Drátturinn í dag: 16 lið eftir!

Hópur 1: Mónakó, Arsenal, Chelsea, Juventus, AC Milan, Internazionale, Lyon, Bayer Leverkusen.

Hópur 2: Liverpool, PSV Eindhoven, Porto, Bayern Munchen, Barcelona, Werder Bremen, Man U, Real Madrid.

Við getum mætt: Juve, AC Milan, Inter, Lyon, Bayer Leverkusen.

Hverjum viljum við mæta? Að mínu mati er alltaf ákveðinn ljómi yfir því að spila á Ítalíu þannig að þótt þau séu feykisterk myndi ég ekkert gráta yfir að fá ítalskt lið. Hins vegar væri gaman að sigra Lyon, til að geta montað sig við United-menn sem réðu ekki við þá. Engu að síður verð ég að segja að mín persónulega ósk er að fá Bayer Leverkusen, en þeir slógu okkur einmitt úr þessari keppni fyrir tveimur og hálfu ári síðan á eftirminnilegan hátt.

Hefndin er best matreidd köld og eftir tvö og hálft ár hlýtur hún að vera orðin ansi girnileg, ekki satt?

Samt, þetta eru fimm súpergóð lið og ótrúlega erfiðar/spennandi viðureignir framundan, alveg sama hvaða lið við fáum. Þetta verður forvitnilegt að sjá.

Fyrir áhugasama bendi ég á frábæran útvarpsþátt Valtýs Björns og Hansa Bjarna, “Mín skoðun á Skonrokk”, FM 90.9. Þátturinn byrjar strax eftir hádegisfréttir eða um 12:20 og ef ég þekki þá rétt verða þeir með þennan drátt alveg í þráðbeinni um það leyti, þannig að endilega stillið inn á þáttinn og heyrið þetta í beinni…

Ein athugasemd

  1. Leverkusen, engin spurning. Auðvitað vill maður spila við sterkari liðin, en ég hefði viljað fá “léttari” andstæðinga í 16 liða úrslitum.

    Ef ekki Leverkusen, þá vildi ég helst fá Lyon. Eða þá Juve eða Inter. Bara EKKI AC Milan!

Við erum langflottastir!

Það er BAYER LEVERKUSEN!