Pompey í dag!

VARÚÐ: Þetta er upphitun fyrir Portsmouth-leikinn á Anfield þann 14. desember næstkomandi. Ég er ekki í stuði fyrir neitt annað en sigur, er í raun frekar pirraður út í fyrirliðann okkar og tapið um helgina (var að horfa á leikinn aftur á spólu í kvöld, skýrir margt) og því verður þetta ekkert allt of blíðleg upphitun að þessu sinni.

Gangið í bæinn … á eigin ábyrgð.

Ókei, þannig að nú spilum við loksins leikinn sem við höfum átt inni á öll hin liðin í deildinni síðan í annarri viku tímabilsins. Þá var leik okkar gegn Portsmouth á Anfield frestað vegna þess að við vorum uppteknir við að tapa fyrir Graz AK í undankeppni Meistaradeildarinnar. Komumst þó áfram, and the rest is history…

Nema hvað, síðan þá höfum við verið að segja hluti eins og: “Við erum í sjötta sæti, en ef við vinnum leikinn sem við eigum inni…”

Sko, í dag er leikurinn sem við eigum inni. Síðan eigum við ekkert ‘inni’ fleiri leiki. Síðan er þetta bara jöfn staða. Þannig að eðlilega getum við ekki sætt okkur við neitt annað en sigur í dag.

Tímabilið hefur verið mjög erfitt fyrir okkur L’pool-aðdáendur. Frábærir sigrar inn á milli, en aðallega hefur þetta snúist um mikið ójafnvægi í liðinu. Sjáið bara hvernig okkur hefur gengið í öllum keppnum, frá því að við unnum Graz AK í fyrsta alvöruleik tímabilsins:

sigur – jafntefli – sigur – tap – tap – sigur – sigur – tap – sigur – tap – tap – sigur – jafntefli – sigur – sigur – jafntefli – sigur – tap – sigur – tap – sigur – tap – sigur – jafntefli – jafntefli – sigur – tap

Er þetta eðlilegt? Við höfum aðeins tvisvar í vetur átt tvo sigurleiki í röð, en hins vegar höfum við líka tvisvar í vetur tapað tveim leikjum í röð. Þetta er náttúrulega fáránlegur óstöðugleiki í einu liði, og það er eitthvað sem við hreinlega verðum að laga yfir jólavertíðina ef við ætlum okkur að blanda okkur í toppbaráttuna á næstunni.

Næstu leikir Liverpool eru þessir:
Portsmouth (heima) – í dag
Newcastle (heima) 18. des.
W.B.A. (úti) 26. des.
Southampton (heima) 28. des.
Chelsea (heima) 1. jan.

Hér sé ég möguleikann á fjórum sigurleikjum í röð í deildinni, sem yrði frábær uppsetning fyrir stórleikinn gegn Chelsea þann 1. janúar næstkomandi. Sá leikur er síðan gjörsamlega make-or-break fyrir okkur í vetur. Við eigum ennþá séns á að blanda okkur í baráttuna um titilinn, þótt við séum orðnir heldur seinir. Hins vegar þá tel ég að þessir fimm leikir séu síðasti sénsinn okkar á toppbaráttunni í vetur. Ef við náum ekki fimm sigrum, eða fjórum sigrum og einu jafntefli í þessum fimm leikjum getum við kysst titilinn bless í ár.

Það er ekkert flóknara en það. Og þetta verður að byrja í kvöld gegn Portsmouth. Þeir voru að skipta um þjálfara, hafa verið að spila ágætlega undanfarið en vantar sinn besta sóknarmann (Yakubu), auk þess sem þeir eru enn í sárum síðan Harry Redknapp hætti.

Við? Eftir tapið gegn Everton finnst mér líklegt að Benítez geri eftirfarandi breytingar á byrjunarliðinu:

DUDEK

Josemi – Carragher – Hyypiä – Riise

Núnez – Gerrard – Alonso – Kewell

Baros – Mellor

Jamm, ég held að hann taki Hamann og Diao út úr þessu liði og setji Alonso og Núnez inn í staðinn, til að leggja meiri áherslu á sóknarþungann frá miðjunni … en því var stórlega ábótavant gegn Everton.

