Það er BAYER LEVERKUSEN!

Jahá, sagði ég ykkur ekki!? Við drógumst gegn Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur, einfaldlega af því að við fáum séns á að þakka pent fyrir síðasta skipti sem við mættum þeim. Það eru tveir mánuðir í þessa leiki og það getur margt breyst á tveim mánuðum, við verðum vonandi komnir í fljúgandi gír þegar að þessum leik kemur … ég er bjartsýnn fyrir þessar viðureignir, bring it on!!!

Ó, og svo eiga hin tvö liðin sem ég held eitthvað með í Evrópu alveg frábæra leiki: AC Milan fær að éta Man U lifandi, mér til mikillar ánægju … og svo er stórviðureign þessarar umferðar BARCELONA og Chelsea. Ég get ekki lýst því hvað ég mun njóta þess mikið að horfa á Barcelona taka snobbhausana frá London í nefið… auðvitað geta United og Chelsea alveg tekið þetta, en að mínu mati eru AC Milan og Barca með sterkustu liðin í þessari keppni og því er ég mjög ánægður að þau skyldu lenda á United og Chelsea. Hehe…

En allavega, ég held að það geti allir glaðst yfir þessum fréttum. Ekki af því að Leverkusen verði auðveldir, við gerðum þau mistök síðast að halda það … þetta lið er rooosalega sterkt og þykir miklu sigurstranglegra liðið í þessum viðureignum við okkur, en eins og ég segi þá verður okkar mönnum mikið í mun að ná að hefna sín eftir vorið 2002. Þetta verður yndislegt!

6 Comments

 1. Þetta er frábært, að mæta Leverkusen í 16 liða úrslitum er drauma dráttur fyrir Liverpool. Það lá í augum uppi að Leverkusen var lakasta liðið af þeim liðum sem komu til greina sem mótherjar okkar. Auk þess er ég búinn að bíða síðan 2002 eftir tækifæri til að sjá Liverpool leiðrétta niðurstöðu síðasta einvígis.
  I’m in seven heaven.

  Kveðja
  Krizzi

 2. Það er vissulega gaman að fá Leverkusen og eiginlega það lið sem ég spáði strax að við fengjum. Hefndin er ávallt sæt en ef okkur tekst ekki að vinna þá, þá vona ég að Chelsea og ManUre detti út á háðuglegan hátt….eiginlega vona ég það hvort sem við förum áfram eður ei. Fínt væri fyrir okkur að komast í næstu umferð hvernig sem við förum að því.

 3. sammála þér frændi. Liverpool, Barcelona og Ac Milan áfram yrði draumilíkast og helst öll í 4 liða úrslit og Liverpool vs Barcelona í úrslit.

  ekki spurning þá ryfjum við upp Liverpool stemmarann og förum út á leikin

Drátturinn í dag: 16 lið eftir!

Garcia og Biscan heilir!