kaupa hann.En ég myndi helst ekki vilja eyða meira en 3-4m punda fyrir hann.

Önnur kaup mín væru sem sagt: Victor fyrir 3,5m punda, sem þýðir að ég á 4m punda eftir.

Fyrir þessar 4m punda myndi ég vilja eyða þeim til framtíðar. Ég myndi vilja fá tvo enska leikmenn sem eru ungir og efnilegir, en gætu jafnframt gefið okkur góða breidd ef við þyrftum á þeim að halda í vetur.

Þetta eru þeir Michael Dawson, 21s árs miðvörður hjá Nottingham Forest, og Scott Carson, 19 ára gamall markvörður hjá Leeds.

Vitað er að Carson er væntanlega að koma til okkar fyrir 1m punda, og því tel ég að þær 3m punda sem eru eftir myndu alveg nægja til að lokka Michael Dawson til okkar, þar sem Nottingham Forest eiga í fjárhagsvandræðum þessa dagana.

Mín kaup yrðu þá svo:


Fernando Morientes, 7,5m
Victor, 3,5m
Michael Dawson, 2-3m
Scott Carson, 1m.

Samtals: 14-15 milljónir punda

Þannig yrðu mín kaup, og Einars. Það verður forvitnilegt að sjá hvort hann sé sammála mínu mati og mínu vali á leikmönnum. Og endilega, segið okkur hvað YKKUR finnst. Við viljum heyra álit!

11 Comments

 1. Bara eitt sem ég sé að þessu hjá ykkur er að Parker var að fótbrotna svo ekki er hann á leiðinni, leiðinlegt því ég persónulega hef verið mjög hrifinn af honum og varð mjög fúll þegar hann fór til Chelsea í fyrra 🙁

 2. Sorrí Einar, minn miðjumaður hefur vinninginn. Víctor skal það vera … nema hann fótbrotni í fyrramálið eða eitthvað.

  :confused:

 3. Mér leyst mun betur á þetta hjá Einari þangað til ég sá að Parker er meiddur.

  En mig langar að fá einhvern til Liverpool sem er fljótur og getur sólað menn.

  Arsenal hafa Henry, Pires, Reyes.
  Chelsea hafa Robben, Duff, Cole, Eið?
  manchester hafa giggs og ronaldinho.

  Liverpool hafa eiginlega engan. Baros er reyndar nokkuð seigur að hlaupa framhjá (gegnum) mönnum, en aðrir hafa bara ekki þá snerpu og kraft sem til þarf?

  Er til einhver svona gæi?

 4. Ég mundi ekki kaupa Victor. Hann er ekki góður dribbler og hann á í vandræðum með að komast framhjá varnarmönnum. ÞAð síðasta sem að Liverpool ætti að gera er að selja leikmenn því að við erum með svo lítinn hóp. Það er ekkert verra að vera með Riise eða Traore og Finnan í backup fyrir vinstri og hægri bakvörð. Biscan, Hamann og Luis Garcia og Sinama eru fínt backup og væri það skinsamlegt að halda í þá á meðan að við kaupam klassa leikmenn í þeirra stöður.

  Framtíðar Liverpool lið:

  Dudek
  Johnson-Carra-Coloccini-Bridge
  S.W.Phillips-Gerrard-Alonso-Downing
  Baros/Cisse-Morientes

  eða

  Dudek
  Johnson-Carra-Coloccini-Bridge
  –Parker-Alonso
  S.W.Phillips-Gerrard-Downing
  —-Baros/Moro/Cisse

  Wayne Bridge fær lítið að spila fyrir Chelsea vegna Gallas og væri hann örugglega feginn ef að Liverpool sýndi honum áhuga, sama gildir um Johnson og Parker. Það bendir eiginlega allt til þess að Morientes muni koma til okkar í janúarglugganum. Colloccini er ekki byrjunarliðsmaður hjá Milan enda er erfitt að slá við mönnum eins og Maldini,Nesta,Staam,Kaladze og Pancaro. Hef fylgst með honum í vetur og hann er góður í loftinu FLJÓTUR og les leikinn vel (influential. Kannski við ættum að hafa áhyggjur af markvarðsstöðunni en ef að Dudek fær sjálfstraustið aftur þá hef ég fulla rú á honum. S.W.Phillips eru bara draumórar í mér og veit ég að það eru litlar sem engar líkur á því að hann kæmi, en við þurfum samt á kantmanni að halda sem að getur tekið varnarmenn á, skorað og komið góðum krossum í teiginn. Downing ætti að vera falur fyrir 6-7 millur og er hann ekki eins óraunhæft takmark og Wright-Phillips.

  Hvað finnst ykkur ?

 5. Langar bara að benda á að Dawson er ekki endilega sá mikli moli sem þið talið um. Það var talsvert talað um hann í fyrra þegar hann var orðaður við Tottenham, og þá kom í ljós að hann á í tíðum meiðslum og hefur gengið illa að komast úr því að vera efnilegur í að vera raunverulega góður. Fyrir 21 árs varnarmann í 1. deildinni er það ekkert rosalega gott, og aðrir leikmenn bara í þeirri deild sem eru betri.