Þá kemur Milan Baros inn í liðið aftur, orðinn alheill og vel hvíldur yfir helgina … en ég held að Mellor verði samt inni, og ef ekki Mellor þá Sinama-Pongolle. Ég hef bara fulla trú á því að karlinn spili með tvo framherja á morgun, gefi Pompey-mönnum nóga ástæðu til að svitna. Síðast þegar við spiluðum með tvo framherja á Anfield var í seinni hálfleiknum gegn Olympiakos fyrir sex dögum síðan … og þá skoruðum við þrjú mörk á 45 mínútum. Í raun fjögur, en eitt þeirra var ranglega dæmt af.

Þannig að ég spái því fyllilega að þetta verði liðsuppstillingin á morgun. Kannski Traoré verði inni fyrir Riise, en Riise er sókndjarfari og því myndi ég frekar veðja á hann.

Já, og The Dude verður í markinu þannig að Pompey skora vonandi ekki annað kvöld. Allavega ekki ef þeir eiga bara tvö skot á markið…

MÍN SPÁ: Ég er sjaldan svona herskár fyrir leiki, viðurkenni það fyllilega, en ég verð frekar reiður ef við sigrum þetta lið ekki annað kvöld! Ef við töpum á morgun getum við alveg eins farið að teikna upp óskalista yfir miðjumenn sem Rafa Benítez vill kaupa í staðinn fyrir Stevie G í sumar (ég myndi persónulega ekkert gráta ef við fengjum Julio Baptista til Liverpool) … ef við gerum jafntefli er það slæmt, en ekki ómögulegt svo fremi sem við vinnum þá næstu þrjá deildarleiki, og síðan Chelsea á nýársdag!

Þannig að ég ætla að gerast djarfur og spá því að fyrirliðinn okkar og co. muni svara gagnrýninni eftir tapið um helgina á sannfærdandi hátt gegn Portsmouth: 3-0 sigur fyrir okkar mönnum og Baros og Mellor skora sitt markið hvor. Ætli Jamie Carragher skori ekki bara síðasta mark leiksins … eftir einleikssyrpu?

Bottom line: ekkert annað en sigur kemur til greina. Það er kominn tími til að sýna stöðugleika og það verður að byrja í kvöld!

3 Comments

  1. Takk fyrir frábæran pistil Kristján Atli. Gæti ekki verið meira sammála þér í sambandi við gengi liðsins og að núna er þetta bara “do or die” hjá Liverpool næstu fjóra leiki. Það er á hreinu.

    Er að vona að Finnan og Traoré verði í bakvarðastöðunum. Svo hefði ég viljað að Pongolle byrjaði inn á í stað Nunes. Þannig að ég er ekki alveg sammála byrjunarliðinu hjá þér.

    Annars er mér eiginlega slétt sama hverjir spila þennan leik. Ég geri bara skýlausa kröfu á sigur og ef það hefst ekki fer ég beina leið til geðlæknis því ég mun svo sannarlega þurfa á því að halda ef svo illa fer að Portsmouth sæki einhver stig á Anfield.!!

    🙁 🙁 🙁

  2. Ég neita að fagna nema að við vinnum þennan Portsmouth leik OG leikinn á móti Newcastle. Ég hef brennt mig allto oft á því í vetur að fagna mikið eftir mikla sigra bara til að verða fyrir hrikalegum vonbrigðum í næsta leik. Ef þetta lið vinnur ekki 4 af 5 næstu leikjum, þá eigum við ekki skilið að vera í Meistaradeildinni!

  3. Sigur er ávallt skilyrði á heimavelli. Hverjir svo sem spila þennan leik er algjört aukaatriði… við eigum að vera með 22 leikmenn sem geta unnið Pompey á heimavelli hvenær sem er.

    Og ég segi að 1-0 sigur eða 2-1 sigur er alls ekki nóg… Við þurfum að fara að vinna þessi lélegri lið sannfærandi og skora nokkur mörk ásamt því að halda hreinu…

    3-0 eða yfir er sannfærandi og þætti mér ánægjulegt að sjá strikerana okkar skora ásamt því að Nunez myndi setj´ann. Ennfremur væri jákvætt að Carra eða Hyppia myndu setj´ann úr föstu leikatriði sem nýttust afar illa gegn Everton…

    takk og bless

Dudek inn, Kirkland “meiddur”

L’pool 1 – Pompey 1 (uppfært)