Lið vikunnar

Jæja, þá er maður aðeins að komast niður á jörðina eftir gærdaginn.

Allavegana, auðvitað eru Liverpool menn í liðum vikunnar. Það vill svo til að það eru þeir sömu. Gerrard er AUÐVITAÐ í liði vikunnar hjá bæði BBC og Soccernet og einnig er hetja gærdagsins Neil Mellor í liði vikunnar.

Var ég búinn að taka það fram að Steven Gerrard er ÆÐI! Allavegana, hér eru liðin:

[BBC](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/eng_prem/3569808.stm)
[Soccernet](http://soccernet.espn.go.com/feature?id=299985&cc=5739)

Mér finnst reyndar að Vieira hefði líka átt að vera í liðinu, en kannski fær hann mínus-stig fyrir stórkostlega dýfu 🙂

En, að lokum, þá var Rafa Benitez valinn þjálfari vikunnar hjá Soccernet, enda á hann það svo sannarlega skilið. Mér þótti gaman að lesa kommentið, sem fylgdi Rafa:

>Managing this rather unlikely eleven is the man who somehow managed to mastermind a win over a side that had lost just one of their previous 54 Premiership games going into the weekend fixtures, Arsenal, and what’s more he had to do it with what can only generously be described as a lengthy injury list: Rafa Benitez; not only did the Spaniard coax what was without doubt the best performance of the season to date from his side, but **not once in the build-up to the game did he mention the players, in particular his strikers, he did not have at his disposal**.

Nákvæmlega! Rafa var ekkert að kvarta yfir meiðsla vandræðunum, heldur einbeitti hann sér bara að því að gera sitt besta með þá leikmenn, sem hann hafði til taks. Fyrir það á hann svo sannarlega skilið hrós.

3 Comments

  1. Tilþrif vikunnar utan vallar fær svo Steve Hunter, sem sér um lýsingarnar á leikjunum hjá opinberu heimasíðunni. Þeir sem eru með e-Season ticket ættu að hlusta á lýsingarbútinn sem er núna í boði þar, þar sem gæinn gjörsamlega sturlast þegar Mellor setur hann. Óborganlegt! :biggrin:

  2. Ó, þeir eru sem sagt byrjaðir að sýna þetta ókeypis þarna hjá þeim. Var bara hægt með e-Season ticket framan af degi. Þannig að nú geta allir notið tilþrifanna…

Liverpool 2 – Arsenal 1

El-Hráki Diouf