Newcastle á morgun!

lpool_newcastle.jpgLiverpool FC tekur á móti Newcastle í deildinni á morgun á Anfield, en leikir þessara liða hafa í gegnum tíðina oft verið miklir markaleikir og gríðarlega skemmtilegir á að horfa. Undanfarin ár hefur Michael Owen nánast gert það að listgrein að skora á móti Newcastle (held hann hafi skorað einhver 12-13 mörk gegn þeim á ferlinum til þessa) en þar sem hann er farinn til Spánar verður víst lítið hægt að treysta á hann á morgun.

En þrátt fyrir að Owen verði ekki til staðar verðum við engu að síður að sigra þennan leik. Við bara verðum. Af hverju?


1. CHELSEA – 18 – 43pt
2. EVERTON – 18 – 37pt
3. ARSENAL – 17 – 35pt
4. M.UNITED – 18 – 34pt
5. MIDBORO – 18 – 32pt
6. L’POOL – 17 – 25pt
7. A.VILLA – 18 – 25pt

Í 13. sæti: N’CASTLE – 17 – 21pt

Við erum enn í 6. sæti eftir leiki dagsins, þar sem Middlesboro unnu Villa. En sá leikur hefur líka þá þýðingu að nú erum við í sjötta sæti, sjö stigum á eftir liðinu í fimmta sæti, Middlesboro, og heilum níu stigum á eftir Man U sem eru núna í síðasta Meistaradeildarsætinu, því fjórða.

Með öðrum orðum, við hreinlega verðum að vinna þessa þrjá leiki sem við eigum yfir hátíðarnar ef við ætlum ekki að vera úr leik í keppni um Meistaradeildarsæti á áramótum … og eftir jafnteflið gegn Portsmouth á þriðjudag verðum við hreinlega að vinna sigur á morgun. Ekkert annað er ásættanlegt, því miður en svona er þetta bara.

Hvernig verður svo liðið á morgun? Luís García og Igor Biscan verða með eftir meiðsli, en ég á ekki von á að þeir komi inn í liðið. Þá væri spurning um að setja inn annan framherja við hliðina á Milan Baros, en ég tel einhverra hluta vegna að Rafa Benítez muni ekki breyta liðinu frá því á þriðjudaginn. Liðið gæti því litið svona út:

Jerzy Dudek

Finnan – Carragher – Hyypiä – Traoré

Núnez – Gerrard – Alonso – Hamann – Kewell

Baros

Þetta finnst mér langlíklegast, þótt það geti verið að Riise komi á kantinn fyrir Kewell í ljósi umræðna um meiðsli hans síðustu daga. En annars á ég von á óbreyttu liði frá því á þriðjudag.

Mín spá: Þetta verður erfiður leikur, Newcastle-liðið mætir grimmt til leiks enda eru síðustu forvöð fyrir þá að fara að hrökkva í gang í deildinni. En engu að síður tel ég að við munum ná sigri í þessum leik, og svei mér þá ef við náum ekki að halda hreinu í fyrsta sinn í 9 leikjum á morgun. Baros hlýtur að skora á morgun, fyrst hann gerði það ekki á þriðjudag, og svo er spurning hvort að Núnez læðir einu inn? Hann hefur verið líklegur í síðustu leikjum… 🙂

Jafntefli í fyrsta jólaleiknum gegn Portsmouth þýðir sigur gegn Newcastle á morgun. Ekkert annað dugir til!

Ein athugasemd

Garcia og Biscan heilir!

Liðið gegn Newcastle: