Við erum langflottastir!

Reglulega gerir Gallup fjölmiðlakannanir, sem eru birtar á heimasíðu fyrirtækisins. Þar er mælt áhorf á einstaka dagskrárliði hjá stöðunum.

Það er athyglisvert í kjölfar [umræðunnar um Skjá Einn](http://www.kop.is/gamalt/2004/11/10/08.34.13/index.php) og hversu háværir við Liverpool menn væru í kvörtunum að skoða hvaða leikir fá best áhorf á sjónvarpsstöðunum. Ég er reyndar bara með tölur fyrir október og nóvember.

Byrjum á Sýn. Hvaða fótboltaleikur skyldi vera í efsta sæti? Er það ekki örugglega Chelsea, sem allir dýrka og dá? Nei, LIVERPOOL-Monaco er í [efsta sæti](http://gallup.is/main/view.jsp?branch=693700) af fótboltaleikjum á Sýn í nóvember mánuði með 8,3% áhorf!

Ok, þetta hlýtur að vera tilviljun. Allir vita að Chelsea, Arsenal og Man U eru vinsælustu liðin, ekki satt?

[Október](http://gallup.is/main/view.jsp?branch=712452&e342RecordID=445&e342DataStoreID=707745) á Skjá Einum? Vinsælasti leikurinn? [Chelsea – LIVERPOOL](http://gallup.is/main/view.jsp?branch=712452&e342RecordID=445&e342DataStoreID=707745). Nóvember á Skjá Einum. Vinsælustu leikirnir: Man U-Charlton og jú, LIVERPOOL-Middlesboro.

Af þeim leikjum, sem komast á topp 10 hjá þessum tveim stöðvum í október og nóvember og innihalda ensk félagslið, þá er staðan svona:

Liverpool 4
Man U 3
Chelsea 2 (móti ManU og Liverpool)
Arsenal 1

Þetta sýnir einfaldlega hvaða lið eiga stærstu stuðningsmannahópana. Aðeins einn Arsenal leikur kemst þarna inn og Chelsea leikirnir eru þarna (að mínu mati) frekar vegna þess að þeir eru við Man U og Liverpool.

Ástæðan fyrir því að S1 heldur áfram að sýna svona mikið af Liverpool leikjum er ekki einhver góðgerðarstarfsemi við Liverpool, sem hefur gengið illa á tímabilinu. Nei, þeir sjá einfaldlega að það er okkar ástsæla lið, sem fær besta áhorfið af öllum liðum í enska boltanum. Svo einfalt er það.

3 Comments

 1. Nákvæmlega!!!

  Þeir á S1 geta rembst eins og rjúpan við staurinn að segja okkur að Chelsea sé “heitasta” og “vinsælasta” liðið í dag … en það breytir því ekki að þeir standast engan samanburð við Arsenal, hvað þá risana tvo, okkur og United.

  Gvöð hvað ég á eftir að elska það þegar við vinnum Chelsea á nýársdag … ég finn að það er að hellast yfir mig bjartsýni yfir jólin, þrátt fyrir síðustu tvo leiki.

 2. Er ekki málið að Chelsea er bara að spila besta boltann, og þess vegna vilja þeir sýna hann?

  Þó að McDonalds sé vinsælasti matsölustaður í heimi þýðir það ekki að hann sé sá besti 😉

  Annars er þetta frábær síða hjá ykkur, les hana reglulega þó ég sé ekki Poolari.

 3. Uss Konni! Hvað ertu eiginlega að segja?

  Einar … hvað eigum við að gera við svona menn, sem líkja okkar ástkæra liði við McDonald’s?

  Off with the head! :tongue:

Anelka eða Morientes?

Drátturinn í dag: 16 lið eftir!