 6. Þegar stórt er spurt, þá er oft lítið um svör. En samt, það eru alltaf til svör.

  Skemmtilegar pælingar hjá ykkur drengir. Mér persónulega finnst langt mikilvægast að bæta við öflugum framherja. Þá er ég að tala um framherja sem kemur inn með hlut sem hefur skort hjá okkur. Hvað er það? Jú, það er enginn framherji hjá okkur í dag sem getur talist vera GÓÐUR í loftinu og kemur með mikla ógn í þeirri deild. Þetta er því morgunljóst í mínum huga, FERNANDO MORIENTES. Mér finnst Kristján full gjafmildur á féð, því ég tel að Liverpool muni tryggja sér Moro á 5 milljónir punda. Óþarfi að spreða um of þótt peningar séu til :tongue:

  Ég tel miðjuna vera vel mannaða og að við þurfum ekkert að styrkja okkur þar, þó svo að kannski gætum við losnað við Salif. Við erum samt með menn eins og Xabi, Stevie, Igor, Welsh og Potter þar. Vinstri kanturinn er líka vel mannaður að mínum dómi. Kewell að koma til, Garcia er vinstri kantur að upplagi, svo höfum við Warnock og Riise sem backup.

  Bakvarðarstöðurnar tel ég líka vera í fínum málum. Erum með Finnan (sem er að koma afar sterkur inn), Josemi (sem ég tel að eigi eftir að stinga upp í marga þegar hann aðlagast Englandi) og svo eitt mesta varnarefni sem fram hefur komið í boltanum á Englandi, David Raven. Vinstri bakvörðurinn er einnig í fínum málum, eftir að Djimi kom svona sterkur inn. Þar væri Riise fínt back-up og eins hefur Whitbread verið að spila þessa stöðu vel með varaliðinu.

  Það eru því miðvarðarstaðan og hægri kanturinn sem þyrfti að styrkja. Á hægri kanti erum við með Nunez. Garcia getur líka skilað þessari stöðu með mikilli prýði og svo styttist í Vladi. Ég hef þá trú að Vladi gæti blómstrað undir stjórn Rafa. Það væri gott að fá mann í þessa stöðu, en þó ekki alveg bráðnauðsynlegt þegar Smicer verður kominn aftur.

  Sama gildir með miðvörðinn. Við mættum vel við því að fá sterkan mann þar inn. Við erum með Carra og Sami og svo Zak sem back-up (líka Traore ef út í það er farið). Góður miðvörður finnst ekki á hverju strái. Það eru fyrst og fremst tveir sem koma upp í hugann. Coloccini og Boumsong. Manni hefur sýnst að Boumsong gæti alveg eins verið falur og hann yrði mitt fyrsta val. Ég tel að hægt sé að næla í hann fyrir 4-5 millur í mesta lagi. Hann er ungur, sterkur og skruggu fljótur. Rangers eru í fjárhagsvandræðum og því ekki að láta reyna á þetta? Ef það gengur ekki, þá myndum við fá Coloccini á jafnvel enn minni pening.

  Þá eigum við 5-6 millur eftir. Þegar við erum búnir að taka út dagdrauma eins og Joaquin og Shaun Wright-Phillips, þá myndi ég reyna við kalla eins og Steed Malbranque. Ég hef lengi verið aðdáandi pilts og ég tel ekki óraunhæft að ná honum á 6 milljónir punda. Frábær leikmaður í frekar slöku liði og búinn að sanna sig í deildinni.

  Að lokum myndi ég svo semja um lánssamning fyrir Nicolas Anelka.

  Svona lítur þetta þá út hjá mér:

  Morientes (5 millur)
  Boumsong (4 millur)
  Malbranque (6 millur)
  Anelka (láni)

  Samtals 15 millur.

 7. SSteinn, eru ekki jafn miklar líkur á því að við fáum Joaquin eða S.Wright-Phillips og Xabi Alonso ? Við erum Liverpool FC, lið á uppleið og sættum okkur ekki í dag við miðlungsleikmenn í besta byrjunarlið okkar ! Enda segir Benitez sjálfur:

  “We created two or three clear opportunities against Olympiakos and Portsmouth but at the end we needed Gerrard scoring the goals and that shows how important he is to us. We need to get a lot of good players around Stevie. I want him to score 12 or 15 goals a season, not six or seven, because he has the potential to do that.”

  Malbranque er góður fyrir Fulham en ég efast um að hann sé sá leikmaður sem að mun leika “consistently” en það hefur sannast að hann er góður í einum leik en crap í þeim næsta. Kannski góður liðsmaður en ekki nógu góður byrjunarliðsmaður sem að munndi spila 2-3 leiki í viku.

