Villa 1 – L’pool 1

kewell_skorar.jpg

Guði sé lof að Milan Baros kemur inn í næsta leik! Þá breytumst við vonandi aftur í lið sem getur skorað fleiri en eitt eða tvö mörk í leik! Þetta var víst ekkert hræðilegt í dag, við gerðum jafntefli við Aston Villa, 1-1, á útivelli og þótt það hafi verið svekkjandi að missa sigur niður í jafntefli eftir að hafa verið miklu betri allan tímann (skv. lýsingunni á netinu sem ég hlustaði á) þá verðum við að vera sáttir við þetta, held ég. Chelsea gerðu jafntefli þarna um daginn, Villa eru með næstbesta árangur í deildinni á heimavelli (við erum með besta árangurinn) og þeir eru með mikið baráttulið.

Það besta við þennan leik í dag var víst það að Harry Kewell skoraði gott mark með skalla á 17. mínútu, og miðað við það sem Steve Hunter sagði í lýsingunni á opinberu vefsíðunni þá var Kewell sennilega besti maður vallarins í dag, að undanskildum fyrirliðanum okkar. Vonum að hann sé að hrökkva í gang, það hefur sennilega verið mikill léttir fyrir hann að ná að skora þetta mark!

Liðið spilaði víst ágætlega í dag, Núnez var sprækur í fyrri hálfleik en svo tekinn útaf í hléi – væntanlega bara þreyttur – og Steven Gerrard entist í 75 mínútur áður en hann fór útaf. Þá var Mellor tekinn útaf um miðjan síðari hálfleik, inná fyrir þessa gæja komu Josemi (f. Núnez), Traoré (f. Mellor) og Pongolle (f. Gerrard). En allt kom fyrir ekki, við náðum ekki að innbyrða sigurinn þrátt fyrir að manni heyrðist Villa-menn vera lagstir í vörn í byrjun seinni hálfleiks.

Nú, Chelsea, United og Arsenal unnu öll í dag (og Everton líka) þannig að nú erum við 15 stigum á eftir Chelsea og 10 stigum á eftir Arsenal, með leik til góða. Næstu leikir verða gríðarlega mikilvægir fyrir tímabilið okkar og þeir verða að vinnast: Olympiakos á heimavelli í Meistaradeildinni á miðvikudag … og svo nágrannarnir í Everton á laugardag. Þessa tvo leiki verðum við að vinna.

Ef við lítum á góðu fréttir dagsins, að Harry Kewell hafi rofið markaþurrð sína og að Milan Baros verði með í næstu leikjum, þá getum við aðeins andað rólega eftir þennan leik. Jafntefli á næsterfiðasta útivelli deildarinnar er ekkert svo hræðilegt, sérstaklega ekki miðað við það hvernig við lékum.

Ein athugasemd

  1. Var ekkert of vongóður fyrir þennan leik þrátt fyrir frábæran sigur gegn Arsenal um síðustu helgi. En jafntefli er ekki alslæmt og jákvætt að Kewell skyldi setj´ann!
    Sá Chelsea rúlla upp Newcastle… þeir eru drullu sannfærandi um þessar mundir… úfff En Baros er komast í gang, vonandi Kewell einnig sem og Nunez.

Byrjunarliðið gegn Villa komið

Einkunnagjöf