Liðið gegn Newcastle:

Ókei, ég hafði frekar rangt fyrir mér (eins og venjulega). Rafa Benítez gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu fyrir þennan leik:

Dudek

Finnan – Carra – Hyypiä – RIISE

García – Gerrard – Alonso – Kewell

Mellor – Baros

Bekkurinn: Harrison, Hamann, Núnez, Pongolle, Traoré.

Beisiklí, þá getur Einar ekkert sagt við þessari liðsuppstillingu. Hann (og fleiri) var ekkert of sáttur við ‘varnarsinnaða’ uppstillingu Benítez á þriðjudaginn … þetta er 4-4-2 með FJÓRA SÓKNDJARFA MIÐJUMENN og TVO SÓKNDJARFA BAKVERÐI, og TVO FRAMHERJA.

Þetta verður forvitnilegt… 🙂

Newcastle á morgun!

L’pool 3 – N’castle 1 (uppfært)