  Ef að Liverpool fengi þessa fjárfestingu og Benitez fengi kannski 20-3- millur til þess að eyða þá er allveg jafn óraunhæft að Joaquin eða S.Wright-Phillips mundi koma til okkar og Xabi Alonso 🙂

  Gott lið verður að innihalda klassaleikmenn í hverja stöðu og því miður hefur Liverpool ekki þá breidd. Leikmenn á borð við Finnan (þó svo að hann hefur verið að spila vel undanfarið), Josemi, Hyypia (tekur varla að taka hann fram vegna aldurs), Riise, Traore, Biscan, Nunez og jafnvel Luis Garcia eru fínir leikmenn en samt ekki þeir leikmenn sem að maður vill hafa í kringum Gerrard og Alonso en þeir eru samt mikilvægir upp á breiddina. Þannig að ég segi Glen Johnson, Bridge, Colloccini, Parker, Downing (upp á breiddina, hef ennþá trú á Kewell), hægri kantara, Morientes.

 8. Held að þú hafir ekki alveg lesið innganginn hjá þeim félögum Einari Erni og Kristjáni Atla, Aron.

  Þessar vangaveltur voru á þá leið að ef þú værir stjóri Liverpool FC og fengir 15 milljónir punda til að eyða í janúar, þá hvernig myndi maður eyða þeim. Þeir töluðu um að hafa þetta eins raunhæft og hægt væri, þ.e. að reyna að áætla hvaða leikmenn væru falir og þá eins raunhæft verð.

  Ég er alveg sammála því að við gætum alveg keypt Joaquin ef við værum með 20-30 milljónir punda. Það er bara ekki það sem þetta snerist um. Það er mjög einfalt að tapa sér í einhverjum CM pælingum, en það er mun erfiðara þegar menn eru að tala um raunveruleikann. Raunveruleikinn er sá að við erum ekki einu sinni með 15 milljónir punda til að eyða í janúarglugganum eins og staðan er. Það er ekki hægt að eyða peningum sem ekki eru komnir inn í klúbbinn. Ef inn koma nýjir fjárfestar, þá bara gott mál og staðan verður endurmetin.

  Ég er algjörlega ósammála þér með Malbranque. Hann hefur verið stöðugur í sínum leik og hef ég fylgst mikið með kappanum. Þetta er mjög skapandi miðjumaður sem á auðvelt með að taka menn á. Hann hefur borið uppi miðjuspil Fulham síðustu árin, þrátt fyrir ungan aldur. Ég myndi hiklaust segja já takk við Steed.

 9. Takk fyrir svarið 🙂 Ég veit allveg umhvað þráðurinn snýst og var ég með smá punkta um hann ofar, var bara með vangaveltur varðandi Malbranque og líka að spila með þetta stóra EF. Vissulega er runveruleikinn sá að við höfum ekki í dag 15-20 milljónir en það verður ekki verslað í dag þannig að vonandi verða þessir peningar á borðinu þegar að stjórinn leggur leið sína á markaðinn (L4 eða Steve Morgan!!!).

  En ég verð samt að vera ósammála með Malbranque. Ég væri allveg til í að hafa hann í hópnum ef að hann mundi sætta sig við að þurfa að sitja á bekknum 30-40% leiktíðar. HAnn er góður leikmaður en þegar að hann spilar illa þá spilar hann ILLA, en þegar að hann spilar vel er hann frábær. Málið er það að hann hefur varla ést í megninu af tapleikjum og jafnteflisleikjum fulham á leiktíðinni og það er líka gott dæmi um stöðugleika hans frammistaða ahns gegn Liverpool, var góður í fyrri hálfleik en síðan sást ekki meira til hans í seinni hálfleik. Væri öflugur fyrir okkur (lið sem að spilar 2-3 leiki á viku og er í öllum keppnum).

  Kannski gaman að nefna að áðan var áhugaverð auglýsing á SkySports1 og var spurt hvernig líf þitt væri án fótbolta?

 10. Þetta er umræðuefni sem allir hafa skoðun á það er nokkuð ljóst. þar er ég enginn undantekning.

  Mín skoðun er sú að sóknarmann vanti. Enda verður sóknarmaður keyptur í janúar, eins og staðan er í dag bendir allt til þess að það muni vera hinn magnaði Morientes.
  Eins vantar okkur betri hægri bakvörð, þar kemur Glen Johnson sterkur inn. Tel nú samt hæpið að hann verði seldur í janúar, frekar möguleiki næsta sumar. Þetta eru þær stöður sem liggur mest á að bæta.

  Ef við færum okkur til næsta sumars þá væri ég til í að fá W. Bridge inn og Riise út. Eða Roberto Carlos, var að lesa að hann væri óánægður hjá Real Madrid og vildi fara frá þeim. Held nú samt að Chelsea sé eina liðið sem gæti mætt launakröfum hans. SPURNING hvort Bridge yrði þá falur.

  Auðvitað eru þetta bara draumórar og óskhyggja, en vonandi rætast ein eða tvær óskir. Til þess að svo verði þarf meira fé inn í félagið.

  Kveðja
  Krizzi

Liverpool búnir að bjóða í Morientes!!!

¡Que viva España! (uppfært)